Einföld ferli og skýr markmið 25. október 2006 00:01 Actavis á Indlandi. Í þessu húsi eru rannsóknarstofur Actavis í Bangalore á Indlandi. Svafa Grönfeldt, aðstoðarforstjóri Actavis, segir samþættingu fyrir og eftir samruna lykilatriði í útrás Actavis. "Ef við náum ekki að samþætta, þá njótum við ekki þeirra ávaxta sem sóst var eftir með yfirtökunni í upphafi. Skilvirkar aðferðir við samþættingu hafa því geysimikil áhrif á ytri vaxtarmöguleika fyrirtækisins," segir hún. Samkvæmt stjórnunarfræðunum eru fimm meginástæður fyrir því að sameiningar mistakast: Óskýr markmið í upphafi, vanmat á mikilvægi þess að samþætta ákveðna þætti strax og yfirtakan á sér stað, slök samvinna stjórnenda, bæði innan fyrirtækisins sem og við það fyrirtæki sem verið er að yfirtaka, og síðast en ekki síst vanmat stjórnenda á því að fylgja samþættingunni skipulega eftir. Kjarninn í hugmyndafræði Actavis þegar kemur að samþættingu er að setja skýr markmið og einfaldleika í forgang. "Við viljum vita nákvæmlega hvað við fáum út úr sameiningunni áður en félag er keypt, bæði þegar kemur að krónum og aðgerðum. Við greinum líka að hve miklu leyti þarf að samþætta þetta ákveðna fyrirtæki starfsemi móðurfélagsins. Við samþættum ekki samþættingarinnar vegna, heldur bara á þeim sviðum sem skila okkur auknum tekjum eða meiri sparnaði." Svafa Grönfeldt, aðstoðarforstjóri Actavis "Skilvirkar aðferðir við samþættingu hafa því geysimikil áhrif á ytri vaxtarmöguleika fyrirtækisins." Markmiðin með yfirtökunni eru sett áður en kaupin fara fram. Þau eru skýr þannig að auðvelt sé að fylgja því eftir að markmiðin náist innan þeirra tímamarka sem við setjum okkur. Við fylgjum síðan aðgerðaráætlunum viku fyrir viku meðan á samþættingarferlinu stendur. Þá kemur að því að framfylgja boðorði númer tvö ¿ einfaldleikanum. "Við reynum að lágmarka þá breytingu sem verður á móðurfélaginu og yfirtekna félaginu, því allar slíkar breytingar hægja á gangi félagsins. Við leggjum jafnframt mikið kapp á að missa ekki góða stjórnendur frá yfirteknu fyrirtækjunum til að sem minnst truflun verði á starfsemi þeirra. Við leggjum því mikla vinnu í greiningu á stjórnendum fyrirtækjanna við gerð áreiðanleikakannana þegar yfirtaka stendur fyrir dyrum. Í þriðja lagi reynum við að einfalda alla ferla og skipurit innan fyrirtækjanna til þess að hlutverk og ábyrgð séu skýr frá upphafi." Þessu til viðbótar er umbun þeirra sem tengjast samrunanum háð því hversu vel tekst til. Samrunar og yfirtökur eru orðin hluti af daglegum veruleika starfsfólks Actavis og því skyldi engan undra að félagið hafi svo skýra samþættingarstefnu. Til merkis um það má nefna að félagið yfirtók átta félög á síðasta ári og hefur yfirtekið meira en 20 félög á síðustu árum. Actavis telst nú meðal fimm leiðandi samheitalyfjafyrirtækja heims með um tíu þúsund starfsmenn í meira en þrjátíu löndum. Undir smásjánni Úttekt Viðskipti Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Svafa Grönfeldt, aðstoðarforstjóri Actavis, segir samþættingu fyrir og eftir samruna lykilatriði í útrás Actavis. "Ef við náum ekki að samþætta, þá njótum við ekki þeirra ávaxta sem sóst var eftir með yfirtökunni í upphafi. Skilvirkar aðferðir við samþættingu hafa því geysimikil áhrif á ytri vaxtarmöguleika fyrirtækisins," segir hún. Samkvæmt stjórnunarfræðunum eru fimm meginástæður fyrir því að sameiningar mistakast: Óskýr markmið í upphafi, vanmat á mikilvægi þess að samþætta ákveðna þætti strax og yfirtakan á sér stað, slök samvinna stjórnenda, bæði innan fyrirtækisins sem og við það fyrirtæki sem verið er að yfirtaka, og síðast en ekki síst vanmat stjórnenda á því að fylgja samþættingunni skipulega eftir. Kjarninn í hugmyndafræði Actavis þegar kemur að samþættingu er að setja skýr markmið og einfaldleika í forgang. "Við viljum vita nákvæmlega hvað við fáum út úr sameiningunni áður en félag er keypt, bæði þegar kemur að krónum og aðgerðum. Við greinum líka að hve miklu leyti þarf að samþætta þetta ákveðna fyrirtæki starfsemi móðurfélagsins. Við samþættum ekki samþættingarinnar vegna, heldur bara á þeim sviðum sem skila okkur auknum tekjum eða meiri sparnaði." Svafa Grönfeldt, aðstoðarforstjóri Actavis "Skilvirkar aðferðir við samþættingu hafa því geysimikil áhrif á ytri vaxtarmöguleika fyrirtækisins." Markmiðin með yfirtökunni eru sett áður en kaupin fara fram. Þau eru skýr þannig að auðvelt sé að fylgja því eftir að markmiðin náist innan þeirra tímamarka sem við setjum okkur. Við fylgjum síðan aðgerðaráætlunum viku fyrir viku meðan á samþættingarferlinu stendur. Þá kemur að því að framfylgja boðorði númer tvö ¿ einfaldleikanum. "Við reynum að lágmarka þá breytingu sem verður á móðurfélaginu og yfirtekna félaginu, því allar slíkar breytingar hægja á gangi félagsins. Við leggjum jafnframt mikið kapp á að missa ekki góða stjórnendur frá yfirteknu fyrirtækjunum til að sem minnst truflun verði á starfsemi þeirra. Við leggjum því mikla vinnu í greiningu á stjórnendum fyrirtækjanna við gerð áreiðanleikakannana þegar yfirtaka stendur fyrir dyrum. Í þriðja lagi reynum við að einfalda alla ferla og skipurit innan fyrirtækjanna til þess að hlutverk og ábyrgð séu skýr frá upphafi." Þessu til viðbótar er umbun þeirra sem tengjast samrunanum háð því hversu vel tekst til. Samrunar og yfirtökur eru orðin hluti af daglegum veruleika starfsfólks Actavis og því skyldi engan undra að félagið hafi svo skýra samþættingarstefnu. Til merkis um það má nefna að félagið yfirtók átta félög á síðasta ári og hefur yfirtekið meira en 20 félög á síðustu árum. Actavis telst nú meðal fimm leiðandi samheitalyfjafyrirtækja heims með um tíu þúsund starfsmenn í meira en þrjátíu löndum.
Undir smásjánni Úttekt Viðskipti Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira