Grænlenska sleðahundaheilkennið 5. september 2006 05:15 Í vor bárust fréttir af því að félagsmálaráðherra hefði ákveðið að flytja þjónustu fæðingarorlofssjóðs til Norðurlands vestra og þar með fjölga opinberum þjónustustörfum á svæðinu. Nú hafa stöðugildin verið auglýst í Húnaþingi vestra og fyrir liggur að opinberum þjónustustörfum verður einnig komið upp á Skagaströnd. Innheimtu umferðasekta hefur verið fundinn staður á Blönduósi. Þetta er allt fagnaðarefni því íbúar landsbyggðarinnar, ekki síst íbúar Norðvesturkjördæmis, hafa borið mjög skarðan hlut frá borði við fjölgun opinberra starfa á síðustu árum. Þeim hefur þó fjölgað gífurlega á þessu kjörtímabili en eru næstum öll á höfuðborgarsvæðinu. Tæknin leysir ýmislegtNútíma tækni gerir okkur kleift að vinna fjölbreytt störf, nánast hvar sem er á landinu. Tæknin þarf aðeins að vera aðgengileg - sem að vísu hefur ekki verið unnið nógu hratt að á vissum svæðum - og að hafa víðsýni og vilja til að dreifa starfsemi. Stjórnvöld hafa því miður staðið sig afar illa í þessum efnum og af því leiðir að fólk sem gengur menntaveginn á oft á tíðum ekki kost á því að nýta sér menntun sína við störf nema á örfáum stöðum á landinu. Reynslan hefur þó sýnt að fjölmargir einstaklingar sækja um hvert starf sem býðst hvort heldur er í Skagafirði, Húnaþingi vestra eða annars staðar í dreifbýlinu. Mýtan um að ekki fáist fólk til að sinna störfunum er ekki rétt nema í undantekningartilfellum. Bættar samgöngur munu gera það enn ákjósanlegra en nú að sækjast eftir vinnu í friði og ró og nábýli við náttúru dreifbýlisins. UndantekningFlutningur starfa út á land er því miður undantekning. Oftar er dregið saman eða lokað, stundum vegna tækniþróunar, hagræðingar eða einkavæðingar en alltaf skortir vilja til að koma upp störfum í staðinn. Þessi flutningur starfa nú er undantekning og hluti af mynstri sem kemur í ljós í aðdraganda hverra kosninganna eftir aðrar. Þetta mynstur má líka sjá í veitingu fjármagns til vegamála. Við munum eftir aukafjármagninu sem veitt var til vegagerðar rétt fyrir kosningar 2003 og hvernig stjórnarherrarnir börðu sér á brjóst við það tækifæri. Strax eftir kosningar var síðan dregið saman um tvo milljarða, þá aðra tvo og í ár er búið að boða samdrátt um rúman milljarð og tæpa 8 milljarða á næsta ári.Spá mín er sú að stjórnarflokkarnir muni draga þennan síðasta samdrátt til baka fljótlega - sennilega uppúr áramótum - rétt fyrir kosningarnar. Og það vona ég svo sannarlega því samdrátturinn kemur harðast niður á þeim sem síst skyldi, þeim sem búa við stórhættulegt vegakerfi, ónýta vegi af völdum þungaflutninga, einbreiðar brýr, bratta fjallvegi, hættu af snjóflóðum og grjóthruni og holótta malarvegi á löngum köflum. Afleiðing alls þessa er m.a. að á Vestfjörðum er vöruverð hærra en gerist annars staðar á landinu. Það er óþolandi!SleðahundaheilkenniðÁstæða þess að ég reikna með að vonir mínar rætist er sú staðreynd að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur haga sér alltaf eins, hvert kjörtímabilið á fætur öðru. Ég kalla þetta atferli "grænlenska sleðahundaheilkennið" vegna þess að hegðun stjórnarflokkanna er alveg sambærileg við umhirðu Grænlendinga um sleðahundana sína. Grænlendingarnir halda hundunum sínum við hungurmörk allan þann tíma sem þeir þurfa ekki að nota þá. Þegar vetrar og hundarnir eiga að fara að draga sleða húsbónda síns er farið að fóðra þá, hundarnir styrkjast og draga sleða húsbónda síns þangað sem honum þóknast. Nú er að koma að kosningum og það þarf að hafa kjósendur góða. Þess vegna er verið að "fóðra þá" með störfum núna og þess vegna reikna ég með að vegafénu verði skilað til baka.Ég tel alveg fullreynt að þessi ríkisstjórn hefur ekki áhuga né krafta sem þarf til þess að endurreisa atvinnulíf á landinu. Samfylkingin hafnar grænlenska sleðahundaheilkenninu en vill áætlun um hvernig eigi að færa atvinnulíf til nútímans, m.a. á þeim svæðum sem eru að fara halloka vegna þess að hefðbundnir atvinnuvegir eru á undanhaldi. Við þurfum skipulag og stöðuga þróun í atvinnu- og byggðamálum, þróun í rétta átt en ekki atferli sem hentar ráðamönnum hverju sinni og leiðir í raun til stöðugrar hnignunar. Er ekki kominn tími til að landsmenn krefjist stefnu í búsetu- og atvinnumálum landsins? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Í vor bárust fréttir af því að félagsmálaráðherra hefði ákveðið að flytja þjónustu fæðingarorlofssjóðs til Norðurlands vestra og þar með fjölga opinberum þjónustustörfum á svæðinu. Nú hafa stöðugildin verið auglýst í Húnaþingi vestra og fyrir liggur að opinberum þjónustustörfum verður einnig komið upp á Skagaströnd. Innheimtu umferðasekta hefur verið fundinn staður á Blönduósi. Þetta er allt fagnaðarefni því íbúar landsbyggðarinnar, ekki síst íbúar Norðvesturkjördæmis, hafa borið mjög skarðan hlut frá borði við fjölgun opinberra starfa á síðustu árum. Þeim hefur þó fjölgað gífurlega á þessu kjörtímabili en eru næstum öll á höfuðborgarsvæðinu. Tæknin leysir ýmislegtNútíma tækni gerir okkur kleift að vinna fjölbreytt störf, nánast hvar sem er á landinu. Tæknin þarf aðeins að vera aðgengileg - sem að vísu hefur ekki verið unnið nógu hratt að á vissum svæðum - og að hafa víðsýni og vilja til að dreifa starfsemi. Stjórnvöld hafa því miður staðið sig afar illa í þessum efnum og af því leiðir að fólk sem gengur menntaveginn á oft á tíðum ekki kost á því að nýta sér menntun sína við störf nema á örfáum stöðum á landinu. Reynslan hefur þó sýnt að fjölmargir einstaklingar sækja um hvert starf sem býðst hvort heldur er í Skagafirði, Húnaþingi vestra eða annars staðar í dreifbýlinu. Mýtan um að ekki fáist fólk til að sinna störfunum er ekki rétt nema í undantekningartilfellum. Bættar samgöngur munu gera það enn ákjósanlegra en nú að sækjast eftir vinnu í friði og ró og nábýli við náttúru dreifbýlisins. UndantekningFlutningur starfa út á land er því miður undantekning. Oftar er dregið saman eða lokað, stundum vegna tækniþróunar, hagræðingar eða einkavæðingar en alltaf skortir vilja til að koma upp störfum í staðinn. Þessi flutningur starfa nú er undantekning og hluti af mynstri sem kemur í ljós í aðdraganda hverra kosninganna eftir aðrar. Þetta mynstur má líka sjá í veitingu fjármagns til vegamála. Við munum eftir aukafjármagninu sem veitt var til vegagerðar rétt fyrir kosningar 2003 og hvernig stjórnarherrarnir börðu sér á brjóst við það tækifæri. Strax eftir kosningar var síðan dregið saman um tvo milljarða, þá aðra tvo og í ár er búið að boða samdrátt um rúman milljarð og tæpa 8 milljarða á næsta ári.Spá mín er sú að stjórnarflokkarnir muni draga þennan síðasta samdrátt til baka fljótlega - sennilega uppúr áramótum - rétt fyrir kosningarnar. Og það vona ég svo sannarlega því samdrátturinn kemur harðast niður á þeim sem síst skyldi, þeim sem búa við stórhættulegt vegakerfi, ónýta vegi af völdum þungaflutninga, einbreiðar brýr, bratta fjallvegi, hættu af snjóflóðum og grjóthruni og holótta malarvegi á löngum köflum. Afleiðing alls þessa er m.a. að á Vestfjörðum er vöruverð hærra en gerist annars staðar á landinu. Það er óþolandi!SleðahundaheilkenniðÁstæða þess að ég reikna með að vonir mínar rætist er sú staðreynd að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur haga sér alltaf eins, hvert kjörtímabilið á fætur öðru. Ég kalla þetta atferli "grænlenska sleðahundaheilkennið" vegna þess að hegðun stjórnarflokkanna er alveg sambærileg við umhirðu Grænlendinga um sleðahundana sína. Grænlendingarnir halda hundunum sínum við hungurmörk allan þann tíma sem þeir þurfa ekki að nota þá. Þegar vetrar og hundarnir eiga að fara að draga sleða húsbónda síns er farið að fóðra þá, hundarnir styrkjast og draga sleða húsbónda síns þangað sem honum þóknast. Nú er að koma að kosningum og það þarf að hafa kjósendur góða. Þess vegna er verið að "fóðra þá" með störfum núna og þess vegna reikna ég með að vegafénu verði skilað til baka.Ég tel alveg fullreynt að þessi ríkisstjórn hefur ekki áhuga né krafta sem þarf til þess að endurreisa atvinnulíf á landinu. Samfylkingin hafnar grænlenska sleðahundaheilkenninu en vill áætlun um hvernig eigi að færa atvinnulíf til nútímans, m.a. á þeim svæðum sem eru að fara halloka vegna þess að hefðbundnir atvinnuvegir eru á undanhaldi. Við þurfum skipulag og stöðuga þróun í atvinnu- og byggðamálum, þróun í rétta átt en ekki atferli sem hentar ráðamönnum hverju sinni og leiðir í raun til stöðugrar hnignunar. Er ekki kominn tími til að landsmenn krefjist stefnu í búsetu- og atvinnumálum landsins?
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun