Er ástæða til að endurskoða lög um stjórn fiskveiða? 3. október 2006 05:00 Það fer ekki framhjá neinum sem ferðast um Ísland, og fer úr einu sjávarplássi í annað að kvótakerfið er búið að eyða því sem tilvera, menning og lífsstíll íbúana í flestum þeirra hefur í gegnum tíðina byggst á. Efnamenn í þéttbýlinu bjóða stöðugt hærra og hærra í fiskveiðiheimildirnar sem hinar fáu fjölskildu og einyrkjaútgerðir sem enn finnast á landsbyggðinni ráða yfir. Þeim einstaklingum sem fara með forræðið yfir veiðirétti þessa litlu atvinnueininga, er á þann hátt mútað til að láta hann af hendi. Selja hann frá sínu fólki og úr sinni heimabyggð. Atvinnuréttinn sem þetta fólk, kynstlóð fram af kynslóð, hefur byggt tilveru sína á. Þær veiðiheimildir sem hafa verið seldar koma aldrei aftur. Það kemur engin fjölskyldu- eða einyrkjaútgerð í stað þeirrar sem misst hefur fiskveiðiheimildir sínar og lögð hefur verið af. Af þessum sökum eru hin smærri sjávarpláss stöðugt að visna, eymdin að leggjast yfir og fólkið að flytja í burt. Á fiskveiðiárinu á milli árana 2004 og 2005 fækkaði smábátum sem lönduðu afla um 20% og fastlega má reikna með að fækkun báta í þessum útgerðarflokki hafi orðið hlutfallslega meiri á því fiskveiðiári sem nú var að ljúka. Fiskveiðistjórnunarkerfið hefur einnig leitt til þess að eignarhald smábáta og þær fiskveiðiheimildir sem þeir hafa, er að færast frá sjómönnunum sem á þeim starfa og á hendur efnamanna. Efnamennirnir leigja síðan fiskveiðiheimildirna fram og til baka sín á milli. Sjámennirnir sem á bátunum vinna eru arðrændir (látnir róa á hálfu kaupi) til að fjármanga leigubraskið. Þannig eru þeir neyddir til að halda braskinu gangandi á sinn kostnað og halda uppi arðseminni af því. Þetta leiðir svo aftur til þess að söluverðmæti fiskveiðiheimildana hækkar. Ef einstaka sjómaður lætur í ljós óánægju sína með þessa stöðu mála við vinnuveitanda sinn fær hann janfnan hið staðlaða svar: ef þú ert óánægður með eitthvað vinur, farðu þá bara og finndu þér aðra vinnu. Sjómenn sem róa á smábátum í dag hafa enga kjarasamninga. Þeir virðast því í svipaðri stöðu gagnvært vinnuveitendum sínum og kollegar þeirra við upphaf síðustu aldar, áður en verkalíðshreyfingarinnar fór að njóta við. Kannski er ekki óeðlilegt að spurt sé í þessu samhengi, hver er staða verkaliðshreyfingarinnar í nútíma samfélagi? Eru áhrif hennar kannski hægt og sígandi að fjara út? Reikna má með að margir vilji benda á að sú óheillavænlega þróun sem hér er rakin sé ásættanleg af þeirri ástæðu að hún leiði af sér aukna arðsemi sjávarútvegsins, þetta sé bara hagræðing innan greinarinnar. Í þessu samhengi er rétt að benda á að stórútgerðir þéttbýlisins, sem búnar er að sölsa undir sig megnið af fiskveiðihimildunum, eru ekki að skila neinum arði í merkingu þess orðs. Þrátt fyrir að orðið hafi miklar tækniframfarir í starfsemi þeirra hin síðari misseri og að þær hafi í dag yfir að ráða margfallt stærri og öflugri skipum en áður hafa sést á fiskimiðunum við strendur landsins. Núverandi stjórnarsamstarf sjáflstæðisfloks og framsóknar hófst árið 1995. Frá því þetta stjórnarsamstarf hófst hefur jafnt og þétt fjarað undan hinum dreifðu byggðum. Fjöldi sjávarplássa sem standa við gjöful fiskimið hafa á þessu tímabili tapað nánast öllum sínum fiskveiðiheimildum. Framsóknarflokkurinn sem fyrr á tímum gaf sig út fyrir að bera hag hinna dreifðu byggða fyrir brjósti hefur undanfarin ár snúist gegn hagsmunum þeirra og náð í þá veru dramatískum árangri. Af störfum þess ágæta flokks hin síðari misseri verður ekki annað ráðið en hagsmunagæsla í þágu fárra útvaldra, sem hafa verið að koma ár sinni betur fyrir borð, hafi ein ráðið för. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Það fer ekki framhjá neinum sem ferðast um Ísland, og fer úr einu sjávarplássi í annað að kvótakerfið er búið að eyða því sem tilvera, menning og lífsstíll íbúana í flestum þeirra hefur í gegnum tíðina byggst á. Efnamenn í þéttbýlinu bjóða stöðugt hærra og hærra í fiskveiðiheimildirnar sem hinar fáu fjölskildu og einyrkjaútgerðir sem enn finnast á landsbyggðinni ráða yfir. Þeim einstaklingum sem fara með forræðið yfir veiðirétti þessa litlu atvinnueininga, er á þann hátt mútað til að láta hann af hendi. Selja hann frá sínu fólki og úr sinni heimabyggð. Atvinnuréttinn sem þetta fólk, kynstlóð fram af kynslóð, hefur byggt tilveru sína á. Þær veiðiheimildir sem hafa verið seldar koma aldrei aftur. Það kemur engin fjölskyldu- eða einyrkjaútgerð í stað þeirrar sem misst hefur fiskveiðiheimildir sínar og lögð hefur verið af. Af þessum sökum eru hin smærri sjávarpláss stöðugt að visna, eymdin að leggjast yfir og fólkið að flytja í burt. Á fiskveiðiárinu á milli árana 2004 og 2005 fækkaði smábátum sem lönduðu afla um 20% og fastlega má reikna með að fækkun báta í þessum útgerðarflokki hafi orðið hlutfallslega meiri á því fiskveiðiári sem nú var að ljúka. Fiskveiðistjórnunarkerfið hefur einnig leitt til þess að eignarhald smábáta og þær fiskveiðiheimildir sem þeir hafa, er að færast frá sjómönnunum sem á þeim starfa og á hendur efnamanna. Efnamennirnir leigja síðan fiskveiðiheimildirna fram og til baka sín á milli. Sjámennirnir sem á bátunum vinna eru arðrændir (látnir róa á hálfu kaupi) til að fjármanga leigubraskið. Þannig eru þeir neyddir til að halda braskinu gangandi á sinn kostnað og halda uppi arðseminni af því. Þetta leiðir svo aftur til þess að söluverðmæti fiskveiðiheimildana hækkar. Ef einstaka sjómaður lætur í ljós óánægju sína með þessa stöðu mála við vinnuveitanda sinn fær hann janfnan hið staðlaða svar: ef þú ert óánægður með eitthvað vinur, farðu þá bara og finndu þér aðra vinnu. Sjómenn sem róa á smábátum í dag hafa enga kjarasamninga. Þeir virðast því í svipaðri stöðu gagnvært vinnuveitendum sínum og kollegar þeirra við upphaf síðustu aldar, áður en verkalíðshreyfingarinnar fór að njóta við. Kannski er ekki óeðlilegt að spurt sé í þessu samhengi, hver er staða verkaliðshreyfingarinnar í nútíma samfélagi? Eru áhrif hennar kannski hægt og sígandi að fjara út? Reikna má með að margir vilji benda á að sú óheillavænlega þróun sem hér er rakin sé ásættanleg af þeirri ástæðu að hún leiði af sér aukna arðsemi sjávarútvegsins, þetta sé bara hagræðing innan greinarinnar. Í þessu samhengi er rétt að benda á að stórútgerðir þéttbýlisins, sem búnar er að sölsa undir sig megnið af fiskveiðihimildunum, eru ekki að skila neinum arði í merkingu þess orðs. Þrátt fyrir að orðið hafi miklar tækniframfarir í starfsemi þeirra hin síðari misseri og að þær hafi í dag yfir að ráða margfallt stærri og öflugri skipum en áður hafa sést á fiskimiðunum við strendur landsins. Núverandi stjórnarsamstarf sjáflstæðisfloks og framsóknar hófst árið 1995. Frá því þetta stjórnarsamstarf hófst hefur jafnt og þétt fjarað undan hinum dreifðu byggðum. Fjöldi sjávarplássa sem standa við gjöful fiskimið hafa á þessu tímabili tapað nánast öllum sínum fiskveiðiheimildum. Framsóknarflokkurinn sem fyrr á tímum gaf sig út fyrir að bera hag hinna dreifðu byggða fyrir brjósti hefur undanfarin ár snúist gegn hagsmunum þeirra og náð í þá veru dramatískum árangri. Af störfum þess ágæta flokks hin síðari misseri verður ekki annað ráðið en hagsmunagæsla í þágu fárra útvaldra, sem hafa verið að koma ár sinni betur fyrir borð, hafi ein ráðið för.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun