Þróunaraðstoð á villigötum 9. september 2006 05:00 Leiðir úr viðjum fátæktarWilliam Easterly, prófessor við Háskólann í New York, heldur því fram í nýrri skýrslu að ríkisstyrkt þróunaraðstoð hafi brugðist fólki í þróunarríkjunum og sé enn á villigötum. Easterly, sem starfaði í sextán ár að þróunarmálum hjá Alþjóðabankanum, hefur bent á, að á árunum 1970-1994 hefðu 22 Afríkuríki samtals eytt um 24 þúsund milljörðum íslenskra króna í opinbera fjárfestingu, og fengið aðra þrettán þúsund milljarða í þróunaraðstoð, án þess að tekist hefði að losa íbúana úr gildru fátæktar. Skýrsla Easterly er hluti ársskýrslu um efnahagslegt frelsi þjóða, sem RSE gaf út hér á landi á fimmtudag. Þar er sýnt fram á, að efnahagslegt frelsi sé miklu áhrifaríkara í baráttu við fátækt heldur en opinberir styrkir. Skv. skýrslunni má sjá að hjá frjálsustu þjóðunum eru lífslíkur mestar, ungbarnadauði sjaldgæfastur, fæst börn á vinnumarkaði og aðgangur að hreinu vatni útbreiddastur. Tekjur á mann eru þar hæstar, líka þegar borin eru saman kjör fátækustu íbúa hverrar þjóðar, og atvinnuleysi er minnst. Pólitísk réttindi eru tryggust hjá frjálsum þjóðum og spilling minnst. Fólk sem býr við ófrelsi, þar sem opinber miðstýring er mest, nýtur minnstra lífsgæða, nánast sama hvar borið er niður. Easterly leggur til að í stað þess að hámenntaðir sérfræðingar alþjóðastofnana semji áætlanir um hvernig koma eigi fólki úr fátækt með miðstýrðum aðgerðum, opinberum styrkjum, fjárfestingum og skýrslugerð, þurfi að reyna að frelsa fólkið frá miðstýringunni. Koma á eignarréttarskipulagi og afnema höft á viðskipti. Þannig að heimafólk geti sjálft átt samskipti við aðra á frjálsum markaði með eignir sínar og kunnáttu. Tilraunastarfsemi á frjálsum markaði leiði yfirleitt til þess að fólk leiti í framleiðslustarfsemi sem skili arði, en forðist þá sem geri það ekki, svo auðlindir og framleiðsluþættir flytjast þangað og nýtast þar sem hagkvæmnin er mest. Við þessar aðstæður vænkast hagur fólks, kröfur um lífsgæði aukast og samfélög þróast. Í miðstýrðum áætlunarbúskap þar sem opinberu fjármagni er dælt í opinber verkefni verður öfug þróun. Þann lærdóm mátti reyndar draga af efnahagsþróun á 20. öld. En samt eru ótrúlega margir sem enn trúa því, að fái nógu margir embættismenn nógu mikið fjármagn, geti þeir bjargað heiminum. Þeir hafa lítið lært.Höfundur er framkvæmdastjóri RSE, Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Leiðir úr viðjum fátæktarWilliam Easterly, prófessor við Háskólann í New York, heldur því fram í nýrri skýrslu að ríkisstyrkt þróunaraðstoð hafi brugðist fólki í þróunarríkjunum og sé enn á villigötum. Easterly, sem starfaði í sextán ár að þróunarmálum hjá Alþjóðabankanum, hefur bent á, að á árunum 1970-1994 hefðu 22 Afríkuríki samtals eytt um 24 þúsund milljörðum íslenskra króna í opinbera fjárfestingu, og fengið aðra þrettán þúsund milljarða í þróunaraðstoð, án þess að tekist hefði að losa íbúana úr gildru fátæktar. Skýrsla Easterly er hluti ársskýrslu um efnahagslegt frelsi þjóða, sem RSE gaf út hér á landi á fimmtudag. Þar er sýnt fram á, að efnahagslegt frelsi sé miklu áhrifaríkara í baráttu við fátækt heldur en opinberir styrkir. Skv. skýrslunni má sjá að hjá frjálsustu þjóðunum eru lífslíkur mestar, ungbarnadauði sjaldgæfastur, fæst börn á vinnumarkaði og aðgangur að hreinu vatni útbreiddastur. Tekjur á mann eru þar hæstar, líka þegar borin eru saman kjör fátækustu íbúa hverrar þjóðar, og atvinnuleysi er minnst. Pólitísk réttindi eru tryggust hjá frjálsum þjóðum og spilling minnst. Fólk sem býr við ófrelsi, þar sem opinber miðstýring er mest, nýtur minnstra lífsgæða, nánast sama hvar borið er niður. Easterly leggur til að í stað þess að hámenntaðir sérfræðingar alþjóðastofnana semji áætlanir um hvernig koma eigi fólki úr fátækt með miðstýrðum aðgerðum, opinberum styrkjum, fjárfestingum og skýrslugerð, þurfi að reyna að frelsa fólkið frá miðstýringunni. Koma á eignarréttarskipulagi og afnema höft á viðskipti. Þannig að heimafólk geti sjálft átt samskipti við aðra á frjálsum markaði með eignir sínar og kunnáttu. Tilraunastarfsemi á frjálsum markaði leiði yfirleitt til þess að fólk leiti í framleiðslustarfsemi sem skili arði, en forðist þá sem geri það ekki, svo auðlindir og framleiðsluþættir flytjast þangað og nýtast þar sem hagkvæmnin er mest. Við þessar aðstæður vænkast hagur fólks, kröfur um lífsgæði aukast og samfélög þróast. Í miðstýrðum áætlunarbúskap þar sem opinberu fjármagni er dælt í opinber verkefni verður öfug þróun. Þann lærdóm mátti reyndar draga af efnahagsþróun á 20. öld. En samt eru ótrúlega margir sem enn trúa því, að fái nógu margir embættismenn nógu mikið fjármagn, geti þeir bjargað heiminum. Þeir hafa lítið lært.Höfundur er framkvæmdastjóri RSE, Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar