Er tónlist annars flokks listgrein? 20. október 2006 05:00 Það er í raun ótrúlegt að það skuli hafa viðgengist í gegnum árin að tónlist og ritlist séu skattlögð með misjöfnum hætti. Ég hef a.m.k. aldrei heyrt nein skynsamleg rök sem gætu réttlætt slíka mismunun. Mér er hulinn sá eðlismunur á tjáningarformunum sem slík tilhögun gæti mögulega grundvallast á. Árið 2002 var virðisaukaskattur á erlendar bækur lækkaður til samræmis við það sem gilti um íslenskar. Þá snérist málið um lagaákvæði EES samningsins en samkvæmt meginreglum Evrópusambandsins telst slík mismunun vera samkeppnishamlandi. Þá voru ekki allir jafn ánægðir, sérstaklega ekki stjórnvöld sem töldu sig vera að vernda íslenska menningu með því að setja hömlur á innflutning bóka. Íslenskir námsmenn fögnuðu þessari kærkomnu kjarabót sem þeir höfðu lengi barist fyrir. Á sama tíma bentu íslenskir tónlistarmenn á þá augljósu mismunun sem felst í því að leggja hærri virðisaukaskatt á geisladiska en bækur. Það er óhætt að segja að það hafi verið mikil gróska í íslenskum tónlistariðnaði á undanförnum árum. Íslenskir tónlistarmenn hafa náð ótrúlegum árangri á erlendum vettvangi og þrátt fyrir að allar aðstæður hafi breyst mikið með tilkomu netsins og dregið hafi verulega úr tekjum af sölu geisladiska, hefur íslenskt tónlistarlíf blómstrað. Íslensk tónlist er orðin að alvöru útflutningsgrein. Það er þó varla fyrir tilstuðlan eða stuðning íslenskra stjórnvalda við þessa list- og atvinnugrein sem þessi jákvæða þróun hefur átt sér stað. Í mörg ár hafa forsvarsmenn í greininni hvatt stjórnvöld til að lækka virðisaukaskatt á tónlist þannig að hún standi jafnfætis öðrum sambærilegum listgreinum. Sú ríkisstjórn sem hefur verið við völd síðasta áratuginn hefur hins vegar ekki séð neina ástæðu til að hlusta á rödd þeirra. Íslensk stjórnvöld hafa verið upptekin við að leggja hornstein að stóriðjusamfélaginu, Íslandi tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Þrátt fyrir að áralöng barátta íslenskra tónlistarmanna hafi ekki skilað neinum árangri má segja að steininn hafi nú loks tekið endanlega úr þegar ríkisstjórn Geirs H. Haarde ákvað á dögunum að lækka enn frekar virðisaukaskatt af bókum og breikka þar enn frekar það ósanngjarna bil sem hefur skapast á milli þessara tveggja listforma. Bókaútgefendur og rithöfundar gleðjast auðvitað og það er eðlilegt. Mér þætti þó eðlilegast að íslenskir listamenn stæðu saman í þessu máli og töluðu einni röddu. Ég hvet því íslenska listamenn til að taka höndum saman og þrýsta á stjórnvöld til að framkvæma tafarlausa leiðréttingu. Ég hvet íslenska stjórnmálamenn til að opna augun og sýna einhverja viðleitni í þá átt að styðja við bakið á þessari vaxandi atvinnugrein, sýna með áþreifanlegum hætti að þeir meini eitthvað með því þegar þeir tala á hátíðisdögum um að leggja áherslu á nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Höfundur er viðskiptafræðingur og býður sig fram í 4.-5. sæti á lista Samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er í raun ótrúlegt að það skuli hafa viðgengist í gegnum árin að tónlist og ritlist séu skattlögð með misjöfnum hætti. Ég hef a.m.k. aldrei heyrt nein skynsamleg rök sem gætu réttlætt slíka mismunun. Mér er hulinn sá eðlismunur á tjáningarformunum sem slík tilhögun gæti mögulega grundvallast á. Árið 2002 var virðisaukaskattur á erlendar bækur lækkaður til samræmis við það sem gilti um íslenskar. Þá snérist málið um lagaákvæði EES samningsins en samkvæmt meginreglum Evrópusambandsins telst slík mismunun vera samkeppnishamlandi. Þá voru ekki allir jafn ánægðir, sérstaklega ekki stjórnvöld sem töldu sig vera að vernda íslenska menningu með því að setja hömlur á innflutning bóka. Íslenskir námsmenn fögnuðu þessari kærkomnu kjarabót sem þeir höfðu lengi barist fyrir. Á sama tíma bentu íslenskir tónlistarmenn á þá augljósu mismunun sem felst í því að leggja hærri virðisaukaskatt á geisladiska en bækur. Það er óhætt að segja að það hafi verið mikil gróska í íslenskum tónlistariðnaði á undanförnum árum. Íslenskir tónlistarmenn hafa náð ótrúlegum árangri á erlendum vettvangi og þrátt fyrir að allar aðstæður hafi breyst mikið með tilkomu netsins og dregið hafi verulega úr tekjum af sölu geisladiska, hefur íslenskt tónlistarlíf blómstrað. Íslensk tónlist er orðin að alvöru útflutningsgrein. Það er þó varla fyrir tilstuðlan eða stuðning íslenskra stjórnvalda við þessa list- og atvinnugrein sem þessi jákvæða þróun hefur átt sér stað. Í mörg ár hafa forsvarsmenn í greininni hvatt stjórnvöld til að lækka virðisaukaskatt á tónlist þannig að hún standi jafnfætis öðrum sambærilegum listgreinum. Sú ríkisstjórn sem hefur verið við völd síðasta áratuginn hefur hins vegar ekki séð neina ástæðu til að hlusta á rödd þeirra. Íslensk stjórnvöld hafa verið upptekin við að leggja hornstein að stóriðjusamfélaginu, Íslandi tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Þrátt fyrir að áralöng barátta íslenskra tónlistarmanna hafi ekki skilað neinum árangri má segja að steininn hafi nú loks tekið endanlega úr þegar ríkisstjórn Geirs H. Haarde ákvað á dögunum að lækka enn frekar virðisaukaskatt af bókum og breikka þar enn frekar það ósanngjarna bil sem hefur skapast á milli þessara tveggja listforma. Bókaútgefendur og rithöfundar gleðjast auðvitað og það er eðlilegt. Mér þætti þó eðlilegast að íslenskir listamenn stæðu saman í þessu máli og töluðu einni röddu. Ég hvet því íslenska listamenn til að taka höndum saman og þrýsta á stjórnvöld til að framkvæma tafarlausa leiðréttingu. Ég hvet íslenska stjórnmálamenn til að opna augun og sýna einhverja viðleitni í þá átt að styðja við bakið á þessari vaxandi atvinnugrein, sýna með áþreifanlegum hætti að þeir meini eitthvað með því þegar þeir tala á hátíðisdögum um að leggja áherslu á nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Höfundur er viðskiptafræðingur og býður sig fram í 4.-5. sæti á lista Samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun