Bandaríski snyrtivöruframleiðandinn Estée Lauder skilaði minni hagnaði en spáð hafði verið á öðrum ársfjórðungi. Hagnaðurinn nam 49,1 milljón bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 3,4 milljarða íslenskra króna, en það er 17,8 milljónum dölum minni hagnaður en á sama tíma fyrir ári.
Þrátt fyrir þetta námu tekjur fyrirtækisins 108,8 milljónum dala eða 7,6 milljörðum króna á tímabilinu og 51 senti á hlut. Það er þremur sentum betur en sérfræðingar höfðu spáð fyrir um.
Stjórnendur snyrtivörufyrirtækisins segja fyrirtækið ætla að einbeita sér að nýjum mörkuðum auk þess að efla vörur sínar á heimamarkaði. Þá hyggst fyrirtækið hagræða í rekstri og er spáð mun betri afkomu á tímabilinu eð a um tveimur dölum á hlut.