Skráning Exista dregur fram dulda eign KB banka 15. september 2006 00:01 Kauphöll Íslands Hlutafé Exista hf. verður skráð á aðallista Kauphallarinnar fyrir opnun markaða í dag. Félagið er á meðal öflugustu fyrirtækja landsins og nema heildareignir þess yfir 300 milljörðum króna. Exista verður fjórða verðmætasta félagið í Kauphöllinni á eftir viðskiptabönkunum þremur. Exista starfar á sviði fjármálaþjónustu, einkum trygginga og eignaleigu, meðal annars undir merkjum VÍS og Lýsingar. Þá er Exista kjölfestufjárfestir í nokkrum af stærstu fyrirtækjum landsins, þar á meðal Kaupþingi banka, Bakkavör Group og Símanum. Í fyrradag lauk útboði á hlutabréfum í Exista til starfsmanna félagsins og til almennings, en í boði voru 0,6 prósent heildarhlutafjár fyrir hvorn hóp um sig. Alls 130 milljón hlutir. Söluverð á hlut var 21,5 krónur, en það er sama verð og var í útboði til fagfjárfesta í síðustu viku. Starfsmenn félagsins skráðu sig fyrir öllum hlutum sem þeim stóðu til boða og eftirspurn í almenna útboðinu var langt umfram framboð. Alls bárust óskir um kaup fyrir allt að 42 milljarða króna, en í boði voru ekki nema 1,4 milljarðar. Í almenna úboðinu fengu fjárfestar að kaupa fyrir meira en 240 þúsund krónur, eða helminginn af þeim hlut sem þeir skráðu sig fyrir ef upphæðin hans var lægri. Merki Exista Kaupþing banki sá um útboðið á bréfunum í Exista og innleystur hagnaður bankans af sölu bréfa í félaginu var 10,6 milljarðar króna. Þar kemur til bæði sala í útboðinu og til lífeyrissjóða í byrjun síðasta mánaðar. Að auki á bankinn um 10,8 prósenta hlut í Exista, en hann er áætlað að greiða til hluthafa í formi arðs. Greiningardeild Glitnis segir allt útlit fyrir methagnað á þriðja ársfjórðungi hjá Kaupþingi banka vegna viðskiptanna með bréf Exista. "Óvíst er um þróun verðs á bréfunum það sem eftir lifir af þriðja ársfjórðungi en miðað við útboðsverðið (21,5 krónur á hlut) hefur myndast 13,2 milljarða króna óinnleystur hagnaður af eftirstandandi eign bankans í félaginu. Samtals nemur því hagnaður bankans af ráðstöfun hlutabréfa í Exista sem stendur um 23,8 milljörðum króna fyrir skatta." Fyrir skráningu bréfa Exista bókfærði Kaupþing banki þau á kaupverði en ekki áætluðu markaðsvirði líkt og gert verður eftirleiðis. Viðskipti Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Hlutafé Exista hf. verður skráð á aðallista Kauphallarinnar fyrir opnun markaða í dag. Félagið er á meðal öflugustu fyrirtækja landsins og nema heildareignir þess yfir 300 milljörðum króna. Exista verður fjórða verðmætasta félagið í Kauphöllinni á eftir viðskiptabönkunum þremur. Exista starfar á sviði fjármálaþjónustu, einkum trygginga og eignaleigu, meðal annars undir merkjum VÍS og Lýsingar. Þá er Exista kjölfestufjárfestir í nokkrum af stærstu fyrirtækjum landsins, þar á meðal Kaupþingi banka, Bakkavör Group og Símanum. Í fyrradag lauk útboði á hlutabréfum í Exista til starfsmanna félagsins og til almennings, en í boði voru 0,6 prósent heildarhlutafjár fyrir hvorn hóp um sig. Alls 130 milljón hlutir. Söluverð á hlut var 21,5 krónur, en það er sama verð og var í útboði til fagfjárfesta í síðustu viku. Starfsmenn félagsins skráðu sig fyrir öllum hlutum sem þeim stóðu til boða og eftirspurn í almenna útboðinu var langt umfram framboð. Alls bárust óskir um kaup fyrir allt að 42 milljarða króna, en í boði voru ekki nema 1,4 milljarðar. Í almenna úboðinu fengu fjárfestar að kaupa fyrir meira en 240 þúsund krónur, eða helminginn af þeim hlut sem þeir skráðu sig fyrir ef upphæðin hans var lægri. Merki Exista Kaupþing banki sá um útboðið á bréfunum í Exista og innleystur hagnaður bankans af sölu bréfa í félaginu var 10,6 milljarðar króna. Þar kemur til bæði sala í útboðinu og til lífeyrissjóða í byrjun síðasta mánaðar. Að auki á bankinn um 10,8 prósenta hlut í Exista, en hann er áætlað að greiða til hluthafa í formi arðs. Greiningardeild Glitnis segir allt útlit fyrir methagnað á þriðja ársfjórðungi hjá Kaupþingi banka vegna viðskiptanna með bréf Exista. "Óvíst er um þróun verðs á bréfunum það sem eftir lifir af þriðja ársfjórðungi en miðað við útboðsverðið (21,5 krónur á hlut) hefur myndast 13,2 milljarða króna óinnleystur hagnaður af eftirstandandi eign bankans í félaginu. Samtals nemur því hagnaður bankans af ráðstöfun hlutabréfa í Exista sem stendur um 23,8 milljörðum króna fyrir skatta." Fyrir skráningu bréfa Exista bókfærði Kaupþing banki þau á kaupverði en ekki áætluðu markaðsvirði líkt og gert verður eftirleiðis.
Viðskipti Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira