Hvar verður þú í kvöld? 6. nóvember 2006 05:00 Í dag 6. nóvember, ganga fermingarbörn í hús og safna til hjálparstarfs á vegum kirkjunnar sinnar. Vertu klár, ekki bara með budduna ef þú átt aur - heldur líka hvatningu. Það er ekki oft sem krakkar fá tækifæri til að hjálpa svo um muni. Þeim er frekar legið á hálsi fyrir að hugsa bara um sig - en unglingsárin eru jú umbrotatími á líkama og sál. En taktu undir með þeim þegar þau banka upp á hjá þér - hvort sem er með framlagi eða hvatningu. Fermingarbörnin hafa fengið fræðslu um örbirgð í þróunarlöndum og vítahring fátæktar. Þau hafa séð hvernig peningar frá Íslendingum skilað sér í hjálparstarfi kirkjunnar: Í brunnum, áveitum, skepnuhaldi og fiskiræktartjörnum sem gerir afkomuna öruggari og fæðuna fjölbreyttari - líka í menntun og mannréttindum fyrir fátækt fók sem gerir allt til að sjá sér farborða. Allt árið er unnið úr fjármunum sem fólk treystir Hjálparstarfi kirkjunnar fyrir. Meira á www.help.is Eru unglingar latir og sjálfhverfir? Reynsla undanfarinna ára hefur ekki sýnt okkur þá hlið. Prestar í 66 sóknum um allt land sýna 3400 fermingarbörnum myndir frá hjálparstarfi kirkjunnar Afríku. Þeir fræða börnin um ábyrgð kristinna manna á velferð náunga síns. Og það kemur í ljós að þau hafa ríka réttlætiskennd. Og þau vilja gera eitthvað í málunum. Í dag skipta þau með sér götum í hverfinu sínu. Þau fara út um hálf sex leytið þegar flestir eru komnir heim úr vinnu, með merkta og innsiglaða bauka. Á eftir sitja þau lengi og skiptast á sögum: „Einn setti 5000-kall í!", „ég sá svo ógeðslega sætan hund í einu húsinu!", og sumir áttu ekki pening... og þá gefst tími til að ræða það. Það hafa það ekki allir gott á Íslandi og það eru svo margar ástæður fyrir því. Þess vegna styður Hjálparstarf kirkjunnar fjölda Íslendinga líka - sérstaklega um jólin. Ég hvet þig til að taka vel á móti fermingarbörnum sem koma til þín. Hvettu þau til dáða, því vinna þeirra skiptir miklu máli. Ef það sem safnaðist í söfnun fermingarbarna í fyrra, 6,8 milljónir króna, er umreiknað miðað við kostnað við einn brunn sem þjónað getur 1000 manns, þá fengu 56.000 manns aðgang að hreinu vatni til frambúðar. Hoppaðu á vagninn, þú gerir heilmikið gagn með því sem þú réttir yfir þröskuldinn. Höfundur er fræðslu- og upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Í dag 6. nóvember, ganga fermingarbörn í hús og safna til hjálparstarfs á vegum kirkjunnar sinnar. Vertu klár, ekki bara með budduna ef þú átt aur - heldur líka hvatningu. Það er ekki oft sem krakkar fá tækifæri til að hjálpa svo um muni. Þeim er frekar legið á hálsi fyrir að hugsa bara um sig - en unglingsárin eru jú umbrotatími á líkama og sál. En taktu undir með þeim þegar þau banka upp á hjá þér - hvort sem er með framlagi eða hvatningu. Fermingarbörnin hafa fengið fræðslu um örbirgð í þróunarlöndum og vítahring fátæktar. Þau hafa séð hvernig peningar frá Íslendingum skilað sér í hjálparstarfi kirkjunnar: Í brunnum, áveitum, skepnuhaldi og fiskiræktartjörnum sem gerir afkomuna öruggari og fæðuna fjölbreyttari - líka í menntun og mannréttindum fyrir fátækt fók sem gerir allt til að sjá sér farborða. Allt árið er unnið úr fjármunum sem fólk treystir Hjálparstarfi kirkjunnar fyrir. Meira á www.help.is Eru unglingar latir og sjálfhverfir? Reynsla undanfarinna ára hefur ekki sýnt okkur þá hlið. Prestar í 66 sóknum um allt land sýna 3400 fermingarbörnum myndir frá hjálparstarfi kirkjunnar Afríku. Þeir fræða börnin um ábyrgð kristinna manna á velferð náunga síns. Og það kemur í ljós að þau hafa ríka réttlætiskennd. Og þau vilja gera eitthvað í málunum. Í dag skipta þau með sér götum í hverfinu sínu. Þau fara út um hálf sex leytið þegar flestir eru komnir heim úr vinnu, með merkta og innsiglaða bauka. Á eftir sitja þau lengi og skiptast á sögum: „Einn setti 5000-kall í!", „ég sá svo ógeðslega sætan hund í einu húsinu!", og sumir áttu ekki pening... og þá gefst tími til að ræða það. Það hafa það ekki allir gott á Íslandi og það eru svo margar ástæður fyrir því. Þess vegna styður Hjálparstarf kirkjunnar fjölda Íslendinga líka - sérstaklega um jólin. Ég hvet þig til að taka vel á móti fermingarbörnum sem koma til þín. Hvettu þau til dáða, því vinna þeirra skiptir miklu máli. Ef það sem safnaðist í söfnun fermingarbarna í fyrra, 6,8 milljónir króna, er umreiknað miðað við kostnað við einn brunn sem þjónað getur 1000 manns, þá fengu 56.000 manns aðgang að hreinu vatni til frambúðar. Hoppaðu á vagninn, þú gerir heilmikið gagn með því sem þú réttir yfir þröskuldinn. Höfundur er fræðslu- og upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar