Gagnkvæm virðing, jafnræði og breytilegt samfélag 20. september 2006 06:00 Ég las nýlega grein um konu í blaðinu þar sem hún vildi vita hvert íslenska ríkisstjórnin stefndi varðandi málefni innflytjenda. Hún kom með marga góða punkta í greininni sem væri við hæfi að skoða vandlega. Í mörgum löndum í Evrópu í dag er Evrópusambandið ásamt ríkisstjórnum, sveitarfélögum, félagasamtökum og almenningi að vinna hörðum höndum saman að því að kynna hugtakið ÞÁTTTAKA. Það er að segja að vekja almenning til umhugsunar á mikilvægi þess að hvetja og aðstoða alla í samfélaginu til að vera virkir þátttakendur óháð uppruna, trú, þjóðerni, kynþáttar, litarhætti, útliti o.s.frv. Þetta er nokkuð sem við verðum öll að gera okkur grein fyrir og vera meðvituð um. En sérstaklega ríkisstjórnin. Við verðum að gera öllum kleift að vera með og í leiðinni að fjarlægja það sem heldur okkur í sundur þ.á m. fordóma, misskilning, óþarfa ótta, fáfræði, staðalmyndir, öfgahyggju, hatur o.s.frv. En þetta á að vera gagnkvæmt. Ríkisstjórnin má ekki bíða of lengi fyrir hlutina að byrja að versna áður en þau grípa í taumana eins og hefur oft gerst erlendis. Það margborgar sig að gera ráðstafanir um leið og samfélagið er augljóslega byrjað að breytast. En þau sem ef til vil vilja leggja leið sína hingað eða eru nú þegar hérna þurfa líka að leggja sitt af mörkum og sýna fúsleika til að vera með og það þýðir oft á tíðum hugarfarsbreytingar hjá þeim líka. Svo þurfa ráðamenn að gera sér grein fyrir þvi að í þessu samhengi er alltaf þörf fyrir samstarf við félagasamtök. Í dag er hægt að finna slíkt á Íslandi að nafni Ísland Panorama. Við verðum að gera allt til að forðast það sem við höfum séð gerast í kringum okkur og á öðrum stöðum álfunnar. Við getum gert þetta vel ef við forðumst aðgerðarleysi og bregðumst við tímanlega og það er nú. Ísland er orðið stór partur af svokölluðu alþjóðlegu samfélagi þar sem fólk af mismunandi uppruna þarf daglega að eiga í gagnkvæmum samskiptum. Við þurfum ekki að vera eitthvað hrædd eða fordómafull bara því að sumir eru öðruvísi að sjá. Og þau sem vilja koma þurfa að vera tilbúin fyrir breytingar í lífinu. Sýnum umburðarlyndi og gefum öllum tækifæri. Byggjum betra samfélag sem er öllum í hag og verum til fyrirmyndar. Ríkisstjórn og ráðamenn, ekki fresta nauðsynlegum aðgerðum endalaust. Framkvæmum nú. Næsta ári er Evrópu árið fyrir "Jafnræði fyrir alla" eða European Year of Equal Opportunities. Félagsmálaráðuneytið hyggst taka þátt og vonumst við til þess að þetta verði sýnt í verki. Við höfum engu að tapa og allt til að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Höfuðborgin sem þjóðgarður: Arfleifð til komandi kynslóða Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Ég las nýlega grein um konu í blaðinu þar sem hún vildi vita hvert íslenska ríkisstjórnin stefndi varðandi málefni innflytjenda. Hún kom með marga góða punkta í greininni sem væri við hæfi að skoða vandlega. Í mörgum löndum í Evrópu í dag er Evrópusambandið ásamt ríkisstjórnum, sveitarfélögum, félagasamtökum og almenningi að vinna hörðum höndum saman að því að kynna hugtakið ÞÁTTTAKA. Það er að segja að vekja almenning til umhugsunar á mikilvægi þess að hvetja og aðstoða alla í samfélaginu til að vera virkir þátttakendur óháð uppruna, trú, þjóðerni, kynþáttar, litarhætti, útliti o.s.frv. Þetta er nokkuð sem við verðum öll að gera okkur grein fyrir og vera meðvituð um. En sérstaklega ríkisstjórnin. Við verðum að gera öllum kleift að vera með og í leiðinni að fjarlægja það sem heldur okkur í sundur þ.á m. fordóma, misskilning, óþarfa ótta, fáfræði, staðalmyndir, öfgahyggju, hatur o.s.frv. En þetta á að vera gagnkvæmt. Ríkisstjórnin má ekki bíða of lengi fyrir hlutina að byrja að versna áður en þau grípa í taumana eins og hefur oft gerst erlendis. Það margborgar sig að gera ráðstafanir um leið og samfélagið er augljóslega byrjað að breytast. En þau sem ef til vil vilja leggja leið sína hingað eða eru nú þegar hérna þurfa líka að leggja sitt af mörkum og sýna fúsleika til að vera með og það þýðir oft á tíðum hugarfarsbreytingar hjá þeim líka. Svo þurfa ráðamenn að gera sér grein fyrir þvi að í þessu samhengi er alltaf þörf fyrir samstarf við félagasamtök. Í dag er hægt að finna slíkt á Íslandi að nafni Ísland Panorama. Við verðum að gera allt til að forðast það sem við höfum séð gerast í kringum okkur og á öðrum stöðum álfunnar. Við getum gert þetta vel ef við forðumst aðgerðarleysi og bregðumst við tímanlega og það er nú. Ísland er orðið stór partur af svokölluðu alþjóðlegu samfélagi þar sem fólk af mismunandi uppruna þarf daglega að eiga í gagnkvæmum samskiptum. Við þurfum ekki að vera eitthvað hrædd eða fordómafull bara því að sumir eru öðruvísi að sjá. Og þau sem vilja koma þurfa að vera tilbúin fyrir breytingar í lífinu. Sýnum umburðarlyndi og gefum öllum tækifæri. Byggjum betra samfélag sem er öllum í hag og verum til fyrirmyndar. Ríkisstjórn og ráðamenn, ekki fresta nauðsynlegum aðgerðum endalaust. Framkvæmum nú. Næsta ári er Evrópu árið fyrir "Jafnræði fyrir alla" eða European Year of Equal Opportunities. Félagsmálaráðuneytið hyggst taka þátt og vonumst við til þess að þetta verði sýnt í verki. Við höfum engu að tapa og allt til að vinna.
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar