Við þurfum sterkan forsætisráðherra Helgi Hjörvar skrifar 24. október 2006 00:01 Atburðir síðustu vikna afhjúpa hve veik forysta er fyrir ríkisstjórninni. Fyrst er til að taka viðræðurnar við Bandaríkjastjórn um brottför hersins. Þær voru samfelldur ósigur sem enduðu með því að það eina sem herinn skildi eftir var mengunin og við þurfum að kosta þrifin. Stjórn efnahagsmála er þó stærra áhyggjuefni því verðbólgan er á fullri ferð og vextir þeir hæstu í okkar heimshluta. Forsætisráðherra virðist ekkert þrek hafa til að ráðast gegn vandanum og hefur gefist upp við að halda aftur af ríkisútgjöldum þrátt fyrir ástandið. Tilraun til að halda aftur af framkvæmdum rann út í sandinn því Geir gat ekki staðið gegn útgjaldakröfum á kosningaári. Fyrirrennarar Geirs hafa varnað því í tuttugu ár að hvalveiðar verði hafnar. Þrátt fyrir ríkan vilja til þess í landinu að veiða hval hafa þeir staðið á bremsunni vegna orðspors okkar erlendis og annarra hagsmuna. En sú fyrirstaða er nú rokin út í veður og vind. Átakanlegast var þó að sjá forsætisráðherra á laugardag þar sem hann neyddist til að taka sjálfur að sér prófkjörsbaráttuna fyrir Björn Bjarnason. Fylgismenn Geirs, með Guðlaug Þór Þórðarson í broddi fylkingar hafa sótt hart að Birni, en Geir brast úthaldið. Þjóðin horfir uppá ráðalausan forsætisráðherra sem ekki er fær um að taka á hlerunarmálunum og þeim deilum sem af þeim hafa sprottið, en bugtar sig og beygir fyrir Birni Bjarnasyni. Við þurfum ekki á þessu að halda. Við þurfum sterkan forsætisráðherra sem ræðst gegn verðbólgunni og ofurvöxtunum og hefur þrek til að halda aftur af ríkisútgjöldum. Við þurfum forsætisráðherra sem leiðir nýja stefnu í öryggismálum fyrir Ísland, en þiggur ekki bara og hlýðir haukunum í Bandaríkjunum. Við þurfum forsætisráðherra sem getur leitt uppgjörið við kalda stríðið og hefur forystu um friðhelgi einkalífsins. Þess vegna þurfum við nýja ríkisstjórn undir forystu Samfylkingarinnar og formanns hennar. Höfundur er alþingismaður Samfylkingar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Atburðir síðustu vikna afhjúpa hve veik forysta er fyrir ríkisstjórninni. Fyrst er til að taka viðræðurnar við Bandaríkjastjórn um brottför hersins. Þær voru samfelldur ósigur sem enduðu með því að það eina sem herinn skildi eftir var mengunin og við þurfum að kosta þrifin. Stjórn efnahagsmála er þó stærra áhyggjuefni því verðbólgan er á fullri ferð og vextir þeir hæstu í okkar heimshluta. Forsætisráðherra virðist ekkert þrek hafa til að ráðast gegn vandanum og hefur gefist upp við að halda aftur af ríkisútgjöldum þrátt fyrir ástandið. Tilraun til að halda aftur af framkvæmdum rann út í sandinn því Geir gat ekki staðið gegn útgjaldakröfum á kosningaári. Fyrirrennarar Geirs hafa varnað því í tuttugu ár að hvalveiðar verði hafnar. Þrátt fyrir ríkan vilja til þess í landinu að veiða hval hafa þeir staðið á bremsunni vegna orðspors okkar erlendis og annarra hagsmuna. En sú fyrirstaða er nú rokin út í veður og vind. Átakanlegast var þó að sjá forsætisráðherra á laugardag þar sem hann neyddist til að taka sjálfur að sér prófkjörsbaráttuna fyrir Björn Bjarnason. Fylgismenn Geirs, með Guðlaug Þór Þórðarson í broddi fylkingar hafa sótt hart að Birni, en Geir brast úthaldið. Þjóðin horfir uppá ráðalausan forsætisráðherra sem ekki er fær um að taka á hlerunarmálunum og þeim deilum sem af þeim hafa sprottið, en bugtar sig og beygir fyrir Birni Bjarnasyni. Við þurfum ekki á þessu að halda. Við þurfum sterkan forsætisráðherra sem ræðst gegn verðbólgunni og ofurvöxtunum og hefur þrek til að halda aftur af ríkisútgjöldum. Við þurfum forsætisráðherra sem leiðir nýja stefnu í öryggismálum fyrir Ísland, en þiggur ekki bara og hlýðir haukunum í Bandaríkjunum. Við þurfum forsætisráðherra sem getur leitt uppgjörið við kalda stríðið og hefur forystu um friðhelgi einkalífsins. Þess vegna þurfum við nýja ríkisstjórn undir forystu Samfylkingarinnar og formanns hennar. Höfundur er alþingismaður Samfylkingar í Reykjavík.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar