Frelsi til kúgunar 21. september 2006 06:00 Það að eitt og sama meðalið lækni alla sjúkdóma allra sjúklinga er nokkuð sem snákaolíusölumenn hvers konar hafa reynt að telja fólki trú um frá alda öðli, oft með skelfilegum afleiðingum. Þar fyrir utan hefur fyrirmyndin sjaldnast sjálf tekið inn eða notið tilætlaðs árangurs af meðalinu. Undanfarna daga hafa birst hér skoðanaskipti um kosti og galla frjálshyggju þegar þróunarríkin eru annars vegar. Boðberar frjálshyggjunnar hafa þar verið Hannes Hólmsteinn Gissurarson og Birgir Tjörvi Pétursson, framkvæmdastjóri. Ekki ætla ég að draga í efa góðan ásetning þeirra en ég hygg að ályktanir þeirra og boðskapur sé á nokkrum misskilningi og rangtúlkunum byggður - sem er alvarlegt mál þar sem mannslíf eru í húfi. Boðorð frjálshyggjunnar, hvað varðar þróunarlöndin, eru einkum tvenn: (1) að draga beri stórlega úr eða jafnvel hætta hvers konar fjárhagslegri þróunaraðstoð frá „norðri" til „suðurs" og (2) að þróunarlöndunum sé hollast að hverfa alfarið frá ríkisafskiptum - þó að ekkert „þróuðu" landanna hafi gert það. Reyndar flakkar Hannes fjálglega á milli þess að gagnrýna erlenda fjárhagsaðstoð annars vegar og ríkisafskipti hins vegar, sem ónýtir þau dæmi sem hann tekur af hinum svokölluðu „Kraftaverkalöndum" í Asíu sem sönnun á nytsemi frjálshyggjunnar. Því þó þau hafi notið takmarkaðrar fjárhagslegrar þróunaraðstoðar („Kraftaverkaríkin" Kórea og Taívan hafa reyndar fengið drjúgan skilding frá bæði BNA og Japan í gegnum tíðina) þá hafa þau svo sannarlega virt frjálshyggjuboðorðið að vettugi og náð sínum árangri með hjálp ríkulegra ríkisafskipta, þó ekki megi draga úr mikilvægi markaðsaflanna þar heldur. Fyrsta boðorðiðFyrst nokkrar athugasemdir um kosti og galla þróunaraðstoðar í formi tilfærslu á fé. Það er hárrétt hjá bæði Birgi og Hannesi að miklu fé hefur á umliðnum árum og áratugum verið sólundað í vel meinta en vanhugsaða og ómarkvissa efnahagslega þróunarhjálp. Umtalsverður hluti hennar hefur þar að auki, líkt og Hannes bendir á, gert það ógagn að styrkja í sessi spilltar og grimmar alræðisstjórnir. Ástæðurnar fyrir misheppnaðri þróunaraðstoð eru margar, bæði af tæknilegum toga sem og há-pólitískar; sumar flóknar en aðrar einfaldari - svona eftir á að hyggja - og of langt mál að fara að tíunda þær hér. En hverjar sem ástæðurnar eru þá má ekki líta svo á að risjótt saga þróunaraðstoðar sé nothæf sem einhver rök fyrir því að gefa hana alfarið upp á bátinn þar sem hún sé dæmd til að mistakast, eins og skilja má af málflutningi þeirra Birgis og Hannesar, einkum þess síðri. Lærdómurinn er mikið frekar sá að sú aðferðafræði og þau vinnubrögð sem beitt hefur verið hafa oft á tíðum verið meingölluð og vanhugsuð, byggð á misskilningi og fáfræði um félagslegar, menningarlegar og pólitískar aðstæður í móttökulandinu. Einnig hafa sjálfsbjargarviðleitni og atbeini þiggjendenna verið stórlega vanmetin, eins og Birgir bendir sjálfur á. Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi og fyrrum aðalhagfræðingur Alþjóðabankans, hefur m.a. rekið ástæður misheppnaðra þróunaraðgerða hins mjög svo frjálshyggjudrifna Alþjóðagjaldeyrissjóðs til þess að hann sé „fullur af þriðja flokks nemendum úr fyrsta flokks háskólum [þ.á.m. Oxford, væntanlega] sem hafi mjög takmarkaða þekkingu á aðstæðum í löndum sem þeir fara með gríðarlegt vald yfir í krafti þeirrar aðstöðu að geta veitt þeim - eða ekki - nauðsynlega fjárhagslega aðstoð". Svo virðist sem oft hafi kapp frekar ráðið förinni en forsjá. Þá hefur miklu ráðið að annarlegir hagsmunir háttsettra, mútuþægra pólitíkusa og bakhjarla þeirra úr viðskiptalífinu, s.s. úr röðum hergagnaframleiðenda, hafa verið fyrirferðamiklir við úthlutun styrkja og lána. Það sem Birgir telur meginskýringu misheppnaðrar þróunaraðstoðar, þ.e. „oftrú manna á áætlunarbúskap og miðstýringu", er í besta falli einn þáttur af mörgum, enda getur oftrú á hvað sem er, samkvæmt orðanna hljóðan, aldrei verið góð. Annað boðorðiðBáðir benda þeir Birgir og Hannes réttilega á að lífslíkur og lífsgæði séu meiri meðal „frelsaðra" þjóða en fátækra. Tíndar eru til alls kyns prósentur og fjöldi dæma sem eiga að sýna fram á orsakasambandið þar á milli. Vissulega er klár fylgni á milli t.d. viðskipta- og atvinnufrelsis annars vegar og ágætra lífsgæða hins vegar. En margt bendir til að sú fylgni sé svokallað sýndarsamband en ekki orsakasamband - rétt eins og sambandið á milli skóstærðar og lestrargetu grunnskólabarna, sem þó hlýtur að skrifast á þriðju breytuna: hækkandi aldur. Í ljósi þess hvernig hinar þróaðri þjóðir raunverulega iðnvæddust og efnuðust, s.s. með útbreiddu og aldalöngu arðráni í nafni yfirlýstrar heimsvaldastefnu og síðar með umfangsmiklum ríkisafskiptum (þriðja breytan), sem hvorugt getur talist til frjálsra eða heiðarlegra viðskiptahátta, er það undarlegt að menn skuli þakka frjálshyggjunni fyrir og vilja svo þvinga hana upp á óiðnvæddar þjóðir nútímans. Hvers eiga þær að gjalda? Hvorki Hannes né Birgir virðast gera sér nokkra grein fyrir ástæðum eða sögu misskiptingar í heiminum. Ég held þó að um sé að kenna hentiminnisleysi bókstafstrúarmannsins á frjálshyggju-fundamentalismann. Kenningin fellur einfaldlega ekki vel að raunveruleikanum, a.m.k. ekki í tilviki óiðnvæddra þróunarlanda, hvorki í nútímanum né í sögulegu ljósi. Eins og Stefán Snævarr hefur bent á í innleggi í þessa umræðu um frjálshyggju á villigötum, þá er frjálshyggja fín ídealmynd sem þó er þeim annmörkum háð að vera aðeins nothæf í einfölduðum ídealheimi, en ekki í okkar raunverulega heimi. Pennavinur minn einn, Noam nokkur Chomsky, var fyrir fáeinum árum spurður að því hvað honum þætti um frjálsan markaðsbúskap. Svaraði hann því til að það gæti verið frábær hugmynd. (Þetta er svipað svar og Mahatma Gandhi gaf aðspurður hvað honum finndist um vestræna siðmenningu.) Svarinu er náttúrulega ætlað að minna okkur á að frjálst markaðshagkerfi er hvergi til í raun og veru og hefur aldrei verið, heldur aðeins mismunandi sterkar blöndur markaðshyggju og ríkisafskipta, svokallaður ríkisverndaður kapítalismi, bæði í austri og vestri - ekki síst í BNA, fyrirmyndarmódeli frjálshyggjunnar. Engu að síður hefur fjöldi þróunarríkja verið þvingaður til að undirgangast hinar svokölluðu „aðlögunaráætlanir" (Structural Adjustment Programs) Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þeim fjölgar sífellt, bæði frá hægri og vinstri, sem fá óbragð í munninn við það eitt að nefna aðlögunaráætlanirnar á nafn, slíkar hafa afleiðingar þeirra verið. Þau ríki sem hafa verið gerð að tilraunastofum fyrir ný-klassískar míkróhagfræðikenningar hafa verið látin opna markaði sína fyrir erlendum afurðum og stórfyrirtækjum, með tilheyrandi tjóni fyrir innlendan iðnað - og hreinlega iðnvæðingu. Þau hafa líka verið látin einkavæða grunnþjónustu á borð við menntun, heilsugæslu og vatnsveitu, með skelfilegum og rækilega skjalfestum afleiðingum fyrir þorra almennings, einkum þó hina fátækustu. Að segja svo að hvað viðkemur vanda fátækra landa og fyrrum nýlenda, þá sé það tímasóun að leita að sökudólgum, er líka mikill misskilningur. Færð hafa verið fyrir því sterk rök að útrýming fátæktar í heiminum sé tæknilega, framkvæmdalega - og ekki síst fjárhagslega - tiltölulega auðvelt mál. Það er a.m.k. miklum mun auðveldara en flestir gera sér grein fyrir. Það sem verra er, er að slíkar aðgerðir eru háðar pólitískum vilja þeirra sem ráða lögum og lofum í heiminum - og hann virðist skorta gjörsamlega. Ávinningurinn er hreinlega ekki nægur fyrir „okkur", þ.e. hinar efnameiri þjóðir. Og þar sem við virðumst ekki skynja ástand mála sem svo að okkar eigin hagsmunir séu nægilega tengdir hagsmunum þróunarlandanna þá er hinn kosturinn til að hvetja ráðamenn til raunverulegra aðgerða til útrymingar fátæktar, í stað hástemmdra en innantómra yfirlýsinga um „alþjóðlegt stríð gegn fátækt", sá að minna menn á hverjum er raunverulega um að kenna. Það er e.t.v. eina leiðin til að magna upp eða knýja fram pólitískan vilja. Þessi óréttláta staða heimsmála segir okkur e.t.v. sitthvað um mannlegt eðli, en það er of flókið mál og langt til að útskýra hér hvers vegna við finnum til meðaumkunar, tárumst og tölum um sammannlegar skyldur þegar við sjáum myndir af sveltandi börnum í Afríku, en erum 5 mínútum síðar farin út í búð að kaupa okkur 15 tommu flatböku og 40 tommu flatskjá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Það að eitt og sama meðalið lækni alla sjúkdóma allra sjúklinga er nokkuð sem snákaolíusölumenn hvers konar hafa reynt að telja fólki trú um frá alda öðli, oft með skelfilegum afleiðingum. Þar fyrir utan hefur fyrirmyndin sjaldnast sjálf tekið inn eða notið tilætlaðs árangurs af meðalinu. Undanfarna daga hafa birst hér skoðanaskipti um kosti og galla frjálshyggju þegar þróunarríkin eru annars vegar. Boðberar frjálshyggjunnar hafa þar verið Hannes Hólmsteinn Gissurarson og Birgir Tjörvi Pétursson, framkvæmdastjóri. Ekki ætla ég að draga í efa góðan ásetning þeirra en ég hygg að ályktanir þeirra og boðskapur sé á nokkrum misskilningi og rangtúlkunum byggður - sem er alvarlegt mál þar sem mannslíf eru í húfi. Boðorð frjálshyggjunnar, hvað varðar þróunarlöndin, eru einkum tvenn: (1) að draga beri stórlega úr eða jafnvel hætta hvers konar fjárhagslegri þróunaraðstoð frá „norðri" til „suðurs" og (2) að þróunarlöndunum sé hollast að hverfa alfarið frá ríkisafskiptum - þó að ekkert „þróuðu" landanna hafi gert það. Reyndar flakkar Hannes fjálglega á milli þess að gagnrýna erlenda fjárhagsaðstoð annars vegar og ríkisafskipti hins vegar, sem ónýtir þau dæmi sem hann tekur af hinum svokölluðu „Kraftaverkalöndum" í Asíu sem sönnun á nytsemi frjálshyggjunnar. Því þó þau hafi notið takmarkaðrar fjárhagslegrar þróunaraðstoðar („Kraftaverkaríkin" Kórea og Taívan hafa reyndar fengið drjúgan skilding frá bæði BNA og Japan í gegnum tíðina) þá hafa þau svo sannarlega virt frjálshyggjuboðorðið að vettugi og náð sínum árangri með hjálp ríkulegra ríkisafskipta, þó ekki megi draga úr mikilvægi markaðsaflanna þar heldur. Fyrsta boðorðiðFyrst nokkrar athugasemdir um kosti og galla þróunaraðstoðar í formi tilfærslu á fé. Það er hárrétt hjá bæði Birgi og Hannesi að miklu fé hefur á umliðnum árum og áratugum verið sólundað í vel meinta en vanhugsaða og ómarkvissa efnahagslega þróunarhjálp. Umtalsverður hluti hennar hefur þar að auki, líkt og Hannes bendir á, gert það ógagn að styrkja í sessi spilltar og grimmar alræðisstjórnir. Ástæðurnar fyrir misheppnaðri þróunaraðstoð eru margar, bæði af tæknilegum toga sem og há-pólitískar; sumar flóknar en aðrar einfaldari - svona eftir á að hyggja - og of langt mál að fara að tíunda þær hér. En hverjar sem ástæðurnar eru þá má ekki líta svo á að risjótt saga þróunaraðstoðar sé nothæf sem einhver rök fyrir því að gefa hana alfarið upp á bátinn þar sem hún sé dæmd til að mistakast, eins og skilja má af málflutningi þeirra Birgis og Hannesar, einkum þess síðri. Lærdómurinn er mikið frekar sá að sú aðferðafræði og þau vinnubrögð sem beitt hefur verið hafa oft á tíðum verið meingölluð og vanhugsuð, byggð á misskilningi og fáfræði um félagslegar, menningarlegar og pólitískar aðstæður í móttökulandinu. Einnig hafa sjálfsbjargarviðleitni og atbeini þiggjendenna verið stórlega vanmetin, eins og Birgir bendir sjálfur á. Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi og fyrrum aðalhagfræðingur Alþjóðabankans, hefur m.a. rekið ástæður misheppnaðra þróunaraðgerða hins mjög svo frjálshyggjudrifna Alþjóðagjaldeyrissjóðs til þess að hann sé „fullur af þriðja flokks nemendum úr fyrsta flokks háskólum [þ.á.m. Oxford, væntanlega] sem hafi mjög takmarkaða þekkingu á aðstæðum í löndum sem þeir fara með gríðarlegt vald yfir í krafti þeirrar aðstöðu að geta veitt þeim - eða ekki - nauðsynlega fjárhagslega aðstoð". Svo virðist sem oft hafi kapp frekar ráðið förinni en forsjá. Þá hefur miklu ráðið að annarlegir hagsmunir háttsettra, mútuþægra pólitíkusa og bakhjarla þeirra úr viðskiptalífinu, s.s. úr röðum hergagnaframleiðenda, hafa verið fyrirferðamiklir við úthlutun styrkja og lána. Það sem Birgir telur meginskýringu misheppnaðrar þróunaraðstoðar, þ.e. „oftrú manna á áætlunarbúskap og miðstýringu", er í besta falli einn þáttur af mörgum, enda getur oftrú á hvað sem er, samkvæmt orðanna hljóðan, aldrei verið góð. Annað boðorðiðBáðir benda þeir Birgir og Hannes réttilega á að lífslíkur og lífsgæði séu meiri meðal „frelsaðra" þjóða en fátækra. Tíndar eru til alls kyns prósentur og fjöldi dæma sem eiga að sýna fram á orsakasambandið þar á milli. Vissulega er klár fylgni á milli t.d. viðskipta- og atvinnufrelsis annars vegar og ágætra lífsgæða hins vegar. En margt bendir til að sú fylgni sé svokallað sýndarsamband en ekki orsakasamband - rétt eins og sambandið á milli skóstærðar og lestrargetu grunnskólabarna, sem þó hlýtur að skrifast á þriðju breytuna: hækkandi aldur. Í ljósi þess hvernig hinar þróaðri þjóðir raunverulega iðnvæddust og efnuðust, s.s. með útbreiddu og aldalöngu arðráni í nafni yfirlýstrar heimsvaldastefnu og síðar með umfangsmiklum ríkisafskiptum (þriðja breytan), sem hvorugt getur talist til frjálsra eða heiðarlegra viðskiptahátta, er það undarlegt að menn skuli þakka frjálshyggjunni fyrir og vilja svo þvinga hana upp á óiðnvæddar þjóðir nútímans. Hvers eiga þær að gjalda? Hvorki Hannes né Birgir virðast gera sér nokkra grein fyrir ástæðum eða sögu misskiptingar í heiminum. Ég held þó að um sé að kenna hentiminnisleysi bókstafstrúarmannsins á frjálshyggju-fundamentalismann. Kenningin fellur einfaldlega ekki vel að raunveruleikanum, a.m.k. ekki í tilviki óiðnvæddra þróunarlanda, hvorki í nútímanum né í sögulegu ljósi. Eins og Stefán Snævarr hefur bent á í innleggi í þessa umræðu um frjálshyggju á villigötum, þá er frjálshyggja fín ídealmynd sem þó er þeim annmörkum háð að vera aðeins nothæf í einfölduðum ídealheimi, en ekki í okkar raunverulega heimi. Pennavinur minn einn, Noam nokkur Chomsky, var fyrir fáeinum árum spurður að því hvað honum þætti um frjálsan markaðsbúskap. Svaraði hann því til að það gæti verið frábær hugmynd. (Þetta er svipað svar og Mahatma Gandhi gaf aðspurður hvað honum finndist um vestræna siðmenningu.) Svarinu er náttúrulega ætlað að minna okkur á að frjálst markaðshagkerfi er hvergi til í raun og veru og hefur aldrei verið, heldur aðeins mismunandi sterkar blöndur markaðshyggju og ríkisafskipta, svokallaður ríkisverndaður kapítalismi, bæði í austri og vestri - ekki síst í BNA, fyrirmyndarmódeli frjálshyggjunnar. Engu að síður hefur fjöldi þróunarríkja verið þvingaður til að undirgangast hinar svokölluðu „aðlögunaráætlanir" (Structural Adjustment Programs) Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þeim fjölgar sífellt, bæði frá hægri og vinstri, sem fá óbragð í munninn við það eitt að nefna aðlögunaráætlanirnar á nafn, slíkar hafa afleiðingar þeirra verið. Þau ríki sem hafa verið gerð að tilraunastofum fyrir ný-klassískar míkróhagfræðikenningar hafa verið látin opna markaði sína fyrir erlendum afurðum og stórfyrirtækjum, með tilheyrandi tjóni fyrir innlendan iðnað - og hreinlega iðnvæðingu. Þau hafa líka verið látin einkavæða grunnþjónustu á borð við menntun, heilsugæslu og vatnsveitu, með skelfilegum og rækilega skjalfestum afleiðingum fyrir þorra almennings, einkum þó hina fátækustu. Að segja svo að hvað viðkemur vanda fátækra landa og fyrrum nýlenda, þá sé það tímasóun að leita að sökudólgum, er líka mikill misskilningur. Færð hafa verið fyrir því sterk rök að útrýming fátæktar í heiminum sé tæknilega, framkvæmdalega - og ekki síst fjárhagslega - tiltölulega auðvelt mál. Það er a.m.k. miklum mun auðveldara en flestir gera sér grein fyrir. Það sem verra er, er að slíkar aðgerðir eru háðar pólitískum vilja þeirra sem ráða lögum og lofum í heiminum - og hann virðist skorta gjörsamlega. Ávinningurinn er hreinlega ekki nægur fyrir „okkur", þ.e. hinar efnameiri þjóðir. Og þar sem við virðumst ekki skynja ástand mála sem svo að okkar eigin hagsmunir séu nægilega tengdir hagsmunum þróunarlandanna þá er hinn kosturinn til að hvetja ráðamenn til raunverulegra aðgerða til útrymingar fátæktar, í stað hástemmdra en innantómra yfirlýsinga um „alþjóðlegt stríð gegn fátækt", sá að minna menn á hverjum er raunverulega um að kenna. Það er e.t.v. eina leiðin til að magna upp eða knýja fram pólitískan vilja. Þessi óréttláta staða heimsmála segir okkur e.t.v. sitthvað um mannlegt eðli, en það er of flókið mál og langt til að útskýra hér hvers vegna við finnum til meðaumkunar, tárumst og tölum um sammannlegar skyldur þegar við sjáum myndir af sveltandi börnum í Afríku, en erum 5 mínútum síðar farin út í búð að kaupa okkur 15 tommu flatböku og 40 tommu flatskjá.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun