Einföld ferli og skýr markmið 25. október 2006 00:01 Actavis á Indlandi. Í þessu húsi eru rannsóknarstofur Actavis í Bangalore á Indlandi. Svafa Grönfeldt, aðstoðarforstjóri Actavis, segir samþættingu fyrir og eftir samruna lykilatriði í útrás Actavis. "Ef við náum ekki að samþætta, þá njótum við ekki þeirra ávaxta sem sóst var eftir með yfirtökunni í upphafi. Skilvirkar aðferðir við samþættingu hafa því geysimikil áhrif á ytri vaxtarmöguleika fyrirtækisins," segir hún. Samkvæmt stjórnunarfræðunum eru fimm meginástæður fyrir því að sameiningar mistakast: Óskýr markmið í upphafi, vanmat á mikilvægi þess að samþætta ákveðna þætti strax og yfirtakan á sér stað, slök samvinna stjórnenda, bæði innan fyrirtækisins sem og við það fyrirtæki sem verið er að yfirtaka, og síðast en ekki síst vanmat stjórnenda á því að fylgja samþættingunni skipulega eftir. Kjarninn í hugmyndafræði Actavis þegar kemur að samþættingu er að setja skýr markmið og einfaldleika í forgang. "Við viljum vita nákvæmlega hvað við fáum út úr sameiningunni áður en félag er keypt, bæði þegar kemur að krónum og aðgerðum. Við greinum líka að hve miklu leyti þarf að samþætta þetta ákveðna fyrirtæki starfsemi móðurfélagsins. Við samþættum ekki samþættingarinnar vegna, heldur bara á þeim sviðum sem skila okkur auknum tekjum eða meiri sparnaði." Svafa Grönfeldt, aðstoðarforstjóri Actavis "Skilvirkar aðferðir við samþættingu hafa því geysimikil áhrif á ytri vaxtarmöguleika fyrirtækisins." Markmiðin með yfirtökunni eru sett áður en kaupin fara fram. Þau eru skýr þannig að auðvelt sé að fylgja því eftir að markmiðin náist innan þeirra tímamarka sem við setjum okkur. Við fylgjum síðan aðgerðaráætlunum viku fyrir viku meðan á samþættingarferlinu stendur. Þá kemur að því að framfylgja boðorði númer tvö ¿ einfaldleikanum. "Við reynum að lágmarka þá breytingu sem verður á móðurfélaginu og yfirtekna félaginu, því allar slíkar breytingar hægja á gangi félagsins. Við leggjum jafnframt mikið kapp á að missa ekki góða stjórnendur frá yfirteknu fyrirtækjunum til að sem minnst truflun verði á starfsemi þeirra. Við leggjum því mikla vinnu í greiningu á stjórnendum fyrirtækjanna við gerð áreiðanleikakannana þegar yfirtaka stendur fyrir dyrum. Í þriðja lagi reynum við að einfalda alla ferla og skipurit innan fyrirtækjanna til þess að hlutverk og ábyrgð séu skýr frá upphafi." Þessu til viðbótar er umbun þeirra sem tengjast samrunanum háð því hversu vel tekst til. Samrunar og yfirtökur eru orðin hluti af daglegum veruleika starfsfólks Actavis og því skyldi engan undra að félagið hafi svo skýra samþættingarstefnu. Til merkis um það má nefna að félagið yfirtók átta félög á síðasta ári og hefur yfirtekið meira en 20 félög á síðustu árum. Actavis telst nú meðal fimm leiðandi samheitalyfjafyrirtækja heims með um tíu þúsund starfsmenn í meira en þrjátíu löndum. Undir smásjánni Úttekt Viðskipti Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Sjá meira
Svafa Grönfeldt, aðstoðarforstjóri Actavis, segir samþættingu fyrir og eftir samruna lykilatriði í útrás Actavis. "Ef við náum ekki að samþætta, þá njótum við ekki þeirra ávaxta sem sóst var eftir með yfirtökunni í upphafi. Skilvirkar aðferðir við samþættingu hafa því geysimikil áhrif á ytri vaxtarmöguleika fyrirtækisins," segir hún. Samkvæmt stjórnunarfræðunum eru fimm meginástæður fyrir því að sameiningar mistakast: Óskýr markmið í upphafi, vanmat á mikilvægi þess að samþætta ákveðna þætti strax og yfirtakan á sér stað, slök samvinna stjórnenda, bæði innan fyrirtækisins sem og við það fyrirtæki sem verið er að yfirtaka, og síðast en ekki síst vanmat stjórnenda á því að fylgja samþættingunni skipulega eftir. Kjarninn í hugmyndafræði Actavis þegar kemur að samþættingu er að setja skýr markmið og einfaldleika í forgang. "Við viljum vita nákvæmlega hvað við fáum út úr sameiningunni áður en félag er keypt, bæði þegar kemur að krónum og aðgerðum. Við greinum líka að hve miklu leyti þarf að samþætta þetta ákveðna fyrirtæki starfsemi móðurfélagsins. Við samþættum ekki samþættingarinnar vegna, heldur bara á þeim sviðum sem skila okkur auknum tekjum eða meiri sparnaði." Svafa Grönfeldt, aðstoðarforstjóri Actavis "Skilvirkar aðferðir við samþættingu hafa því geysimikil áhrif á ytri vaxtarmöguleika fyrirtækisins." Markmiðin með yfirtökunni eru sett áður en kaupin fara fram. Þau eru skýr þannig að auðvelt sé að fylgja því eftir að markmiðin náist innan þeirra tímamarka sem við setjum okkur. Við fylgjum síðan aðgerðaráætlunum viku fyrir viku meðan á samþættingarferlinu stendur. Þá kemur að því að framfylgja boðorði númer tvö ¿ einfaldleikanum. "Við reynum að lágmarka þá breytingu sem verður á móðurfélaginu og yfirtekna félaginu, því allar slíkar breytingar hægja á gangi félagsins. Við leggjum jafnframt mikið kapp á að missa ekki góða stjórnendur frá yfirteknu fyrirtækjunum til að sem minnst truflun verði á starfsemi þeirra. Við leggjum því mikla vinnu í greiningu á stjórnendum fyrirtækjanna við gerð áreiðanleikakannana þegar yfirtaka stendur fyrir dyrum. Í þriðja lagi reynum við að einfalda alla ferla og skipurit innan fyrirtækjanna til þess að hlutverk og ábyrgð séu skýr frá upphafi." Þessu til viðbótar er umbun þeirra sem tengjast samrunanum háð því hversu vel tekst til. Samrunar og yfirtökur eru orðin hluti af daglegum veruleika starfsfólks Actavis og því skyldi engan undra að félagið hafi svo skýra samþættingarstefnu. Til merkis um það má nefna að félagið yfirtók átta félög á síðasta ári og hefur yfirtekið meira en 20 félög á síðustu árum. Actavis telst nú meðal fimm leiðandi samheitalyfjafyrirtækja heims með um tíu þúsund starfsmenn í meira en þrjátíu löndum.
Undir smásjánni Úttekt Viðskipti Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Sjá meira