Viðskipti erlent

Stærsta farsímafyrirtæki heims í Kína

Kínverska farsímafyrirtækið China Mobile er orðið stærsta fyrirtæki heims á sínu sviði.
Kínverska farsímafyrirtækið China Mobile er orðið stærsta fyrirtæki heims á sínu sviði.

Sætaskipti hafa orðið á stærstu farsímafyrirtækjum í heimi. Breska farsímafyrirtækið Og Vodafone, sem fram til þessa hefur vermt fyrsta sætið, hefur nú vikið fyrir kínverska keppinautinum China Mobile.

Viðskiptavinir kínverska farsímafyrirtækisins eru 200 milljón talsins, sem er 14 milljónum fleiri en kaupa þjónustu sína hjá Og Vodafone.

Talsmaður Og Vodafone segir fyrirtækið ekki einblína á það að verða stærst í heimi heldur einbeiti það sér að gæðum þjónustunnar.

China Mobile hefur 40 prósenta markaðshlutdeild í Kína en reiknað er með að fyrirtækið hafi í hyggju að færa út kvíarnar til annarra landa á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×