Smjörklípur 20. september 2006 06:00 Þegar ljóst var að vinir ALCOA höfðu í tvígang leynt Alþingi grundvallarupplýsingum um geigvænlega hættu af því að byggja stíflur við Kárahnjúka og varðar ekki aðeins rekstur virkjunar heldur líka líf og heill fólks í byggðum neðan Hálslóns. Þegar alþjóð varð kunnugt um að vinirnir höfðu tvívegis þaggað niður í einum virtasta og hugaðasta jarðvísindamanni landsins sem vildi upplýsa stjórnvöld, Alþingi og almenning um áhættuna af lón- og stíflustæði á hvellsprungnu landi. Þegar upplýst var að ALCOA styrkir austfirska lögreglumenn til æfinga í sérstökum búðum í Bandaríkjunum og kom þannig óorði á grandvara lögreglumenn og rýrði traust á stofnanir þeirra. Þegar ALCOA hélt áfram ólögmætri byggingu verksmiðju án umhverfismats í skjóli dómsmálaráðuneytis - var ljóst að bregðast þurfti við með óvæntri atlögu. Og hver skyldi þá ekki birtast nema örlagavaldur alls þessa, sveinninn með smjörklípuna. Í stórfurðulegum Kastljósþætti Evu Maríu Jónsdóttur 3.9. 2006 opinberaði Davíð Oddsson aðferðafræði sína. Árátta þessa merka hrekkjalóms íslenskra stjórnmála er að trufla óþægilega umræðu með því sem hann lýsti sjálfur sem smjörklípu-aðferðinni. Sannarlega hefur hún mótað íslensk stjórnmál frá því að ríkisstjórn hans réðist í Kárahnjúkavirkjun að Íslendingum forspurðum. Erfitt hefur verið að halda uppi opinni og vitsmunalegri umræðu því jafnan hefur smjörklípan verið á lofti og klínt á næsta mann, næsta umræðuefni - til að trufla. Sem fjölleikamaður í Seðlabanka spratt Davíð fram á Morgunvaktinni 1. september (ansi snemma á ferð) með smjörklípu á lofti og taldi umræðu um leyniskjöl "venjulega vitleysu sem alltaf kemur fram ..." að ákvarðanir um jarðfræðirannsóknir, glufur og sprungur eigi ekkert erindi á Alþingi ... "vitleysa ... vitlaust ... færustu vísindamenn ... vitleysa". Davíð gerði lítið úr upplýstri umræðu svo og hæfileikum og dómgreind þingmanna (að vísu ekki nýlunda) en aldrei virðist hann hafa tileinkað sér þá visku sem felst í uppbyggilegri gagnrýni og vel þótti honum takast að þagga niður í vísindamanninum í tvígang; hann sá ekkert athugavert við málsmeðferðina. Ef marka má orð Davíðs Oddssonar er hann hlynntur því að skerða tjáningar- og skoðanafrelsi til verndar forsjárhyggjunni, pólitísku hryggjarstykki Kárahnjúkavirkjunar. Yfirleitt er þingmönnum talið til tekna að þeir hafi vit á umræðum á Alþingi. Sumir þeirra virðast þó fljóta vel á talandanum án þess að vita eða skilja meginrök og klína sméri. Samt eiga þeir aldrei að samþykkja virkjun á ótraustum grunni berglaga og efnahags. Þeir eiga að hafa vit á því. "Ákvörðunin að virkja við Kárahnjúka er sennilega gálausasta fjárfesting á heimsbyggðinni miðað við fjölda fólksins, sem þarf að borga brúsann ef illa fer. Ofan á þetta bætist að einstæðum náttúruverðmætum verður fórnað til þess eins að misvitrir stjórnmálamenn geti lofað leikjum og brauði fyrir næstu kosningar." Guðmundur E. Sigvaldason. Erindi í Borgarleikhúsinu 15. jan. 2003Hver ber ábyrgð?Davíð á erfitt með að kyngja því að þeir Halldór Ásgrímsson tóku ákvörðun um virkjun af fullkomnu ábyrgðarleysi og á Morgunvaktinni fór hann frjálslega með staðreyndir. Hann sagði ósatt að "færustu vísindamenn" hefðu farið yfir öll jarðfræðigögn um "sprungur og glufur". Upplýsingar um virkar sprungur vantaði frá upphafi - voru ekki þúsundir blaðsíðna eins og Davíð staðhæfði.Athugasemdirnar sem Alþingi var meinað að sjá árið 2002 og skiptu sköpum voru þrjár blaðsíður. Í nóvember 2005 kom loks út Sprunguskýrsla (31 bls.) ásamt korti sem enginn þingmaður sá. Nóg er að lesa kortið til að sjá að HÆTTA er á ferð og þar átti að stoppa Kárahnjúkalestina. Þessi gögn hefðu átt að liggja fyrir þegar þeir Davíð og Halldór spáðu í virkjun. Svo er hitt að færustu og reyndustu vísindamenn okkar vöruðu við virkjuninni eins og fram kom í merkilegum varnarorðum Helga Björnssonar jöklafræðings í Velvakanda (Mbl. 22. ágúst sl.). Og margir þeirra eru ennþá uggandi.Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og prófessor hvatti til þess að unnið yrði nýtt og óháð áhættumat. Dettur einhverjum í hug að hann hafi sagt það sem pólitískan aulabrandara? Framkvæmdin í heild ber merki ofstopa og valdhroka, sama hvert litið er. Talnaglaði seðlabankastjórinn fullyrti líka að framkvæmdin myndi skila "11% arði á ári". Ein leyniskýrslan enn, ekki satt? Orð Davíðs eru ótraust og án sönnunar verður fullyrðingin dæmd dauð og ómerk líkt og klisjan að "færustu vísindamenn okkar" hafi grandskoðað allt. Samkvæmt tölum Landsvirkjunar og útreikningum á vegum Náttúruverndarsamtaka Íslands er tapið 20-30 milljarðar ólíkt trúverðugra - og ærlegra.Davíð kemur nú inn í íslenska pólitík líkt og Hurðaskellir sem lætur fólki bregða en er óðara horfinn. Samt vita allir að hann leynist á bak við næstu hurð með smjörklípu milli fingra. Örlög íslenskrar náttúru og þjóðarhags eru sveipuð skugga hans og því eðlilegt að spyrja: Var niðurstöðum úr tilraunamati Rammaáætlunar leynt fyrir Alþingi í aðdraganda Kárahnjúkaumræðu á Alþingi þar sem svæðið fékk hæstu einkunn sem náttúrugersemi og verstu einkunn sem virkjanakostur vegna náttúrugæða?Hver ber ábyrgð á gróðureyðingu og rofi á Vesturöræfum, haldi lón og stíflur vatni?Hver ber ábyrgð, aðra en fjárhagslega, ef Hálslón heldur illa vatni? Hver ber ábyrgð ef stíflurof verður?Hver ber ábyrgð ef Kárahnjúkavirkjun er ónýt framkvæmd?Kannski er núna ráð að grípa til gömlu smjörklípunnar og tala um allt annað - til dæmis lýsingu Davíðs Oddssonar þ.v. forsætisráðherra á fallega, litla fjallavatninu Hálslóni þar sem fólk gæti unað sér á vatnaskíðum í jökuleðjunni á sumrin. NFS-stöðin gæti nú endursýnt þá fantasíu og svo má líka lesa fullyrðingu hans í tímaritinu Smithsonian frá því í júní 2002 (bls. 92) að virkjunin "muni ekki skaða landslagið" - will not spoil the landscape.Davíð Oddsson var forsætisráðherra Íslands frá 1991 til 2004. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Þegar ljóst var að vinir ALCOA höfðu í tvígang leynt Alþingi grundvallarupplýsingum um geigvænlega hættu af því að byggja stíflur við Kárahnjúka og varðar ekki aðeins rekstur virkjunar heldur líka líf og heill fólks í byggðum neðan Hálslóns. Þegar alþjóð varð kunnugt um að vinirnir höfðu tvívegis þaggað niður í einum virtasta og hugaðasta jarðvísindamanni landsins sem vildi upplýsa stjórnvöld, Alþingi og almenning um áhættuna af lón- og stíflustæði á hvellsprungnu landi. Þegar upplýst var að ALCOA styrkir austfirska lögreglumenn til æfinga í sérstökum búðum í Bandaríkjunum og kom þannig óorði á grandvara lögreglumenn og rýrði traust á stofnanir þeirra. Þegar ALCOA hélt áfram ólögmætri byggingu verksmiðju án umhverfismats í skjóli dómsmálaráðuneytis - var ljóst að bregðast þurfti við með óvæntri atlögu. Og hver skyldi þá ekki birtast nema örlagavaldur alls þessa, sveinninn með smjörklípuna. Í stórfurðulegum Kastljósþætti Evu Maríu Jónsdóttur 3.9. 2006 opinberaði Davíð Oddsson aðferðafræði sína. Árátta þessa merka hrekkjalóms íslenskra stjórnmála er að trufla óþægilega umræðu með því sem hann lýsti sjálfur sem smjörklípu-aðferðinni. Sannarlega hefur hún mótað íslensk stjórnmál frá því að ríkisstjórn hans réðist í Kárahnjúkavirkjun að Íslendingum forspurðum. Erfitt hefur verið að halda uppi opinni og vitsmunalegri umræðu því jafnan hefur smjörklípan verið á lofti og klínt á næsta mann, næsta umræðuefni - til að trufla. Sem fjölleikamaður í Seðlabanka spratt Davíð fram á Morgunvaktinni 1. september (ansi snemma á ferð) með smjörklípu á lofti og taldi umræðu um leyniskjöl "venjulega vitleysu sem alltaf kemur fram ..." að ákvarðanir um jarðfræðirannsóknir, glufur og sprungur eigi ekkert erindi á Alþingi ... "vitleysa ... vitlaust ... færustu vísindamenn ... vitleysa". Davíð gerði lítið úr upplýstri umræðu svo og hæfileikum og dómgreind þingmanna (að vísu ekki nýlunda) en aldrei virðist hann hafa tileinkað sér þá visku sem felst í uppbyggilegri gagnrýni og vel þótti honum takast að þagga niður í vísindamanninum í tvígang; hann sá ekkert athugavert við málsmeðferðina. Ef marka má orð Davíðs Oddssonar er hann hlynntur því að skerða tjáningar- og skoðanafrelsi til verndar forsjárhyggjunni, pólitísku hryggjarstykki Kárahnjúkavirkjunar. Yfirleitt er þingmönnum talið til tekna að þeir hafi vit á umræðum á Alþingi. Sumir þeirra virðast þó fljóta vel á talandanum án þess að vita eða skilja meginrök og klína sméri. Samt eiga þeir aldrei að samþykkja virkjun á ótraustum grunni berglaga og efnahags. Þeir eiga að hafa vit á því. "Ákvörðunin að virkja við Kárahnjúka er sennilega gálausasta fjárfesting á heimsbyggðinni miðað við fjölda fólksins, sem þarf að borga brúsann ef illa fer. Ofan á þetta bætist að einstæðum náttúruverðmætum verður fórnað til þess eins að misvitrir stjórnmálamenn geti lofað leikjum og brauði fyrir næstu kosningar." Guðmundur E. Sigvaldason. Erindi í Borgarleikhúsinu 15. jan. 2003Hver ber ábyrgð?Davíð á erfitt með að kyngja því að þeir Halldór Ásgrímsson tóku ákvörðun um virkjun af fullkomnu ábyrgðarleysi og á Morgunvaktinni fór hann frjálslega með staðreyndir. Hann sagði ósatt að "færustu vísindamenn" hefðu farið yfir öll jarðfræðigögn um "sprungur og glufur". Upplýsingar um virkar sprungur vantaði frá upphafi - voru ekki þúsundir blaðsíðna eins og Davíð staðhæfði.Athugasemdirnar sem Alþingi var meinað að sjá árið 2002 og skiptu sköpum voru þrjár blaðsíður. Í nóvember 2005 kom loks út Sprunguskýrsla (31 bls.) ásamt korti sem enginn þingmaður sá. Nóg er að lesa kortið til að sjá að HÆTTA er á ferð og þar átti að stoppa Kárahnjúkalestina. Þessi gögn hefðu átt að liggja fyrir þegar þeir Davíð og Halldór spáðu í virkjun. Svo er hitt að færustu og reyndustu vísindamenn okkar vöruðu við virkjuninni eins og fram kom í merkilegum varnarorðum Helga Björnssonar jöklafræðings í Velvakanda (Mbl. 22. ágúst sl.). Og margir þeirra eru ennþá uggandi.Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og prófessor hvatti til þess að unnið yrði nýtt og óháð áhættumat. Dettur einhverjum í hug að hann hafi sagt það sem pólitískan aulabrandara? Framkvæmdin í heild ber merki ofstopa og valdhroka, sama hvert litið er. Talnaglaði seðlabankastjórinn fullyrti líka að framkvæmdin myndi skila "11% arði á ári". Ein leyniskýrslan enn, ekki satt? Orð Davíðs eru ótraust og án sönnunar verður fullyrðingin dæmd dauð og ómerk líkt og klisjan að "færustu vísindamenn okkar" hafi grandskoðað allt. Samkvæmt tölum Landsvirkjunar og útreikningum á vegum Náttúruverndarsamtaka Íslands er tapið 20-30 milljarðar ólíkt trúverðugra - og ærlegra.Davíð kemur nú inn í íslenska pólitík líkt og Hurðaskellir sem lætur fólki bregða en er óðara horfinn. Samt vita allir að hann leynist á bak við næstu hurð með smjörklípu milli fingra. Örlög íslenskrar náttúru og þjóðarhags eru sveipuð skugga hans og því eðlilegt að spyrja: Var niðurstöðum úr tilraunamati Rammaáætlunar leynt fyrir Alþingi í aðdraganda Kárahnjúkaumræðu á Alþingi þar sem svæðið fékk hæstu einkunn sem náttúrugersemi og verstu einkunn sem virkjanakostur vegna náttúrugæða?Hver ber ábyrgð á gróðureyðingu og rofi á Vesturöræfum, haldi lón og stíflur vatni?Hver ber ábyrgð, aðra en fjárhagslega, ef Hálslón heldur illa vatni? Hver ber ábyrgð ef stíflurof verður?Hver ber ábyrgð ef Kárahnjúkavirkjun er ónýt framkvæmd?Kannski er núna ráð að grípa til gömlu smjörklípunnar og tala um allt annað - til dæmis lýsingu Davíðs Oddssonar þ.v. forsætisráðherra á fallega, litla fjallavatninu Hálslóni þar sem fólk gæti unað sér á vatnaskíðum í jökuleðjunni á sumrin. NFS-stöðin gæti nú endursýnt þá fantasíu og svo má líka lesa fullyrðingu hans í tímaritinu Smithsonian frá því í júní 2002 (bls. 92) að virkjunin "muni ekki skaða landslagið" - will not spoil the landscape.Davíð Oddsson var forsætisráðherra Íslands frá 1991 til 2004.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun