Utanríkismál orðið innanríkismál Róbert Trausti Árnason skrifar 5. september 2006 05:15 Var afdráttarlaus tilkynning Bandaríkjanna 15. mars sl. um brottför varnarliðsins atlaga að okkur? Nei - ekki finnst mér það enda hlaut að koma að þessu. Tilkynningin segir mér það eitt að nú eru tækifæri og sá tími kominn að við búum okkur undir það að axla ábyrgð á eigin vörnum og öryggi við nýjar aðstæður og á eigin forsendum í samstarfi við grannþjóðir. Íslandi er ekki um megn að taka á sig þær skyldur sjálfstæðs ríkis að tryggja öryggi borgarana, hvað svo sem sagt er af efasemdarfólki. Komið er að því að endurnýja stefnuna í varnar- og öryggismálum og afla því sjónarmiði fylgis að nú látum við að okkur kveða í þeim málum án bandarísks varnarliðs, enda verðum við hvort eða er að leysa það lið af hólmi til að tryggja varnir og öryggi landsins. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur réttilega bent á það að þetta markar þáttaskil innan stjórnarráðsins og leiðir til nýrra starfshátta og nýrrar verkaskiptingar milli ráðuneyta. Varnar- og öryggismál Íslands eru nú meira innanríkismál en utanríkismál og því eiga fagráðuneyti að taka við þessum málum. Nú blasir það við að endurskipuleggja íslenska stjórnkerfið til að bregðast rétt við breyttum kringumstæðum með allri ábyrgð okkar sjálfra á eigin vörnum og öryggi. Ég hef heyrt málsmetandi aðila mæra borgaralegt andóf og hvetja fólk til að brjóta lög og óhlýðnast lögmætum fyrirmælum yfirvalda. En sömu aðilar sumir hverjir skipta litum þegar rætt er um öryggi borgara og ríkisins. Í mínum huga er það tóm tjara að verja réttinn til andófs og óhlýðni en ekki réttinn til sjálfsvarnar. Undanfarin misseri hefur verið rætt um hlutverk og skipulag stjórnvalda í baráttu við glæpa- og hryðjuverkasamtök. Afbrotatíðni á Íslandi er fremur lág og Ísland er sennilega enn sem komið er ekki meðal aðalskotmarka alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka þó að alþjóðleg glæpasamtök geri nú vart við sig hér. Skipan löreglumála hér á landi hefur reynst fullnægjandi gegn glæpum og árásum sem eiga rætur sínar innan lands. Engu að síður ber að gæta þess, að það virðist tiltölulega auðvelt að framkvæma árás utan frá. Við verðum því að leggja okkar af mörkum í baráttu gegn glæpa- og hryðjuverkasamtökum og því komumst við ekki hjá því að sjá til þess að lagalegur grunnur sé fyrir fullnægjandi skipulagi og tilhögun hjá löggæslu- og öryggisstofnunum hér á landi til þess að þær meti og rannsaki þær hættur sem við blasa. Ógnin er viðvarandi hvort sem framhjá henni er horft eða gert er sem minnst úr henni. Hætta sú sem stafar af glæpa- og hryðjuverkasamtökum er því raunveruleg og hún vex hér á landi ef ekkert er að gert og Ísland verður þá ekki jafningi í samfélagi grannþjóða ef varnar- og öryggisráðstafanir stjórnvalda hér á landi verða taldar ófullnægjandi. Hvað er að því að sett séu lög sem heimila rannsóknir og mat á því hvaða ógnir steðja að Íslandi? Björn Bjarnason hefur lög að mæla þegar hann segir að það hái umræðum og að þær fari alltaf á byrjunarreit, þegar minnst er á einhverja þætti varnar- og öryggismála sem við eigum sjálf að sinna, hvað þá heldur nýjungar í þeim efnum og málefnaleg rök séu þar gerð að hornrekum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Var afdráttarlaus tilkynning Bandaríkjanna 15. mars sl. um brottför varnarliðsins atlaga að okkur? Nei - ekki finnst mér það enda hlaut að koma að þessu. Tilkynningin segir mér það eitt að nú eru tækifæri og sá tími kominn að við búum okkur undir það að axla ábyrgð á eigin vörnum og öryggi við nýjar aðstæður og á eigin forsendum í samstarfi við grannþjóðir. Íslandi er ekki um megn að taka á sig þær skyldur sjálfstæðs ríkis að tryggja öryggi borgarana, hvað svo sem sagt er af efasemdarfólki. Komið er að því að endurnýja stefnuna í varnar- og öryggismálum og afla því sjónarmiði fylgis að nú látum við að okkur kveða í þeim málum án bandarísks varnarliðs, enda verðum við hvort eða er að leysa það lið af hólmi til að tryggja varnir og öryggi landsins. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur réttilega bent á það að þetta markar þáttaskil innan stjórnarráðsins og leiðir til nýrra starfshátta og nýrrar verkaskiptingar milli ráðuneyta. Varnar- og öryggismál Íslands eru nú meira innanríkismál en utanríkismál og því eiga fagráðuneyti að taka við þessum málum. Nú blasir það við að endurskipuleggja íslenska stjórnkerfið til að bregðast rétt við breyttum kringumstæðum með allri ábyrgð okkar sjálfra á eigin vörnum og öryggi. Ég hef heyrt málsmetandi aðila mæra borgaralegt andóf og hvetja fólk til að brjóta lög og óhlýðnast lögmætum fyrirmælum yfirvalda. En sömu aðilar sumir hverjir skipta litum þegar rætt er um öryggi borgara og ríkisins. Í mínum huga er það tóm tjara að verja réttinn til andófs og óhlýðni en ekki réttinn til sjálfsvarnar. Undanfarin misseri hefur verið rætt um hlutverk og skipulag stjórnvalda í baráttu við glæpa- og hryðjuverkasamtök. Afbrotatíðni á Íslandi er fremur lág og Ísland er sennilega enn sem komið er ekki meðal aðalskotmarka alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka þó að alþjóðleg glæpasamtök geri nú vart við sig hér. Skipan löreglumála hér á landi hefur reynst fullnægjandi gegn glæpum og árásum sem eiga rætur sínar innan lands. Engu að síður ber að gæta þess, að það virðist tiltölulega auðvelt að framkvæma árás utan frá. Við verðum því að leggja okkar af mörkum í baráttu gegn glæpa- og hryðjuverkasamtökum og því komumst við ekki hjá því að sjá til þess að lagalegur grunnur sé fyrir fullnægjandi skipulagi og tilhögun hjá löggæslu- og öryggisstofnunum hér á landi til þess að þær meti og rannsaki þær hættur sem við blasa. Ógnin er viðvarandi hvort sem framhjá henni er horft eða gert er sem minnst úr henni. Hætta sú sem stafar af glæpa- og hryðjuverkasamtökum er því raunveruleg og hún vex hér á landi ef ekkert er að gert og Ísland verður þá ekki jafningi í samfélagi grannþjóða ef varnar- og öryggisráðstafanir stjórnvalda hér á landi verða taldar ófullnægjandi. Hvað er að því að sett séu lög sem heimila rannsóknir og mat á því hvaða ógnir steðja að Íslandi? Björn Bjarnason hefur lög að mæla þegar hann segir að það hái umræðum og að þær fari alltaf á byrjunarreit, þegar minnst er á einhverja þætti varnar- og öryggismála sem við eigum sjálf að sinna, hvað þá heldur nýjungar í þeim efnum og málefnaleg rök séu þar gerð að hornrekum.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun