Microsoft á Íslandi ætlar í næstu viku að ráðast í mikla kynningarherferð á People-Ready. Um er að ræða nýtt hugtak sem er afsprengi mikillar hugmyndavinnu hjá Microsoft.
Fyrsta skrefið verður morgunfundur fyrir æðstu stjórnendur fyrirtækja sem haldinn verður á Nordica Hotel á mánudag í næstu viku. Verður honum fylgt eftir með ráðstefnu fyrir tæknistjóra og yfirmenn upplýsingamála fyrirtækja hér á landi í húsakynnum Microsoft við Engjateig 7 daginn eftir og námsstefnu fyrir tölvu- og tæknisérfræðinga undir yfirskriftinni IT Pro Readiness á miðvikudag en þar verður Windows Vista kynnt.