Vilja flagga vörumerkinu sem víðast 11. október 2006 00:01 Glaðbeittur framkvæmdastjóri Vodafone Group "Ég sit nú almennt undir stýri í annarri bíltegund. Þú veist að ég er þýskur," sagði Matthias Jungemann, framkvæmdastjóri hjá Vodafone Group, hlæjandi þegar hann var fenginn til að setjast undir stýri bresks leigubíls sem Vodafone á Íslandi hefur til sýnis í verslun sinni í Reykjavík. MYND/GVA Matthias Jungemann, framkvæmdastjóri samstarfssviðs Vodafone Group, heimsótti landið í tilefni af undirritun fyrsta samningsins sem Vodafone gerir við sjálfstætt félag um að það megi nota nafn Vodafone án viðskeytis af einhverju tagi. Samningurinn var undirritaður fyrir helgi og í kjölfarið breyttist nafn Og Vodafone í Vodafone á Íslandi. "Þetta er merkur áfangi í nálgun okkar á samstarfið við sjálfstæð félög," segir Matthias, en auk þess að fá að nota vörumerkið fær félagið hér aðgang að vörum og þjónustu sem Vodafone þróar á heimsvísu. "Með þessu móti getum við dýpkað markaðinn sem Vodafone starfar á," bætir hann við og telur að með þessari nálgun nái félagið að hugsa á heimsvísu en beita sér staðbundið. Ísland varð svo fyrir valinu, bæði vegna þess að hér hafði samstarfsaðilinn staðið sig vel í að innleiða nýjungar og vegna smæðar markaðarins. "En við erum samt ekki með frekari svona samninga í burðarliðnum til undirritunar í öðrum löndum, heldur ætlum við að staldra við og meta árangurinn af starfinu hér." Þá segir hann að þótt Vodafone sé að gera þarna tilraun í markaðsetningu vörumerkis sé ekki horft til markaðarins hér sem einhvers konar tilraunamarkaðs fyrir nýja vöru eða þjónustu. "Þau mál eru í nokkuð föstum skorðum og valdir smærri markaðir til að setja út vörur í fyrsta sinn og meta árangur." Matthias Jungeman áréttar að Vodafone Group hafi ekki bundist samstarfsfélaginu hér, Og fjarskiptum, neinum fjárhagsböndum og ekki fest kaup á hlut í félaginu. "Við erum ekki í neinu yfirtökuferli heldur sjáum við þessa leið sem tækifæri til að starfa náið með samstarfsfyrirtækjum okkar víða um heim um leið og viðhaldið er sveigjanleika og ákveðnu frelsi í athöfnum beggja." Héðan og þaðan Viðskipti Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Matthias Jungemann, framkvæmdastjóri samstarfssviðs Vodafone Group, heimsótti landið í tilefni af undirritun fyrsta samningsins sem Vodafone gerir við sjálfstætt félag um að það megi nota nafn Vodafone án viðskeytis af einhverju tagi. Samningurinn var undirritaður fyrir helgi og í kjölfarið breyttist nafn Og Vodafone í Vodafone á Íslandi. "Þetta er merkur áfangi í nálgun okkar á samstarfið við sjálfstæð félög," segir Matthias, en auk þess að fá að nota vörumerkið fær félagið hér aðgang að vörum og þjónustu sem Vodafone þróar á heimsvísu. "Með þessu móti getum við dýpkað markaðinn sem Vodafone starfar á," bætir hann við og telur að með þessari nálgun nái félagið að hugsa á heimsvísu en beita sér staðbundið. Ísland varð svo fyrir valinu, bæði vegna þess að hér hafði samstarfsaðilinn staðið sig vel í að innleiða nýjungar og vegna smæðar markaðarins. "En við erum samt ekki með frekari svona samninga í burðarliðnum til undirritunar í öðrum löndum, heldur ætlum við að staldra við og meta árangurinn af starfinu hér." Þá segir hann að þótt Vodafone sé að gera þarna tilraun í markaðsetningu vörumerkis sé ekki horft til markaðarins hér sem einhvers konar tilraunamarkaðs fyrir nýja vöru eða þjónustu. "Þau mál eru í nokkuð föstum skorðum og valdir smærri markaðir til að setja út vörur í fyrsta sinn og meta árangur." Matthias Jungeman áréttar að Vodafone Group hafi ekki bundist samstarfsfélaginu hér, Og fjarskiptum, neinum fjárhagsböndum og ekki fest kaup á hlut í félaginu. "Við erum ekki í neinu yfirtökuferli heldur sjáum við þessa leið sem tækifæri til að starfa náið með samstarfsfyrirtækjum okkar víða um heim um leið og viðhaldið er sveigjanleika og ákveðnu frelsi í athöfnum beggja."
Héðan og þaðan Viðskipti Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira