Konur og kosningar að vori 7. september 2006 06:00 Samkvæmt fréttum eru allir stjórnmálaflokkar teknir að huga að uppstillingum á framboðslista vegna alþingiskosninga á komandi vori. Lítil fjölgun kvenna á Alþingi Íslendinga á liðnum árum hefur verið áfall fyrir jafnréttisbaráttuna hér á landi. Konur eru tæpur þriðjungur þingmanna og sveitarstjórnarmanna og þriðjungur ráðherra. Hlutur kvenna í stjórnmálum er ennþá óeðlilega rýr og endurspeglar ekki samfélagið. Það er nauðsynlegt að bæði kynin taki þátt í að móta samfélagið. Það liggur ljóst fyrir að stjórnmálaflokkarnir sjálfir bera þyngsta ábyrgð á þessari þróun. Fléttulistar, þar sem konur og karlar raðast til skiptis á framboðslista, hafa skilað verulegum árangri, því það hefur iðulega skort á að konur eigi kost á að skipa svokölluð ,,örugg sæti, þ.e. sæti sem eru líkleg til að tryggja þeim kosningu. Fléttulistar sýna raunverulegan vilja stjórnmálaflokka til að jafna hlut kynjanna. Meðalaldur á Alþingi hefur lækkað undanfarin ár en það eru fyrst og fremst ungir karlar sem hafa lækkað meðalaldurinn. Ungir karlar virðast því eiga auðveldara uppdráttar í stjórnmálum en ungar konur eða konur yfirleitt. Af umræðum að dæma virðist talið eðlilegt að aldur megi vega þungt við val á frambjóðendum, en kynferði síður. Það er brýnt að veita stjórnmálaflokkunum ákveðið aðhald, nú þegar þeir hefjast handa við skipan á framboðslista. Hver verður hlutur kvenna? Nú er tækifæri til að horfa til reynslu þeirra kvenna sem koma til greina í framboð, meta hana að verðleikum og hvetja þær til þátttöku. Því ber að fagna að félagsmálaráðherra hefur þegar skipað starfshóp með fulltrúum allra þingflokka, sem ætlað er að skipuleggja þverpólitískar aðgerðir til að jafna hlut kynjanna við næstu alþingiskosningar og mun starfshópurinn væntanlega vekja frekari athygli á þessu þarfa baráttumáli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt fréttum eru allir stjórnmálaflokkar teknir að huga að uppstillingum á framboðslista vegna alþingiskosninga á komandi vori. Lítil fjölgun kvenna á Alþingi Íslendinga á liðnum árum hefur verið áfall fyrir jafnréttisbaráttuna hér á landi. Konur eru tæpur þriðjungur þingmanna og sveitarstjórnarmanna og þriðjungur ráðherra. Hlutur kvenna í stjórnmálum er ennþá óeðlilega rýr og endurspeglar ekki samfélagið. Það er nauðsynlegt að bæði kynin taki þátt í að móta samfélagið. Það liggur ljóst fyrir að stjórnmálaflokkarnir sjálfir bera þyngsta ábyrgð á þessari þróun. Fléttulistar, þar sem konur og karlar raðast til skiptis á framboðslista, hafa skilað verulegum árangri, því það hefur iðulega skort á að konur eigi kost á að skipa svokölluð ,,örugg sæti, þ.e. sæti sem eru líkleg til að tryggja þeim kosningu. Fléttulistar sýna raunverulegan vilja stjórnmálaflokka til að jafna hlut kynjanna. Meðalaldur á Alþingi hefur lækkað undanfarin ár en það eru fyrst og fremst ungir karlar sem hafa lækkað meðalaldurinn. Ungir karlar virðast því eiga auðveldara uppdráttar í stjórnmálum en ungar konur eða konur yfirleitt. Af umræðum að dæma virðist talið eðlilegt að aldur megi vega þungt við val á frambjóðendum, en kynferði síður. Það er brýnt að veita stjórnmálaflokkunum ákveðið aðhald, nú þegar þeir hefjast handa við skipan á framboðslista. Hver verður hlutur kvenna? Nú er tækifæri til að horfa til reynslu þeirra kvenna sem koma til greina í framboð, meta hana að verðleikum og hvetja þær til þátttöku. Því ber að fagna að félagsmálaráðherra hefur þegar skipað starfshóp með fulltrúum allra þingflokka, sem ætlað er að skipuleggja þverpólitískar aðgerðir til að jafna hlut kynjanna við næstu alþingiskosningar og mun starfshópurinn væntanlega vekja frekari athygli á þessu þarfa baráttumáli.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar