Dýraníð og lögin 20. september 2006 06:00 Vegna frétta í fjölmiðlum af dýraníði (dyresex) vegna kynferðislegrar misnotkunar á íslenskum hesti í Danmörku vill Dýraverndarsamband Íslands koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum. Engin ákvæði eru til í íslenskum lögum, sem banna beinlínis þessháttar verknað gagnvart dýrum en hinsvegar segir í lögum nr. 15/1994 um dýravernd 2. gr: "Skylt er að fara vel með öll dýr. Óheimilt er að hrekkja dýr eða meiða. Forðast skal að ofbjóða kröftum þeirra og þoli." Í október 2004 kom upp slíkt mál í Þorlákshöfn og kærði hestaeigandinn meintan dýraníðing fyrir innbrot í hesthúsið sitt og jafnframt fyrir að hafa haft í frammi kynferðislega áreitni við hrossin þar. Lögregluembættið í Árnessýslu tók málið föstum tökum og mun það bæði hafa verið rannsakað sem innbrot en líka sem brot á lögum um dýravernd. Fékk það alveg sömu málsmeðferð og ef um nauðgun hefði verið að ræða. Sýni og lífsýni voru tekin af meintum geranda og hrossunum og send til útlanda til DNA-greiningar. Niðurstöður voru ekki nógu afgerandi til þess að verknaðurinn þætti tvímælalaus enda er sönnunarbyrðin mjög rík í slíkum málum. Sök um dýraníð þótti því ekki nægilega sönnuð en viðkomandi mun hafa fengið einhverja refsingu fyrir innbrotið í hesthúsið. Í umræðunni í fjölmiðlum um þessi mál hafa komið fram fyllyrðingar um að þar sem ekki séu til í lögum nein bein ákvæði um svona mál endi þau yfirleitt ekki í kæru þar sem oftast sjái ekki á dýrunum. Þetta er sem betur fer rangt eins og dæmið hér að ofan sannar, þar sem fram kemur að lögreglan í Árnessýslu rannsakaði svona dýraníðingsmál sem brot á framangreindri grein í dýraverndarlögunum og með alveg sama hætti og ef um nauðgun hefði verið að ræða. Á lögreglan hrós skilið fyrir þessi frábæru vinnubrögð. Í íslenskum rétti er til urmull af lögum og reglugerðum og samþykktum um hverskonar meðferð dýra - en því miður er það gömul saga og ný að þau eru vita gagnslaus ef þeim er ekki fylgt eftir af þar til bærum aðilum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Höfuðborgin sem þjóðgarður: Arfleifð til komandi kynslóða Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Vegna frétta í fjölmiðlum af dýraníði (dyresex) vegna kynferðislegrar misnotkunar á íslenskum hesti í Danmörku vill Dýraverndarsamband Íslands koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum. Engin ákvæði eru til í íslenskum lögum, sem banna beinlínis þessháttar verknað gagnvart dýrum en hinsvegar segir í lögum nr. 15/1994 um dýravernd 2. gr: "Skylt er að fara vel með öll dýr. Óheimilt er að hrekkja dýr eða meiða. Forðast skal að ofbjóða kröftum þeirra og þoli." Í október 2004 kom upp slíkt mál í Þorlákshöfn og kærði hestaeigandinn meintan dýraníðing fyrir innbrot í hesthúsið sitt og jafnframt fyrir að hafa haft í frammi kynferðislega áreitni við hrossin þar. Lögregluembættið í Árnessýslu tók málið föstum tökum og mun það bæði hafa verið rannsakað sem innbrot en líka sem brot á lögum um dýravernd. Fékk það alveg sömu málsmeðferð og ef um nauðgun hefði verið að ræða. Sýni og lífsýni voru tekin af meintum geranda og hrossunum og send til útlanda til DNA-greiningar. Niðurstöður voru ekki nógu afgerandi til þess að verknaðurinn þætti tvímælalaus enda er sönnunarbyrðin mjög rík í slíkum málum. Sök um dýraníð þótti því ekki nægilega sönnuð en viðkomandi mun hafa fengið einhverja refsingu fyrir innbrotið í hesthúsið. Í umræðunni í fjölmiðlum um þessi mál hafa komið fram fyllyrðingar um að þar sem ekki séu til í lögum nein bein ákvæði um svona mál endi þau yfirleitt ekki í kæru þar sem oftast sjái ekki á dýrunum. Þetta er sem betur fer rangt eins og dæmið hér að ofan sannar, þar sem fram kemur að lögreglan í Árnessýslu rannsakaði svona dýraníðingsmál sem brot á framangreindri grein í dýraverndarlögunum og með alveg sama hætti og ef um nauðgun hefði verið að ræða. Á lögreglan hrós skilið fyrir þessi frábæru vinnubrögð. Í íslenskum rétti er til urmull af lögum og reglugerðum og samþykktum um hverskonar meðferð dýra - en því miður er það gömul saga og ný að þau eru vita gagnslaus ef þeim er ekki fylgt eftir af þar til bærum aðilum.
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar