Úthýst, útrýmt og fordæmt 16. nóvember 2006 05:00 Um helgina heimsótti mig Felix Selig Rottberger, fyrsti gyðingurinn sem fæddist á Íslandi. Hann og fjölskylda hans voru ekki aufúsugestir á landinu okkar fyrir sjötíu árum. Rúmum tveimur árum eftir að fjölskyldan kom til Íslands, var hún hrakin úr landi. Þá var Felix á öðru ári og man því ekkert frá þeim ósköpum. Reyndar tókst dönskum sendiráðsfulltrúa, C.A.C. Brun, að fá smá framlengingu á dvöl Rottberger fjölskyldunnar árið 1937, með því að tala einslega við Hermann Jónasson. Hermann tók þó skýrt fram að „Það væri grundvallarregla, að Ísland hefði alltaf verið hreint norrænt land, laust við Gyðinga, og að þeir sem komnir væru til landsins skyldu aftur hverfa á brott." Rottberger-fjölskyldunni var í raun ætlað að snúa til Þýskalands, en fékk fyrir tilstuðlan góðra manna, að fara í land í Kaupmannahöfn. Þá tóku frændur okkar Danir við, og ekki urðu hremmingar fjölskyldunnar minni þar en á Íslandi. Fjölskyldan var skilin í sundur haustið 1943. Foreldrar Felix, Hans og Olga, neyddust til að flýja til Svíþjóðar án fjögurra barna sinna. Þeim var komið fyrir á barnaheimili á Fjóni. Eitt ríkasta bæjarfélagið í Danmörku norður af Kaupmannahöfn, sem borgaði uppihald barnanna þar, þótti kostnaður við það of mikill og lagði barnaverndarnefnd til árið 1944 að börnin yrðu send til „heimlands síns", Þýskalands. Það voru margir á sama máli og barnaverndarnefndin, en til allrar hamingju voru börnin látin í friði. Velviljaður fulltrúi hjá Ríkislögreglunni í Kaupmannahöfn kom í veg fyrir morð yfirvalda á fjórum börnum. Felix Rottberger býr í dag í Þýskalandi, en þangað sneru foreldrar hans aftur með sex börn sín árið 1954, fullsödd á illri meðferð í Danmörku og slæmum minningum frá Íslandi. Hann ber þó hvorki kala til Íslendinga né Dana. Ég greindi Felix frá umræðunni um útlendinga á Íslandi. Hann hristi höfuðið. Hann skildi ekkert í því hvað fólk vildi á Íslandi. En hans skoðun er sú, að ef næg vinna er handa erlendu fólki á Íslandi, og það vill vinna, er það blessun fyrir Ísland og Íslendinga. Líkt og með Íslendinga í útrás annars staðar. Fjölskylda Felix fékk ekki að stunda eðlilega vinnu á Íslandi og skjóta þar rótum, svo hann veit hvað hann talar um. En svo þegar ég sagði honum frá því að íslensk stjórnvöld hefðu nýverið fordæmt Ísrael, sá ég dapurleika í augum hans. Hjörtu flestra gyðinga slá meira eða minna fyrir Landið helga. Þótt honum þætti, eins og okkur öllum, grátlegt að sjá saklaus fórnarlömb átakanna í sjónvarpsfréttum, spurði hann réttilega: „Hefur Ísland fordæmt aðra aðila en Ísraela við botn Miðjarðarhafs?" Mér varð svara vant og hugsi. Hvar eru fordæmingar Íslands á þeim ríkjum og stjórnum í heimi múhameðstrúarmanna, sem lýst hafa yfir þeirri skoðun að Ísraelsríki skuli afmáð af yfirborði jarðar? Ætli stjórnmálamenn á Íslandi í dag hefðu þor til þess að fordæma, eða biðjast afsökunar, á aðgerðum fyrirvera sinna, sem sendu saklaust fólk í hendur böðla, er einnig vildu Ísraelsþjóð feiga? Litlu munaði að Felix Rottberger yrði sendur í gasklefann með systrum sínum árið 1944. Í dag sendir hann sínar bestu kveðjur og óskar nýbúum og útlendingum, án tillits til trúar og uppruna, farnaðar á Íslandi. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson. Höfundur er fornleifafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Skoðun Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Um helgina heimsótti mig Felix Selig Rottberger, fyrsti gyðingurinn sem fæddist á Íslandi. Hann og fjölskylda hans voru ekki aufúsugestir á landinu okkar fyrir sjötíu árum. Rúmum tveimur árum eftir að fjölskyldan kom til Íslands, var hún hrakin úr landi. Þá var Felix á öðru ári og man því ekkert frá þeim ósköpum. Reyndar tókst dönskum sendiráðsfulltrúa, C.A.C. Brun, að fá smá framlengingu á dvöl Rottberger fjölskyldunnar árið 1937, með því að tala einslega við Hermann Jónasson. Hermann tók þó skýrt fram að „Það væri grundvallarregla, að Ísland hefði alltaf verið hreint norrænt land, laust við Gyðinga, og að þeir sem komnir væru til landsins skyldu aftur hverfa á brott." Rottberger-fjölskyldunni var í raun ætlað að snúa til Þýskalands, en fékk fyrir tilstuðlan góðra manna, að fara í land í Kaupmannahöfn. Þá tóku frændur okkar Danir við, og ekki urðu hremmingar fjölskyldunnar minni þar en á Íslandi. Fjölskyldan var skilin í sundur haustið 1943. Foreldrar Felix, Hans og Olga, neyddust til að flýja til Svíþjóðar án fjögurra barna sinna. Þeim var komið fyrir á barnaheimili á Fjóni. Eitt ríkasta bæjarfélagið í Danmörku norður af Kaupmannahöfn, sem borgaði uppihald barnanna þar, þótti kostnaður við það of mikill og lagði barnaverndarnefnd til árið 1944 að börnin yrðu send til „heimlands síns", Þýskalands. Það voru margir á sama máli og barnaverndarnefndin, en til allrar hamingju voru börnin látin í friði. Velviljaður fulltrúi hjá Ríkislögreglunni í Kaupmannahöfn kom í veg fyrir morð yfirvalda á fjórum börnum. Felix Rottberger býr í dag í Þýskalandi, en þangað sneru foreldrar hans aftur með sex börn sín árið 1954, fullsödd á illri meðferð í Danmörku og slæmum minningum frá Íslandi. Hann ber þó hvorki kala til Íslendinga né Dana. Ég greindi Felix frá umræðunni um útlendinga á Íslandi. Hann hristi höfuðið. Hann skildi ekkert í því hvað fólk vildi á Íslandi. En hans skoðun er sú, að ef næg vinna er handa erlendu fólki á Íslandi, og það vill vinna, er það blessun fyrir Ísland og Íslendinga. Líkt og með Íslendinga í útrás annars staðar. Fjölskylda Felix fékk ekki að stunda eðlilega vinnu á Íslandi og skjóta þar rótum, svo hann veit hvað hann talar um. En svo þegar ég sagði honum frá því að íslensk stjórnvöld hefðu nýverið fordæmt Ísrael, sá ég dapurleika í augum hans. Hjörtu flestra gyðinga slá meira eða minna fyrir Landið helga. Þótt honum þætti, eins og okkur öllum, grátlegt að sjá saklaus fórnarlömb átakanna í sjónvarpsfréttum, spurði hann réttilega: „Hefur Ísland fordæmt aðra aðila en Ísraela við botn Miðjarðarhafs?" Mér varð svara vant og hugsi. Hvar eru fordæmingar Íslands á þeim ríkjum og stjórnum í heimi múhameðstrúarmanna, sem lýst hafa yfir þeirri skoðun að Ísraelsríki skuli afmáð af yfirborði jarðar? Ætli stjórnmálamenn á Íslandi í dag hefðu þor til þess að fordæma, eða biðjast afsökunar, á aðgerðum fyrirvera sinna, sem sendu saklaust fólk í hendur böðla, er einnig vildu Ísraelsþjóð feiga? Litlu munaði að Felix Rottberger yrði sendur í gasklefann með systrum sínum árið 1944. Í dag sendir hann sínar bestu kveðjur og óskar nýbúum og útlendingum, án tillits til trúar og uppruna, farnaðar á Íslandi. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson. Höfundur er fornleifafræðingur.
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun