Faxaflóahafnir taka upp Vigor-kerfi 8. nóvember 2006 00:01 Sigurður Bergsveinsson framkvæmdastjóri og Gísli Gíslason hafnarstjóri handsala samninginn. Aðrir á myndinni eru, frá vinstri: Theodór Ottósson og Linda Kristmannsdóttir frá TM Software og Gunnbjörn Marinósson og Ragnar Eggertsson frá Faxaflóahöfnum. Mynd/Motiv. Jón S Faxaflóahafnir og TM Software hafa undirritað samning um umfangsmikla innleiðingu á Vigor-viðskiptahugbúnaði hjá Faxaflóahöfnum. Með nýja búnaðinum á að bæta verkefnastýringu og upplýsingavinnslu Faxaflóahafna, auk þess sem fjarvinnslumöguleikar kerfisins eiga að einfalda starfsmönnum að vinna með viðskiptagögn óháð því hvar þeir eru staddir. Í samningi fyrirtækjanna felst meðal annars að innleidd verða fjárhagskerfi, samþykktar- og skönnunarkerfi, vörukerfi, innheimtukerfi, greiðslukerfi, verkbókhald, verðbréfa- og skuldabréfakerfi og aðrar einingar Vigor-hugbúnaðarins. Faxaflóahafnir tóku fyrir tæpu ári í notkun launakerfi Vigor og færist því núna rekstrarstjórnunin að mestu yfir í eina heildstæða viðskiptalausn. Gunnbjörn Marinósson, deildarstjóri tölvu- og upplýsingamála Faxaflóahafna, telur Vigor-kerfið meðal annars hafa verið valið vegna góðrar reynslu af þjónustu TM Software. „Þá er Vigor-kerfið nútímalegur hugbúnaður sem alfarið er þróaður á Íslandi og ber innlendum hugbúnaðariðnaði gott vitni,“ segir hann. Í tilkynningu TM Software kemur fram að þróun á Vigor-viðskiptahugbúnaðinum hafi verið afar hröð síðustu ár. „Meðal þess sem unnið hefur verið að undanfarið er nýtt greiningakerfi (OLAP) sem birtir rekstrartölur þvert á bókhaldslykla og er raðað upp eftir þörfum notenda. Nýtt og öflugt áætlanakerfi auðveldar fjármála- og deildarstjórum að bera saman áætlun og rekstrarstöðu auk þess sem mikil vinna hefur verið lögð í að þróa rafrænar tengingar við fjármálafyrirtæki. Verkbókhaldið er hannað þannig að það geti sinnt ólíkum þörfum fyrirtækja varðandi utanumhald verka og framkvæmda,“ segir þar. Héðan og þaðan Viðskipti Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Faxaflóahafnir og TM Software hafa undirritað samning um umfangsmikla innleiðingu á Vigor-viðskiptahugbúnaði hjá Faxaflóahöfnum. Með nýja búnaðinum á að bæta verkefnastýringu og upplýsingavinnslu Faxaflóahafna, auk þess sem fjarvinnslumöguleikar kerfisins eiga að einfalda starfsmönnum að vinna með viðskiptagögn óháð því hvar þeir eru staddir. Í samningi fyrirtækjanna felst meðal annars að innleidd verða fjárhagskerfi, samþykktar- og skönnunarkerfi, vörukerfi, innheimtukerfi, greiðslukerfi, verkbókhald, verðbréfa- og skuldabréfakerfi og aðrar einingar Vigor-hugbúnaðarins. Faxaflóahafnir tóku fyrir tæpu ári í notkun launakerfi Vigor og færist því núna rekstrarstjórnunin að mestu yfir í eina heildstæða viðskiptalausn. Gunnbjörn Marinósson, deildarstjóri tölvu- og upplýsingamála Faxaflóahafna, telur Vigor-kerfið meðal annars hafa verið valið vegna góðrar reynslu af þjónustu TM Software. „Þá er Vigor-kerfið nútímalegur hugbúnaður sem alfarið er þróaður á Íslandi og ber innlendum hugbúnaðariðnaði gott vitni,“ segir hann. Í tilkynningu TM Software kemur fram að þróun á Vigor-viðskiptahugbúnaðinum hafi verið afar hröð síðustu ár. „Meðal þess sem unnið hefur verið að undanfarið er nýtt greiningakerfi (OLAP) sem birtir rekstrartölur þvert á bókhaldslykla og er raðað upp eftir þörfum notenda. Nýtt og öflugt áætlanakerfi auðveldar fjármála- og deildarstjórum að bera saman áætlun og rekstrarstöðu auk þess sem mikil vinna hefur verið lögð í að þróa rafrænar tengingar við fjármálafyrirtæki. Verkbókhaldið er hannað þannig að það geti sinnt ólíkum þörfum fyrirtækja varðandi utanumhald verka og framkvæmda,“ segir þar.
Héðan og þaðan Viðskipti Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira