Ísland og alþjóðleg samkeppni 26. október 2006 05:00 Stjórnvöld gegna stóru hlutverki í alþjóðlegri samkeppni. Stefna stjórnvalda hefur áhrif á samkeppnisstöðu þjóðarinnar bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt. Markmið stjórnvalda á að vera að skapa umhverfi þar sem fyrirtæki geta uppfært samkeppnisyfirburði í greinum sem fyrir eru en einnig að auðvelda fyrirtækjum inngöngu í nýjar atvinnugreinar með möguleika á mikilli framlegð. Mikilvægt hlutverk hins opinbera er að stuðla að þróun framleiðsluþáttanna með því að efla og styðja við menntun, rannsóknir og nýsköpun. Beinum ríkisafskiptum á að halda í lágmarki. Hlutverk stjórnvalda á sviði upplýsingarmiðlunar er þó mikilvægt.Einstakar atvinnugreinar og fyrirtækiTekjur af sjávarafurðum hafa löngum verið stærsti einstaki tekjupóstur þjóðarinnar. En tekjur af erlendum ferðamönnum og af stóriðju hafa undanfarin ár verið vaxandi hluti þjóðartekna. Tekjur af þjónustu banka og fjármálafyrirtækja eru sér kapítuli út af fyrir sig, slíkur hefur vöxtur og útrás þeirra verið undanfarin misseri.Frelsi í viðskiptum hefur aukist undanfarin ár og leitt til eins mesta velmegunar- og framfaraskeiðs í sögu þjóðarinnar. Nauðsynlegt er að viðhalda og auka viðskiptafrelsi en leggja jafnframt áherslu á stöðugleika, lága verðbólgu og heilbrigða samkeppni.Íslendingar geta ekki ekki lengur treyst á hagnýtingu frumvinnslu náttúrauðlinda til að halda samkeppnishæfni sinni meðal þjóðanna og hagsæld í framtíðinni. Nauðsynlegt er að leggja frekari rækt við þróaðri þætti fremur en að einblína á grunnþætti framleiðslunnar.Í heilbrigðisgeiranum hefur fyrirtækið Össur skapað sér sterka stöðu á sviði endurhæfingar og er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu gervilima. Þannig hafa þróast tækifæri fyrir Ísland til að marka sér sérstöðu gagnvart öðrum þjóðum. Nýsköpun hefur sprottið upp í skjóli sjávarútvegs. Marel hefur með sérhæfingu sinni sinni dafnað og öðlast viðurkenningu á alþjóðlegum mörkuðum, eru þá ótalin fyrirtækin Actavis, Exista o.fl.Bláa lónið er vel kynnt sem heilsulind sem dregur að erlenda ferðamen. Einnig kunna að vera sóknarfæri á endurhæfingarstöðvum á Reykjalundi og í Heilsustofnun H.N.L.F.Í. í Hveragerði. SÁÁ stendur vel að endurhæfingu áfengis- og vímuefnaneytenda enda líta útlendingar þangað öfundaraugum. Á þessum sviðum liggja markaðsleg sóknarfæri. Styrkurinn á sviði endurhæfingar er íslenskur mannauður og framandi umhverfi fjarri ys og þys stórborga. Lykilatriði er sterk ímynd og hreinleiki landsins.NáttúruauðlindirÍsland býr yfir miklum náttúruauðlindum þó ekki séu allir sammála um hvernig nýta eigi auðlindir landsins. Þess vegna er miklisvert að vel takist til við stefnumótun í auðlindanýtingu þjóðarinnar og almenn sátt ríki. Útflutningur matvæla, bæði landbúnaðarvara og sjávarfangs hefur takmörk að magni til en vaxtarmöguleikar felast í hollustu og gæðum afurða ef tekst að skapa hreina og náttúruvæna ímynd landsins á alþjóðavettvangi. Vísindaleg nýting auðlinda er nauðsyn í þeirri viðleitni.Höfundur er umhverfishagfræðingur og gefur kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnvöld gegna stóru hlutverki í alþjóðlegri samkeppni. Stefna stjórnvalda hefur áhrif á samkeppnisstöðu þjóðarinnar bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt. Markmið stjórnvalda á að vera að skapa umhverfi þar sem fyrirtæki geta uppfært samkeppnisyfirburði í greinum sem fyrir eru en einnig að auðvelda fyrirtækjum inngöngu í nýjar atvinnugreinar með möguleika á mikilli framlegð. Mikilvægt hlutverk hins opinbera er að stuðla að þróun framleiðsluþáttanna með því að efla og styðja við menntun, rannsóknir og nýsköpun. Beinum ríkisafskiptum á að halda í lágmarki. Hlutverk stjórnvalda á sviði upplýsingarmiðlunar er þó mikilvægt.Einstakar atvinnugreinar og fyrirtækiTekjur af sjávarafurðum hafa löngum verið stærsti einstaki tekjupóstur þjóðarinnar. En tekjur af erlendum ferðamönnum og af stóriðju hafa undanfarin ár verið vaxandi hluti þjóðartekna. Tekjur af þjónustu banka og fjármálafyrirtækja eru sér kapítuli út af fyrir sig, slíkur hefur vöxtur og útrás þeirra verið undanfarin misseri.Frelsi í viðskiptum hefur aukist undanfarin ár og leitt til eins mesta velmegunar- og framfaraskeiðs í sögu þjóðarinnar. Nauðsynlegt er að viðhalda og auka viðskiptafrelsi en leggja jafnframt áherslu á stöðugleika, lága verðbólgu og heilbrigða samkeppni.Íslendingar geta ekki ekki lengur treyst á hagnýtingu frumvinnslu náttúrauðlinda til að halda samkeppnishæfni sinni meðal þjóðanna og hagsæld í framtíðinni. Nauðsynlegt er að leggja frekari rækt við þróaðri þætti fremur en að einblína á grunnþætti framleiðslunnar.Í heilbrigðisgeiranum hefur fyrirtækið Össur skapað sér sterka stöðu á sviði endurhæfingar og er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu gervilima. Þannig hafa þróast tækifæri fyrir Ísland til að marka sér sérstöðu gagnvart öðrum þjóðum. Nýsköpun hefur sprottið upp í skjóli sjávarútvegs. Marel hefur með sérhæfingu sinni sinni dafnað og öðlast viðurkenningu á alþjóðlegum mörkuðum, eru þá ótalin fyrirtækin Actavis, Exista o.fl.Bláa lónið er vel kynnt sem heilsulind sem dregur að erlenda ferðamen. Einnig kunna að vera sóknarfæri á endurhæfingarstöðvum á Reykjalundi og í Heilsustofnun H.N.L.F.Í. í Hveragerði. SÁÁ stendur vel að endurhæfingu áfengis- og vímuefnaneytenda enda líta útlendingar þangað öfundaraugum. Á þessum sviðum liggja markaðsleg sóknarfæri. Styrkurinn á sviði endurhæfingar er íslenskur mannauður og framandi umhverfi fjarri ys og þys stórborga. Lykilatriði er sterk ímynd og hreinleiki landsins.NáttúruauðlindirÍsland býr yfir miklum náttúruauðlindum þó ekki séu allir sammála um hvernig nýta eigi auðlindir landsins. Þess vegna er miklisvert að vel takist til við stefnumótun í auðlindanýtingu þjóðarinnar og almenn sátt ríki. Útflutningur matvæla, bæði landbúnaðarvara og sjávarfangs hefur takmörk að magni til en vaxtarmöguleikar felast í hollustu og gæðum afurða ef tekst að skapa hreina og náttúruvæna ímynd landsins á alþjóðavettvangi. Vísindaleg nýting auðlinda er nauðsyn í þeirri viðleitni.Höfundur er umhverfishagfræðingur og gefur kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun