Af hverju konur fá enn greidd lægri laun en karlar 26. október 2006 05:00 Það er dapurlegt að heyra í formanni VR og félagsmálaráðherra þegar þeir eru spurðir út í launamun kynjanna sem er 15% þriðja árið í röð. Báðir segjast þeir ráðalausir. Undrun þessa manna undirstrikar það sem margur femínistinn hefur stagglast á í mörgu ár. Eitt eða tvö góð átök breyta ekki miklu, ekki frekar en í umferðinni - því miður. Samhengi hlutanna virðist ekki öllum ljóst og það að ætla sér að lagfæra jafnrétti kynjanna með þó vel meintri auglýsingaherferð er langt frá því að vera það eina sem þarf til. Þegar aðeins má tala um einn anga óréttlætis og reynt er að vinna bug á honum einangrað er fyrirsjáanlegt að árangurinn verður ekki ýkja mikill. Við þurfum að setja kynjagleraugunum á nefið í öllum málaflokkum. Þegar sett eru ný lög á Alþingi séu þau skoðuð sérstaklega með tilliti til áhrifa þeirra á konur og karla. Í undirbúningi að ákvarðanatöku og við úthlutun fjármagns, t.d. í fjárhagsáætlunargerð, og þegar teknar eru aðrar ákvarðanir um úthlutun fjármagns, þarf að taka mið af þörfum og áhrifum á bæði kynin og greina áhrif ákvarðana á stöðu þeirra. Þegar greiningin er til staðar er hægt að taka raunverulegar pólitískar ákvarðanir sem varða jafnréttismál. Setjum jafnréttismálin í forsætisráðuneytið. Eina leiðin til að samþætta jafnréttismálin öllu stjórnkerfi landsins er að setja valdið og eftirlitið efst í skipuritið. Tökum afgerandi afstöðu gegn öllu kynbundnu ofbeldi, hvort sem það heitir heimilisofbeldi, kynferðislegt ofbeldi, vændi eða barnaníð. Veljum þá leið að láta fjarlæga ofbeldismanninn af heimilinu og gerum það ólöglegt að kaupa vændi. Það er sorglegt að horfa upp á góðar tillögur að lausnum fara forgörðum vegna skilningsleysis núverandi ríkistjórnar á málaflokknum. Við þurfum að koma á mannúðlegri lögum í eitt skipti fyrir öll. Útrýmum launaleynd. Launaleyndin er stærsti þátturinn í því að viðhalda launamisrétti. Verkalýðshreyfingarnar geta gerst þriðji aðili í því að skoða hvort um launamisrétti sé að ræða á vinnustað. Samræmd starfsmöt eru leið sem sveitafélögin hafa verið að reyna og margt bendir til þess að sú leið geti verið vænleg til árangurs þó það sé ekki fullreynt ennþá. Lengjum fæðingaorlofið því við vitum að það þarf að brúa bilið á milli 9 - 18 mánaða aldurs barna og það er oftast fjárhaglega hagkvæmara fyrir fjölskyldustærðin að konan dreifi fæðingaorlofinu sínu og láti sér duga 40% af upprunalegum tekjum. Fæðingaorlofið þarf að vera 15 mánuðir fyrir foreldra. Svo þarf dagvistunarúræði að koma til fyrr á aldursævi barna. Heimurinn er stútfullur af ósamræmi hvað varðar lífskjör kvenna og karla. Staðalímyndir kynjanna og klámvæðingin ýtir undir ennfrekari ójafnrétti. Leggjum í herferð til að vekja fólk til vitundar um dulda kynjablindu. Hvers vegna er það þannig að ég er í sífellu spurð hvort ég haldi að ég hafi tíma í bæði barnauppeldi og þingstörf þrátt fyrir að eiga eiginmann sem er fullfær föður ? Ætli flokksbræður mínir á þingi, sem þó flestir eiga fleiri en eitt og tvö börn, séu spurðir sömu spurningar? Ég held ekki. Viðskiptalífið endurspeglar hvað verið er að sóa miklum mannauði vegna mismununar kynjanna. Þrátt fyrir að konur hafi meiri menntun og mikinn metnað eiga minni menntaðir karlar oft meiri möguleika en þær. Ef greiningadeildir bankanna kynnu að reikna út það tap sem af þessu hlýst væru bankarnir ólmir að kenna sínum yfirmönnum að blindast ekki í staðalímyndum. Höldum áfram að berjast með góðum herferðum en blekkjum okkur ekki. Við þurfum mikla hugarfarsbreytingu og miklu betri lög. Höfundur býður sig fram í 6. sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Það er dapurlegt að heyra í formanni VR og félagsmálaráðherra þegar þeir eru spurðir út í launamun kynjanna sem er 15% þriðja árið í röð. Báðir segjast þeir ráðalausir. Undrun þessa manna undirstrikar það sem margur femínistinn hefur stagglast á í mörgu ár. Eitt eða tvö góð átök breyta ekki miklu, ekki frekar en í umferðinni - því miður. Samhengi hlutanna virðist ekki öllum ljóst og það að ætla sér að lagfæra jafnrétti kynjanna með þó vel meintri auglýsingaherferð er langt frá því að vera það eina sem þarf til. Þegar aðeins má tala um einn anga óréttlætis og reynt er að vinna bug á honum einangrað er fyrirsjáanlegt að árangurinn verður ekki ýkja mikill. Við þurfum að setja kynjagleraugunum á nefið í öllum málaflokkum. Þegar sett eru ný lög á Alþingi séu þau skoðuð sérstaklega með tilliti til áhrifa þeirra á konur og karla. Í undirbúningi að ákvarðanatöku og við úthlutun fjármagns, t.d. í fjárhagsáætlunargerð, og þegar teknar eru aðrar ákvarðanir um úthlutun fjármagns, þarf að taka mið af þörfum og áhrifum á bæði kynin og greina áhrif ákvarðana á stöðu þeirra. Þegar greiningin er til staðar er hægt að taka raunverulegar pólitískar ákvarðanir sem varða jafnréttismál. Setjum jafnréttismálin í forsætisráðuneytið. Eina leiðin til að samþætta jafnréttismálin öllu stjórnkerfi landsins er að setja valdið og eftirlitið efst í skipuritið. Tökum afgerandi afstöðu gegn öllu kynbundnu ofbeldi, hvort sem það heitir heimilisofbeldi, kynferðislegt ofbeldi, vændi eða barnaníð. Veljum þá leið að láta fjarlæga ofbeldismanninn af heimilinu og gerum það ólöglegt að kaupa vændi. Það er sorglegt að horfa upp á góðar tillögur að lausnum fara forgörðum vegna skilningsleysis núverandi ríkistjórnar á málaflokknum. Við þurfum að koma á mannúðlegri lögum í eitt skipti fyrir öll. Útrýmum launaleynd. Launaleyndin er stærsti þátturinn í því að viðhalda launamisrétti. Verkalýðshreyfingarnar geta gerst þriðji aðili í því að skoða hvort um launamisrétti sé að ræða á vinnustað. Samræmd starfsmöt eru leið sem sveitafélögin hafa verið að reyna og margt bendir til þess að sú leið geti verið vænleg til árangurs þó það sé ekki fullreynt ennþá. Lengjum fæðingaorlofið því við vitum að það þarf að brúa bilið á milli 9 - 18 mánaða aldurs barna og það er oftast fjárhaglega hagkvæmara fyrir fjölskyldustærðin að konan dreifi fæðingaorlofinu sínu og láti sér duga 40% af upprunalegum tekjum. Fæðingaorlofið þarf að vera 15 mánuðir fyrir foreldra. Svo þarf dagvistunarúræði að koma til fyrr á aldursævi barna. Heimurinn er stútfullur af ósamræmi hvað varðar lífskjör kvenna og karla. Staðalímyndir kynjanna og klámvæðingin ýtir undir ennfrekari ójafnrétti. Leggjum í herferð til að vekja fólk til vitundar um dulda kynjablindu. Hvers vegna er það þannig að ég er í sífellu spurð hvort ég haldi að ég hafi tíma í bæði barnauppeldi og þingstörf þrátt fyrir að eiga eiginmann sem er fullfær föður ? Ætli flokksbræður mínir á þingi, sem þó flestir eiga fleiri en eitt og tvö börn, séu spurðir sömu spurningar? Ég held ekki. Viðskiptalífið endurspeglar hvað verið er að sóa miklum mannauði vegna mismununar kynjanna. Þrátt fyrir að konur hafi meiri menntun og mikinn metnað eiga minni menntaðir karlar oft meiri möguleika en þær. Ef greiningadeildir bankanna kynnu að reikna út það tap sem af þessu hlýst væru bankarnir ólmir að kenna sínum yfirmönnum að blindast ekki í staðalímyndum. Höldum áfram að berjast með góðum herferðum en blekkjum okkur ekki. Við þurfum mikla hugarfarsbreytingu og miklu betri lög. Höfundur býður sig fram í 6. sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun