Meint endalok landsbyggðar 16. nóvember 2006 05:00 Fyrri hluta október birtist greinaflokkur í Fréttablaðinu undir heitinu „Flóttinn af landsbyggðinni“. Þar var hlutur dreifbýlis settur undir mæliker ameríkskrar hagspeki með þeirri niðurstöðu að þéttbýli utan Reykjavíkur, annars staðar en á Akureyri og í Bolungavík, væri dauðadæmt. Þarna birtust greinar með dramatískar fyrirsagnir eins og: „Austfirðingar í útrýmingarhættu,“ „Hvergi lægri tekjur“ og „Akureyri ein með framtíð.“ Þegar reikniaðferðin er skoðuð kemur reyndar í ljós að hún er í meira lagi vafasöm og á illa við íslenskar aðstæður eins og fram kemur í ágætri grein fræðimanna á Bifröst í Fréttablaðinu þann 13. október. Ég vil vekja athygli á þeirri grein en ekki síður annarri og þó enn alvarlegri hlið þessara mála sem fékk undarlega afgreiðslu í umfjöllun blaðsins. Í lok greinaflokksins fær blaðið Ásgeir nokkur Jónsson frá greiningardeild KB-banka til að tjá sig um þessi válegu tíðindi. „Ekki kvótakerfinu að kenna,“ segir Ásgeir, og dregur fram sökudólg úr óvæntri átt, nefnilega bættar samgöngur í byggðum landsins. Rök hans eru á þá leið, að þegar samgöngur bötnuðu og vegir voru lagðir til hinna afskekktu staða við sjávarsíðuna hafi fólkið farið að flytjast þaðan í burtu. Áður hafi allir flutningar farið fram á sjó og þessar byggðir myndast við ströndina sem þjónustumiðstöðvar við sjóflutninga. Þegar vegakerfið var byggt upp um og upp úr seinna stríði hafi landsbyggðinni tekið að hnigna. Þá hafi flutningar færst af sjó yfir á vegina. Þessi málflutningur er undarlegur. Maðurinn talar eins og sjóflutningar hafi lagst af upp úr miðri öldinni. Hann talar líka eins og þéttbýlismyndun á landsbyggðinni hafi eingöngu stafað af sjóflutningum. Hvað með hlut staðbundinna fiskveiða? Nei, flutningar færðust yfir á vegakerfið og þá hnignaði dreifbýlinu. Þannig skal það vera. Þessi maður þekkir greinilega lítið til í fyrrverandi fiskveiðibæjum Íslands; þekkir ekki hvernig staðan var þar þegar stundaðar voru öflugar fiskveiðar og landvinnsla; á þeim árum þegar ungir sjómenn keyptu báta, sóttu sjóinn og lögðu upp í sinni heimabyggð. Þetta var áður en „fiskeyðistefnan“ lagði sína dauðu hönd á sjávarbyggðirnar. Núna gengur maður þar um götur og sér varla nokkur merki um sjávarútveg. Bryggjur, sem áður iðuðu af lífi, þar sem bátar lögðu upp, bera nú lítil merki um líf og nánast engin um fiskveiðar. Vissulega er fleira sem veldur. Mér dettur ekki til hugar að halda því fram að öll vandræði landsbyggðar séu kvótakerfinu að kenna en þegar menn leita skýringa og sleppa þætti þess alfarið þá er ekki hægt að taka þá alvarlega. Fréttablaðið birtir síðan viðtöl við formenn stjórnmálaflokka sem tjá sig um niðurstöður þessa greinaflokks, þar sem boðuð eru þau válegu tíðindi að 59 af 79, eða þrír fjórðu af sveitarfélögum landsins, séu að fara í eyði. Formaður Samfylkingar talar um háhraðanettengingar, bættar samgöngur og ný störf án þess að tilgreina hvaða og hvar. Sú var tíðin að sá flokkur hafði stefnu í sjávarútvegsmálum. Hún var kölluð „fyrningarstefnan“ og miðaði að því að vinda ofan af kvótaflækjunni. Nú minnist enginn forystumanna flokksins á þá stefnu lengur. Einn þeirra skrifaði grein um „tíu ástæður“ fólks til að kjósa flokkinn. Breytingar á sjávarútvegsstefnunni eru ekki nefndar meðal þeirra ástæðna. Hvað varð eiginlega um stefnu flokksins í sjávarútvegsmálum? Formaður Samfylkingar talaði reyndar fyrir fáum misserum um nauðsynlega sátt við útvegsmenn. Og mér er sagt að sumir hinir stærstu sægreifar séu góðir jafnaðarmenn! Formaður Vinstri grænna þegir líka um þetta mál. Hann vill koma á strandflutningum og jafna flutningskostnað. Gott mál, en eru þessir flokkar búnir að gefast upp í kvótamálinu? Er frjálst framsal aflaheimilda orðið náttúrulögmál á þeim bæjum – líka? Ég hlýt að viðurkenna að vinstri flokkarnir eru mitt kjörlendi en ef afnám kvótakerfisins vantar í stefnu þeirra eigum við ekki samleið. Og ég er ekki eini vinstri maðurinn sem þannig er ástatt um. Aðeins einn flokkur heldur þessu máli á lofti; einn flokkur sem alltaf er minnstur flokka í könnunum en hinir fáu þingmenn hans eru óþreytandi að minna á firringu framsalsins bæði í ræðu og riti. Og enn skrifar Sverrir gamli um landráðamennina. Á að trúa því að Íslendingar ætli að láta hernaðinn gegn landsbyggðinni takast? Á að trúa því upp á svonefnda jafnaðarflokka einnig? Ætlar þjóðin, þegar allt kemur til alls, að sætta sig við það óréttlæti, að sjávarbyggðirnar séu sviptar heimildum til að veiða úr sameiginlegri auðlind þjóðarinnar? Er sátt um það að sjávarútvegurinn sé og verði ofsagróðavegur fyrir fáa og að fleygt sé stíflum og álverum í dreifbýlið sem dúsu. Á það að sannast að úrtölumennirnir, sem segja að orðið sé of seint að snúa óheillaþróuninni við, hafi rétt fyrir sér þegar allt kemur til alls? Fyrir skömmu sagði Halldór Ásgrímsson í ræðu að sjávarútvegsfyrirtækjunum hefði verið breytt úr fiskveiði- í viðskiptafyrirtæki. Þetta virðist hann segja með stolti og hinar hörmulegu afleiðingar, sem geðþóttasala á veiðiheimildum hefur á sjávarplássin, virðast ekki plaga hann. Það renna á mann tvær grímur við að lesa greinaflokk eins og þennan um flóttann af landsbyggðinni þar sem á óskammfeilinn hátt er lýst eyðingu byggðar og þagað um aðalorsökina, fiskveiðistjórnunina sem er „mesta samfélagslega óhæfuverk sem framið hefur verið í sögu þjóðarinnar,“ eins og Magnús Jónsson veðurfræðingur orðar það í lykilgrein um kvótakerfið í Morgunblaðinu fyrir nokkrum misserum. Ekki nóg með að Fréttablaðið láti undir höfuð leggjast að tilgreina þennan meinvald heldur er dreginn fram hagfræðingur til að hvítþvo kvótakerfið. Það er svo í besta falli hlægilegt og fullkomlega í takt við firringuna í þessu máli öllu að hann skuli grípa til þess ráðs að kenna Vegagerðinni um hinn meinta flótta af landsbyggðinni. Ingólfur Steinsson er ritstjóri og tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Fyrri hluta október birtist greinaflokkur í Fréttablaðinu undir heitinu „Flóttinn af landsbyggðinni“. Þar var hlutur dreifbýlis settur undir mæliker ameríkskrar hagspeki með þeirri niðurstöðu að þéttbýli utan Reykjavíkur, annars staðar en á Akureyri og í Bolungavík, væri dauðadæmt. Þarna birtust greinar með dramatískar fyrirsagnir eins og: „Austfirðingar í útrýmingarhættu,“ „Hvergi lægri tekjur“ og „Akureyri ein með framtíð.“ Þegar reikniaðferðin er skoðuð kemur reyndar í ljós að hún er í meira lagi vafasöm og á illa við íslenskar aðstæður eins og fram kemur í ágætri grein fræðimanna á Bifröst í Fréttablaðinu þann 13. október. Ég vil vekja athygli á þeirri grein en ekki síður annarri og þó enn alvarlegri hlið þessara mála sem fékk undarlega afgreiðslu í umfjöllun blaðsins. Í lok greinaflokksins fær blaðið Ásgeir nokkur Jónsson frá greiningardeild KB-banka til að tjá sig um þessi válegu tíðindi. „Ekki kvótakerfinu að kenna,“ segir Ásgeir, og dregur fram sökudólg úr óvæntri átt, nefnilega bættar samgöngur í byggðum landsins. Rök hans eru á þá leið, að þegar samgöngur bötnuðu og vegir voru lagðir til hinna afskekktu staða við sjávarsíðuna hafi fólkið farið að flytjast þaðan í burtu. Áður hafi allir flutningar farið fram á sjó og þessar byggðir myndast við ströndina sem þjónustumiðstöðvar við sjóflutninga. Þegar vegakerfið var byggt upp um og upp úr seinna stríði hafi landsbyggðinni tekið að hnigna. Þá hafi flutningar færst af sjó yfir á vegina. Þessi málflutningur er undarlegur. Maðurinn talar eins og sjóflutningar hafi lagst af upp úr miðri öldinni. Hann talar líka eins og þéttbýlismyndun á landsbyggðinni hafi eingöngu stafað af sjóflutningum. Hvað með hlut staðbundinna fiskveiða? Nei, flutningar færðust yfir á vegakerfið og þá hnignaði dreifbýlinu. Þannig skal það vera. Þessi maður þekkir greinilega lítið til í fyrrverandi fiskveiðibæjum Íslands; þekkir ekki hvernig staðan var þar þegar stundaðar voru öflugar fiskveiðar og landvinnsla; á þeim árum þegar ungir sjómenn keyptu báta, sóttu sjóinn og lögðu upp í sinni heimabyggð. Þetta var áður en „fiskeyðistefnan“ lagði sína dauðu hönd á sjávarbyggðirnar. Núna gengur maður þar um götur og sér varla nokkur merki um sjávarútveg. Bryggjur, sem áður iðuðu af lífi, þar sem bátar lögðu upp, bera nú lítil merki um líf og nánast engin um fiskveiðar. Vissulega er fleira sem veldur. Mér dettur ekki til hugar að halda því fram að öll vandræði landsbyggðar séu kvótakerfinu að kenna en þegar menn leita skýringa og sleppa þætti þess alfarið þá er ekki hægt að taka þá alvarlega. Fréttablaðið birtir síðan viðtöl við formenn stjórnmálaflokka sem tjá sig um niðurstöður þessa greinaflokks, þar sem boðuð eru þau válegu tíðindi að 59 af 79, eða þrír fjórðu af sveitarfélögum landsins, séu að fara í eyði. Formaður Samfylkingar talar um háhraðanettengingar, bættar samgöngur og ný störf án þess að tilgreina hvaða og hvar. Sú var tíðin að sá flokkur hafði stefnu í sjávarútvegsmálum. Hún var kölluð „fyrningarstefnan“ og miðaði að því að vinda ofan af kvótaflækjunni. Nú minnist enginn forystumanna flokksins á þá stefnu lengur. Einn þeirra skrifaði grein um „tíu ástæður“ fólks til að kjósa flokkinn. Breytingar á sjávarútvegsstefnunni eru ekki nefndar meðal þeirra ástæðna. Hvað varð eiginlega um stefnu flokksins í sjávarútvegsmálum? Formaður Samfylkingar talaði reyndar fyrir fáum misserum um nauðsynlega sátt við útvegsmenn. Og mér er sagt að sumir hinir stærstu sægreifar séu góðir jafnaðarmenn! Formaður Vinstri grænna þegir líka um þetta mál. Hann vill koma á strandflutningum og jafna flutningskostnað. Gott mál, en eru þessir flokkar búnir að gefast upp í kvótamálinu? Er frjálst framsal aflaheimilda orðið náttúrulögmál á þeim bæjum – líka? Ég hlýt að viðurkenna að vinstri flokkarnir eru mitt kjörlendi en ef afnám kvótakerfisins vantar í stefnu þeirra eigum við ekki samleið. Og ég er ekki eini vinstri maðurinn sem þannig er ástatt um. Aðeins einn flokkur heldur þessu máli á lofti; einn flokkur sem alltaf er minnstur flokka í könnunum en hinir fáu þingmenn hans eru óþreytandi að minna á firringu framsalsins bæði í ræðu og riti. Og enn skrifar Sverrir gamli um landráðamennina. Á að trúa því að Íslendingar ætli að láta hernaðinn gegn landsbyggðinni takast? Á að trúa því upp á svonefnda jafnaðarflokka einnig? Ætlar þjóðin, þegar allt kemur til alls, að sætta sig við það óréttlæti, að sjávarbyggðirnar séu sviptar heimildum til að veiða úr sameiginlegri auðlind þjóðarinnar? Er sátt um það að sjávarútvegurinn sé og verði ofsagróðavegur fyrir fáa og að fleygt sé stíflum og álverum í dreifbýlið sem dúsu. Á það að sannast að úrtölumennirnir, sem segja að orðið sé of seint að snúa óheillaþróuninni við, hafi rétt fyrir sér þegar allt kemur til alls? Fyrir skömmu sagði Halldór Ásgrímsson í ræðu að sjávarútvegsfyrirtækjunum hefði verið breytt úr fiskveiði- í viðskiptafyrirtæki. Þetta virðist hann segja með stolti og hinar hörmulegu afleiðingar, sem geðþóttasala á veiðiheimildum hefur á sjávarplássin, virðast ekki plaga hann. Það renna á mann tvær grímur við að lesa greinaflokk eins og þennan um flóttann af landsbyggðinni þar sem á óskammfeilinn hátt er lýst eyðingu byggðar og þagað um aðalorsökina, fiskveiðistjórnunina sem er „mesta samfélagslega óhæfuverk sem framið hefur verið í sögu þjóðarinnar,“ eins og Magnús Jónsson veðurfræðingur orðar það í lykilgrein um kvótakerfið í Morgunblaðinu fyrir nokkrum misserum. Ekki nóg með að Fréttablaðið láti undir höfuð leggjast að tilgreina þennan meinvald heldur er dreginn fram hagfræðingur til að hvítþvo kvótakerfið. Það er svo í besta falli hlægilegt og fullkomlega í takt við firringuna í þessu máli öllu að hann skuli grípa til þess ráðs að kenna Vegagerðinni um hinn meinta flótta af landsbyggðinni. Ingólfur Steinsson er ritstjóri og tónlistarmaður.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun