Árangurslaus peningastefna 24. september 2006 05:00 Peningamálastefnan Margt bendir til að samfelldri hrinu stýrivaxtahækkana frá 10. maí 2004 sé lokið. Á þeim tíma hefur Seðlabankinn hækkað vexti 16 sinnum úr 5,3% í 14% í baráttu við að ná verðbólgumarkmiði sínu. Þrátt fyrir harkalegar aðgerðir í peningamálum erum við víðsfjarri markmiði um 2,5% verðbólgu sem flestir telja að sé ein af forsendum hagsældar. Í þessu ljósi er eðlilegt að spyrja hvort framkvæmd peningastefnunnar síðustu ár hafi skilað tilætluðum árangri? Enginn vafi er á því að peningastefnan virkar og hefur áhrif á efnahagslífið en það er hins vegar álitamál hvort hún gerir gagn í ljósi hárrar verðbólgu. Fyrr en síðar munu ofurvextir á Íslandi knýja niður verðbólgu. Ólíklegt er að það gerist áfallalaust. Erlendir fjármagnseigendur hafa, ólíkt mörgum öðrum, haft mikið gagn af íslensku peningastefnunni. Þeir hafa fært mikið fé inn í hagkerfið, ekki til að fjárfesta í íslensku atvinnulífi heldur til að hirða vaxtamuninn. Og hvað gerist þegar Seðlabankinn slakar á peningastefnunni og byrjar að lækka vexti? Fyrstir til að flýja land verða hinir erlendu fjármagnseigendur. Gengislækkun krónunnar er þá óhjákvæmileg og verðbólguskot fylgir yfirleitt í kjölfarið. Þannig getur harkaleg peningastefna, sem þrýstir m.a. upp gengi krónunnar, leitt til verðbólgukúfs þegar gengið fellur aftur andstætt markmiðum Seðlabankans. Einn stærsti gallinn við núverandi framkvæmd peningastefnunnar er tímasetning vaxtabreytinga. Yfirleitt er talið þær taki 12-18 mánuði að ná fram fullum áhrifum. Flest bendir til að verulega verði tekið að hægja á efnahagslífinu eftir 1 ár. Þá er óheppilegt að fá fram full stýrivaxtaáhrif. Fullur þungi í peningastefnunni er einfaldlega of seint á ferðinni. Seðlabankanum er vandi á höndum. Engin augljós lausn er á vandanum þó svo að vaxtalækkun sé líklega skásti kosturinn við núverandi aðstæður. Til framtíðar er heppilegast væri að leggja sjálfstæða peningastefnu til hliðar. Reynslan sýnir að hún skilar ekki árangri.Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Höfuðborgin sem þjóðgarður: Arfleifð til komandi kynslóða Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Peningamálastefnan Margt bendir til að samfelldri hrinu stýrivaxtahækkana frá 10. maí 2004 sé lokið. Á þeim tíma hefur Seðlabankinn hækkað vexti 16 sinnum úr 5,3% í 14% í baráttu við að ná verðbólgumarkmiði sínu. Þrátt fyrir harkalegar aðgerðir í peningamálum erum við víðsfjarri markmiði um 2,5% verðbólgu sem flestir telja að sé ein af forsendum hagsældar. Í þessu ljósi er eðlilegt að spyrja hvort framkvæmd peningastefnunnar síðustu ár hafi skilað tilætluðum árangri? Enginn vafi er á því að peningastefnan virkar og hefur áhrif á efnahagslífið en það er hins vegar álitamál hvort hún gerir gagn í ljósi hárrar verðbólgu. Fyrr en síðar munu ofurvextir á Íslandi knýja niður verðbólgu. Ólíklegt er að það gerist áfallalaust. Erlendir fjármagnseigendur hafa, ólíkt mörgum öðrum, haft mikið gagn af íslensku peningastefnunni. Þeir hafa fært mikið fé inn í hagkerfið, ekki til að fjárfesta í íslensku atvinnulífi heldur til að hirða vaxtamuninn. Og hvað gerist þegar Seðlabankinn slakar á peningastefnunni og byrjar að lækka vexti? Fyrstir til að flýja land verða hinir erlendu fjármagnseigendur. Gengislækkun krónunnar er þá óhjákvæmileg og verðbólguskot fylgir yfirleitt í kjölfarið. Þannig getur harkaleg peningastefna, sem þrýstir m.a. upp gengi krónunnar, leitt til verðbólgukúfs þegar gengið fellur aftur andstætt markmiðum Seðlabankans. Einn stærsti gallinn við núverandi framkvæmd peningastefnunnar er tímasetning vaxtabreytinga. Yfirleitt er talið þær taki 12-18 mánuði að ná fram fullum áhrifum. Flest bendir til að verulega verði tekið að hægja á efnahagslífinu eftir 1 ár. Þá er óheppilegt að fá fram full stýrivaxtaáhrif. Fullur þungi í peningastefnunni er einfaldlega of seint á ferðinni. Seðlabankanum er vandi á höndum. Engin augljós lausn er á vandanum þó svo að vaxtalækkun sé líklega skásti kosturinn við núverandi aðstæður. Til framtíðar er heppilegast væri að leggja sjálfstæða peningastefnu til hliðar. Reynslan sýnir að hún skilar ekki árangri.Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins.
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar