Disney með methagnað 15. nóvember 2006 06:00 Mikki mús Barnvæni afþreyingarisinn Disney skilaði methagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Bandaríski afþreyingarrisinn Disney skilaði tvöfalt meiri hagnaði á þriðja fjórðungi ársins en á sama tíma í fyrra. Hagnaðurinn nam 782 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 53 milljarða íslenskra króna, samanborið við 379 milljónir dala, eða 25,8 milljarða króna, í fyrra. Hagnaðurinn, sem hefur aldrei verið meiri, er að mestu tilkominn vegna góðrar aðsóknar að kvikmyndum undir merkjum Disney og í Disney-garðana. Þá skilaði annað efni Disney-risans sömuleiðis hagnaði. Tekjur fyrirtækisins námu 8,8 milljörðum dala eða 600,5 milljörðum króna sem er fjórtán prósentum betri afkoma en á sama tíma í fyrra. Bob Iger, forstjóri Disney, segir árið hafa verið sérstaklega gott enda hafi afkomumet verið slegið á öllum sviðum. „Þetta er niðurstaða ótrúlegrar sköpunargleði hjá fyrirtækinu,“ sagði hann. Þessi fína afkoma hafði hins vegar slæmar afleiðingar fyrir gengi hlutabréfa í Disney. Gengið hefur hækkað um fjörutíu prósent það sem af er ári og telja fjárfestar ekki innistæðu fyrir meiri hækkunum. Seldu margir þeirra því bréf sín og tóku inn hagnað. Afleiðingarnar urðu þær að gengi bréfa í Disney lækkaði um þrjú prósent daginn eftir að uppgjörið birtist í síðustu viku. Viðskipti Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski afþreyingarrisinn Disney skilaði tvöfalt meiri hagnaði á þriðja fjórðungi ársins en á sama tíma í fyrra. Hagnaðurinn nam 782 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 53 milljarða íslenskra króna, samanborið við 379 milljónir dala, eða 25,8 milljarða króna, í fyrra. Hagnaðurinn, sem hefur aldrei verið meiri, er að mestu tilkominn vegna góðrar aðsóknar að kvikmyndum undir merkjum Disney og í Disney-garðana. Þá skilaði annað efni Disney-risans sömuleiðis hagnaði. Tekjur fyrirtækisins námu 8,8 milljörðum dala eða 600,5 milljörðum króna sem er fjórtán prósentum betri afkoma en á sama tíma í fyrra. Bob Iger, forstjóri Disney, segir árið hafa verið sérstaklega gott enda hafi afkomumet verið slegið á öllum sviðum. „Þetta er niðurstaða ótrúlegrar sköpunargleði hjá fyrirtækinu,“ sagði hann. Þessi fína afkoma hafði hins vegar slæmar afleiðingar fyrir gengi hlutabréfa í Disney. Gengið hefur hækkað um fjörutíu prósent það sem af er ári og telja fjárfestar ekki innistæðu fyrir meiri hækkunum. Seldu margir þeirra því bréf sín og tóku inn hagnað. Afleiðingarnar urðu þær að gengi bréfa í Disney lækkaði um þrjú prósent daginn eftir að uppgjörið birtist í síðustu viku.
Viðskipti Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira