Skráning Exista dregur fram dulda eign KB banka 15. september 2006 00:01 Kauphöll Íslands Hlutafé Exista hf. verður skráð á aðallista Kauphallarinnar fyrir opnun markaða í dag. Félagið er á meðal öflugustu fyrirtækja landsins og nema heildareignir þess yfir 300 milljörðum króna. Exista verður fjórða verðmætasta félagið í Kauphöllinni á eftir viðskiptabönkunum þremur. Exista starfar á sviði fjármálaþjónustu, einkum trygginga og eignaleigu, meðal annars undir merkjum VÍS og Lýsingar. Þá er Exista kjölfestufjárfestir í nokkrum af stærstu fyrirtækjum landsins, þar á meðal Kaupþingi banka, Bakkavör Group og Símanum. Í fyrradag lauk útboði á hlutabréfum í Exista til starfsmanna félagsins og til almennings, en í boði voru 0,6 prósent heildarhlutafjár fyrir hvorn hóp um sig. Alls 130 milljón hlutir. Söluverð á hlut var 21,5 krónur, en það er sama verð og var í útboði til fagfjárfesta í síðustu viku. Starfsmenn félagsins skráðu sig fyrir öllum hlutum sem þeim stóðu til boða og eftirspurn í almenna útboðinu var langt umfram framboð. Alls bárust óskir um kaup fyrir allt að 42 milljarða króna, en í boði voru ekki nema 1,4 milljarðar. Í almenna úboðinu fengu fjárfestar að kaupa fyrir meira en 240 þúsund krónur, eða helminginn af þeim hlut sem þeir skráðu sig fyrir ef upphæðin hans var lægri. Merki Exista Kaupþing banki sá um útboðið á bréfunum í Exista og innleystur hagnaður bankans af sölu bréfa í félaginu var 10,6 milljarðar króna. Þar kemur til bæði sala í útboðinu og til lífeyrissjóða í byrjun síðasta mánaðar. Að auki á bankinn um 10,8 prósenta hlut í Exista, en hann er áætlað að greiða til hluthafa í formi arðs. Greiningardeild Glitnis segir allt útlit fyrir methagnað á þriðja ársfjórðungi hjá Kaupþingi banka vegna viðskiptanna með bréf Exista. "Óvíst er um þróun verðs á bréfunum það sem eftir lifir af þriðja ársfjórðungi en miðað við útboðsverðið (21,5 krónur á hlut) hefur myndast 13,2 milljarða króna óinnleystur hagnaður af eftirstandandi eign bankans í félaginu. Samtals nemur því hagnaður bankans af ráðstöfun hlutabréfa í Exista sem stendur um 23,8 milljörðum króna fyrir skatta." Fyrir skráningu bréfa Exista bókfærði Kaupþing banki þau á kaupverði en ekki áætluðu markaðsvirði líkt og gert verður eftirleiðis. Viðskipti Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Hlutafé Exista hf. verður skráð á aðallista Kauphallarinnar fyrir opnun markaða í dag. Félagið er á meðal öflugustu fyrirtækja landsins og nema heildareignir þess yfir 300 milljörðum króna. Exista verður fjórða verðmætasta félagið í Kauphöllinni á eftir viðskiptabönkunum þremur. Exista starfar á sviði fjármálaþjónustu, einkum trygginga og eignaleigu, meðal annars undir merkjum VÍS og Lýsingar. Þá er Exista kjölfestufjárfestir í nokkrum af stærstu fyrirtækjum landsins, þar á meðal Kaupþingi banka, Bakkavör Group og Símanum. Í fyrradag lauk útboði á hlutabréfum í Exista til starfsmanna félagsins og til almennings, en í boði voru 0,6 prósent heildarhlutafjár fyrir hvorn hóp um sig. Alls 130 milljón hlutir. Söluverð á hlut var 21,5 krónur, en það er sama verð og var í útboði til fagfjárfesta í síðustu viku. Starfsmenn félagsins skráðu sig fyrir öllum hlutum sem þeim stóðu til boða og eftirspurn í almenna útboðinu var langt umfram framboð. Alls bárust óskir um kaup fyrir allt að 42 milljarða króna, en í boði voru ekki nema 1,4 milljarðar. Í almenna úboðinu fengu fjárfestar að kaupa fyrir meira en 240 þúsund krónur, eða helminginn af þeim hlut sem þeir skráðu sig fyrir ef upphæðin hans var lægri. Merki Exista Kaupþing banki sá um útboðið á bréfunum í Exista og innleystur hagnaður bankans af sölu bréfa í félaginu var 10,6 milljarðar króna. Þar kemur til bæði sala í útboðinu og til lífeyrissjóða í byrjun síðasta mánaðar. Að auki á bankinn um 10,8 prósenta hlut í Exista, en hann er áætlað að greiða til hluthafa í formi arðs. Greiningardeild Glitnis segir allt útlit fyrir methagnað á þriðja ársfjórðungi hjá Kaupþingi banka vegna viðskiptanna með bréf Exista. "Óvíst er um þróun verðs á bréfunum það sem eftir lifir af þriðja ársfjórðungi en miðað við útboðsverðið (21,5 krónur á hlut) hefur myndast 13,2 milljarða króna óinnleystur hagnaður af eftirstandandi eign bankans í félaginu. Samtals nemur því hagnaður bankans af ráðstöfun hlutabréfa í Exista sem stendur um 23,8 milljörðum króna fyrir skatta." Fyrir skráningu bréfa Exista bókfærði Kaupþing banki þau á kaupverði en ekki áætluðu markaðsvirði líkt og gert verður eftirleiðis.
Viðskipti Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira