Eignarrétturinn er ekki bara mikilvægur útgerðarmönnum 21. september 2006 06:00 Eignarrétturinn er mikilvægur. Undir þessari yfirskrift er leiðari Fréttablaðsins 2. sept. sl. sem skrifaður er til stuðnings tryggari eignarrétti útgerðarinnar á aflaheimildum. Vísað er til þess að Ragnar Árnason prófessor áætli að ríkið sparaði sér um þrjá milljarða fái sjávarútvegurinn að ráða sér sjálfur án afskipta hins opinbera. Mikil umræðuherferð er nú í gangi, sem ætlað er að sýna fram á að veiðiheimildir útgerðarinnar séu betur komnar sem formleg eign hennar en ekki sameign þjóðarinnar eins og lög mæla fyrir um. Svokölluðum frjálshyggjumönnum, þ.e. andfélagslega sinnuðum mönnum, hefur löngum sviðið í augum að ríkið – þjóðfélagið – eigi einhver verðmæti sem samfélagið getur haft tekjur af. Þannig er með nytjastofnana á Íslandsmiðum. Þeirra skoðun er að aflaheimildir eigi að færast útgerðinni til fullrar eignar og umráða, sjálfsagt ókeypis, og allt eftirlit með stofnunum og nytjar verði í höndum eigendanna. Ekki ríkisins. Og að sjálfsögðu vilja útgerðarmenn þiggja þjóðarauðinn til fullrar eignar enda hafa samtök þeirra látið vinna lögfræðiálit um að útgerðin eigi nú þegar veiðiheimildirnar. Nýlega var haldin ráðstefna á vegum Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál (RSE), sem er stofnun sem virðist vera stýrt af forstjórum stórfyrirtækja, fjármálafyrirtækja og þekktum frjálshyggjumönnum, miðað við skipan fulltrúaráðs samtakanna. Þá voru á ráðstefnunni margir útlendingar, sem ætla má að hafi annan skilning en Íslendingar á mikilvægi þjóðarauðlindanna fyrir þjóðina. Þeir hafa líklegast túlkað sjónarmið hins alþjóðlega fjármagns, enda þátttaka þeirra í ráðstefnunni sjálfsagt kostuð af fyrirtækjum sem fulltrúaráðsmennirnir í RSE koma frá. Ekki virðast gagnstæð sjónarmið hafa komið fram á ráðstefnunni enda ólíklegt að forgöngumenn félagsskaparins hafi áhuga á þeim. Niðurstaðan er fyrirfram gefin. Sýnilega á þessi stofnun að setja fræðilegan stimpil á sókn einkafjármagnsins í auðlindir þjóðarinnar og arðsöm fyrirtæki. Að þessu sinni fiskimiðin. Verkefni umræddrar ráðstefnu virðist hafa verið að sýna fram á, með fræðilegri umræðu, þjóðfélagslega hagkvæmni þess að útgerðin ætti fiskimiðin eins og hverja aðra fasteign og stjórnaði sjálf allri nýtingu þeirra og eftirliti. Eignarrétturinn er mikilvægur. Eignarrétturinn er ekki bara mikilvægur einstökum útgerðarfyrirtækjum sem eiga búnað til fiskveiða eða þeim sem nýta með einhverjum hætti náttúruauðlindir Íslands. Þannig er eignarréttur þjóðarinnar á öllum auðlindum landsins mjög mikilvægur. Sérstaklega eignarrétturinn á öllum nytjastofnum á Íslandsmiðum. Nytjastofnum sem Íslendingar börðust um aldir við útlendinga um yfirráð yfir og háðu tíu „þorskastríð“ til að halda lífsbjörginni í eigu landsins. Að afsala þjóðinni eignarréttinum á fiskimiðunum til einkaaðila, þótt íslenskir væru, er í raun fjarstæða, sem varla ætti að koma til alvarlegrar umræðu. Slíkur gerningur skaðaði sjálfstæði þjóðarinnar verulega og mætti líkja við landráð. Þjóðin þarf því að vera vel á verði gagnvart öllum hugmyndum og falsfræðum um að afsala frá henni þeim auðlindum sem eru grunnurinn undir þeim lífsgæðum sem hún býr í dag við, hvort sem þær auðlindir eru til sjós eða lands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Höfuðborgin sem þjóðgarður: Arfleifð til komandi kynslóða Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Eignarrétturinn er mikilvægur. Undir þessari yfirskrift er leiðari Fréttablaðsins 2. sept. sl. sem skrifaður er til stuðnings tryggari eignarrétti útgerðarinnar á aflaheimildum. Vísað er til þess að Ragnar Árnason prófessor áætli að ríkið sparaði sér um þrjá milljarða fái sjávarútvegurinn að ráða sér sjálfur án afskipta hins opinbera. Mikil umræðuherferð er nú í gangi, sem ætlað er að sýna fram á að veiðiheimildir útgerðarinnar séu betur komnar sem formleg eign hennar en ekki sameign þjóðarinnar eins og lög mæla fyrir um. Svokölluðum frjálshyggjumönnum, þ.e. andfélagslega sinnuðum mönnum, hefur löngum sviðið í augum að ríkið – þjóðfélagið – eigi einhver verðmæti sem samfélagið getur haft tekjur af. Þannig er með nytjastofnana á Íslandsmiðum. Þeirra skoðun er að aflaheimildir eigi að færast útgerðinni til fullrar eignar og umráða, sjálfsagt ókeypis, og allt eftirlit með stofnunum og nytjar verði í höndum eigendanna. Ekki ríkisins. Og að sjálfsögðu vilja útgerðarmenn þiggja þjóðarauðinn til fullrar eignar enda hafa samtök þeirra látið vinna lögfræðiálit um að útgerðin eigi nú þegar veiðiheimildirnar. Nýlega var haldin ráðstefna á vegum Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál (RSE), sem er stofnun sem virðist vera stýrt af forstjórum stórfyrirtækja, fjármálafyrirtækja og þekktum frjálshyggjumönnum, miðað við skipan fulltrúaráðs samtakanna. Þá voru á ráðstefnunni margir útlendingar, sem ætla má að hafi annan skilning en Íslendingar á mikilvægi þjóðarauðlindanna fyrir þjóðina. Þeir hafa líklegast túlkað sjónarmið hins alþjóðlega fjármagns, enda þátttaka þeirra í ráðstefnunni sjálfsagt kostuð af fyrirtækjum sem fulltrúaráðsmennirnir í RSE koma frá. Ekki virðast gagnstæð sjónarmið hafa komið fram á ráðstefnunni enda ólíklegt að forgöngumenn félagsskaparins hafi áhuga á þeim. Niðurstaðan er fyrirfram gefin. Sýnilega á þessi stofnun að setja fræðilegan stimpil á sókn einkafjármagnsins í auðlindir þjóðarinnar og arðsöm fyrirtæki. Að þessu sinni fiskimiðin. Verkefni umræddrar ráðstefnu virðist hafa verið að sýna fram á, með fræðilegri umræðu, þjóðfélagslega hagkvæmni þess að útgerðin ætti fiskimiðin eins og hverja aðra fasteign og stjórnaði sjálf allri nýtingu þeirra og eftirliti. Eignarrétturinn er mikilvægur. Eignarrétturinn er ekki bara mikilvægur einstökum útgerðarfyrirtækjum sem eiga búnað til fiskveiða eða þeim sem nýta með einhverjum hætti náttúruauðlindir Íslands. Þannig er eignarréttur þjóðarinnar á öllum auðlindum landsins mjög mikilvægur. Sérstaklega eignarrétturinn á öllum nytjastofnum á Íslandsmiðum. Nytjastofnum sem Íslendingar börðust um aldir við útlendinga um yfirráð yfir og háðu tíu „þorskastríð“ til að halda lífsbjörginni í eigu landsins. Að afsala þjóðinni eignarréttinum á fiskimiðunum til einkaaðila, þótt íslenskir væru, er í raun fjarstæða, sem varla ætti að koma til alvarlegrar umræðu. Slíkur gerningur skaðaði sjálfstæði þjóðarinnar verulega og mætti líkja við landráð. Þjóðin þarf því að vera vel á verði gagnvart öllum hugmyndum og falsfræðum um að afsala frá henni þeim auðlindum sem eru grunnurinn undir þeim lífsgæðum sem hún býr í dag við, hvort sem þær auðlindir eru til sjós eða lands.
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar