Hilmar Örn áfram í Skálholti! 24. september 2006 05:00 Skálholtsdeilan Ég og fjölskylda mín fluttum í Biskupstungur vorið 1983. Þá státuðu Tungnamenn af því að vera miklir söngmenn. Þrátt fyrir það var tónlistarlíf í sveitinni mjög bágborið, kórastarf lítið sem ekkert og söngmenntun barna engin. Grunnskólinn hafði engan tónlistarkennara og nemendur nutu ekki tónlistarmenntunar. Hilmar Örn Agnarsson var ráðinn í starf organista Skálholtskirkju, Torfastaðakirkju, Bræðratungukirkju og Haukadalskirkju fyrir 15 árum. Ráðning hans olli straumhvörfum. Tónlistarnám barnanna okkar hófst og varð öflugt. Safnaðarmeðlimir nutu þess að hlusta á börnin í helgiathöfnum í Skálholti. Barnakór Biskupstungna var stofnaður og þjónaði kirkjunum, skólanum og samfélaginu öllu auk þess sem kórinn hélt tónleika víða. Barnakórinn hefur alla tíð verið uppeldisstöð barna í tónlist og kristilegu hugarfari og Hilmar Örn á mestan heiðurinn af því starfi. Stofnun barnakórsins varð til þess að Skálholt naut fljótlega heimsókna annarra barnakóra. Ég minnist m.a. Barnakórs Kársnesskóla auk margra annarra kóra. Þórunn stjórnandi hans kom oft með börnin sín í Skálholt. Reynsla hennar af kóra- og sönguppeldi barna var, og er enn, einstök og kom að góðum notum. Okkar börn nutu þess að kynnast nýjum félögum, æfa með þeim söng og halda sameiginlega tónleika. Hilmar Örn stuðlaði að því að börnin tóku þátt í tónleikum vítt og breitt um landið, og börnin í Biskupstungum fengu mikið tónlistarlegt og kirkjulegt uppeldi hjá honum, auk þess sem félagsþroski þeirra efldist mjög. Starf hans með börnunum er ómetanlegt og verður aldrei að fullu þakkað. Það fyrnist fljótt yfir fortíðina en það eru aðeins fimmtán ár síðan að engin tónlistariðkun var hér í Biskupstungunum, hvorki í skóla né í kirkjunum. Fagur tónlistarflutningur barnanna eykur svo sannarlega kirkjusókn. Við höfum reynslu af því. Þegar ég kom í Biskupstungurnar, var Skálholt í mjög litlum tengslum við samfélagið. Skálholtsstaður var einangraður frá þeim sem bjuggu í sveitinni og menn sáu ekki leiðir til að breyta því. Staða Skálholts út á við var að mínu mati veik, staðurinn virtist hálf munaðarlaus. Ráðning organistans og mannsins Hilmars Arnar olli straumhvörfum. Tengsl íbúa við Skálholt efldust mjög vegna hins mikla kórastarfs sem fór af stað í Skálholti. Samband Skálholts við okkur íbúana í uppsveitunum varð einlægara og nánara, og nú bera allir hag Skálholts fyrir brjósti, þökk sé m.a. ráðningu Hilmars Arnar fyrir fimmtán árum. Síðan hafa ýmsar aðrar góðar breytingar verið gerðar í Skálholti. Núverandi vígslubiskup kom í Skálholt fyrir einum átta árum og Skálholtsskóli hefur styrkst mjög. Menn hafa haft áhuga á að gera Skálholti enn hærra undir höfði og styrkja staðinn enn frekar. Því ber að fagna. En þarf að segja Hilmari Erni upp þótt breyta eigi skipulagi? Við sem þekkjum Hilmar höldum að hann geti mjög vel tekið þátt í eflingu staðarins og því er óskiljanlegt að það þurfi að byrja á að segja honum upp. Hilmar Örn er einstakur maður og við sem þekkjum til starfa hans og nærveru óskum eftir að fá að njóta hans áfram. Við óskum líka eftir að fá að njóta Skálholts áfram. Ég vona að kristileg sjónarmið og velvild í garð Hilmars, samstarfsfólks hans, samfélagsins og Skálholts verði til þess að uppsögnin verði dregin til baka. Samhygð og sátt þarf að ríkja um Skálholtsstað. Látum boðskap Guðs um kærleika, sátt og samlyndi vera leiðarljós okkar allra.Höfundur býr að Torfastöðum í Biskupstungum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Höfuðborgin sem þjóðgarður: Arfleifð til komandi kynslóða Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Skálholtsdeilan Ég og fjölskylda mín fluttum í Biskupstungur vorið 1983. Þá státuðu Tungnamenn af því að vera miklir söngmenn. Þrátt fyrir það var tónlistarlíf í sveitinni mjög bágborið, kórastarf lítið sem ekkert og söngmenntun barna engin. Grunnskólinn hafði engan tónlistarkennara og nemendur nutu ekki tónlistarmenntunar. Hilmar Örn Agnarsson var ráðinn í starf organista Skálholtskirkju, Torfastaðakirkju, Bræðratungukirkju og Haukadalskirkju fyrir 15 árum. Ráðning hans olli straumhvörfum. Tónlistarnám barnanna okkar hófst og varð öflugt. Safnaðarmeðlimir nutu þess að hlusta á börnin í helgiathöfnum í Skálholti. Barnakór Biskupstungna var stofnaður og þjónaði kirkjunum, skólanum og samfélaginu öllu auk þess sem kórinn hélt tónleika víða. Barnakórinn hefur alla tíð verið uppeldisstöð barna í tónlist og kristilegu hugarfari og Hilmar Örn á mestan heiðurinn af því starfi. Stofnun barnakórsins varð til þess að Skálholt naut fljótlega heimsókna annarra barnakóra. Ég minnist m.a. Barnakórs Kársnesskóla auk margra annarra kóra. Þórunn stjórnandi hans kom oft með börnin sín í Skálholt. Reynsla hennar af kóra- og sönguppeldi barna var, og er enn, einstök og kom að góðum notum. Okkar börn nutu þess að kynnast nýjum félögum, æfa með þeim söng og halda sameiginlega tónleika. Hilmar Örn stuðlaði að því að börnin tóku þátt í tónleikum vítt og breitt um landið, og börnin í Biskupstungum fengu mikið tónlistarlegt og kirkjulegt uppeldi hjá honum, auk þess sem félagsþroski þeirra efldist mjög. Starf hans með börnunum er ómetanlegt og verður aldrei að fullu þakkað. Það fyrnist fljótt yfir fortíðina en það eru aðeins fimmtán ár síðan að engin tónlistariðkun var hér í Biskupstungunum, hvorki í skóla né í kirkjunum. Fagur tónlistarflutningur barnanna eykur svo sannarlega kirkjusókn. Við höfum reynslu af því. Þegar ég kom í Biskupstungurnar, var Skálholt í mjög litlum tengslum við samfélagið. Skálholtsstaður var einangraður frá þeim sem bjuggu í sveitinni og menn sáu ekki leiðir til að breyta því. Staða Skálholts út á við var að mínu mati veik, staðurinn virtist hálf munaðarlaus. Ráðning organistans og mannsins Hilmars Arnar olli straumhvörfum. Tengsl íbúa við Skálholt efldust mjög vegna hins mikla kórastarfs sem fór af stað í Skálholti. Samband Skálholts við okkur íbúana í uppsveitunum varð einlægara og nánara, og nú bera allir hag Skálholts fyrir brjósti, þökk sé m.a. ráðningu Hilmars Arnar fyrir fimmtán árum. Síðan hafa ýmsar aðrar góðar breytingar verið gerðar í Skálholti. Núverandi vígslubiskup kom í Skálholt fyrir einum átta árum og Skálholtsskóli hefur styrkst mjög. Menn hafa haft áhuga á að gera Skálholti enn hærra undir höfði og styrkja staðinn enn frekar. Því ber að fagna. En þarf að segja Hilmari Erni upp þótt breyta eigi skipulagi? Við sem þekkjum Hilmar höldum að hann geti mjög vel tekið þátt í eflingu staðarins og því er óskiljanlegt að það þurfi að byrja á að segja honum upp. Hilmar Örn er einstakur maður og við sem þekkjum til starfa hans og nærveru óskum eftir að fá að njóta hans áfram. Við óskum líka eftir að fá að njóta Skálholts áfram. Ég vona að kristileg sjónarmið og velvild í garð Hilmars, samstarfsfólks hans, samfélagsins og Skálholts verði til þess að uppsögnin verði dregin til baka. Samhygð og sátt þarf að ríkja um Skálholtsstað. Látum boðskap Guðs um kærleika, sátt og samlyndi vera leiðarljós okkar allra.Höfundur býr að Torfastöðum í Biskupstungum.
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar