Skattsvik annað en skattsvik 28. júlí 2006 00:01 Morgunblaðið birti á dögunum frétt um, að aðilar skráðir erlendis ættu nú eignir í íslensku atvinnulífi að verðmæti 252 milljarða króna. Aðilar í Belgíu og Lúxemborg ættu hér eignir að verðmæti 90 milljarða, en aðilar í Guernsey 41 milljarð. Flestir þessir aðilar eru íslenskir, en kjósa að skrá félög sín í öðrum löndum. Í viðtali við blaðið talaði Indriði Þorláksson ríkisskattstjóri um skattsvik og kvað nauðsynlegt að setja lög um, að skattleggja mætti menn í öðrum löndum en þeim, sem þeir skrá félög sín í. Morgunblaðið tók undir það í leiðara, að huga þyrfti að slíkum lögum. Skattar ættu að vera lágir, en enginn mætti skjóta sér undan að greiða þá. Sjónarhorn ríkisskattstjóra er skrýtið. Í fyrsta lagi ber að gera skýran greinarmun á skattvikum (e. tax avoidance) og skattsvikum (e. tax evasion). Það er ekkert að því að víkja sér undan skatti, þótt vissulega sé ámælisvert að svíkja undan skatti. Menn sýna eðlilega fyrirhyggju með því að haga starfsemi sinni á þann hátt, að skattar af henni verði sem lægstir. Maður, sem stofnar til dæmis einkahlutafélag um starfsemi sína, svo að hann þurfi ekki greiða tekjuskatt af henni sem einstaklingur, er skynsamur. Í öðru lagi er sú regla hæpin, að skattleggja eigi menn, þar sem þeir búa, en ekki þar sem eignir þeirra verða til. Hugsum okkur mann, sem býr á Spáni, en á frystihús á Íslandi. Auðvitað á hann að greiða opinber gjöld af frystihúsinu á Íslandi, þar sem það er skráð og rekið, en ekki á Spáni. Á sama hátt á fjárfestingarfélag, sem hefur aðsetur á Guernsey, að greiða þangað opinber gjöld. Þar á arðurinn heima. Þar á fjárfestingin sér stað, þótt hún kunni að vera í fyrirtækjum, sem rekin eru í öðrum löndum. Í þriðja lagi spyr ríkisskattstjóri ekki réttu spurningarinnar: Hvað getum við Íslendingar gert til þess, að landar okkar sjái sér hag í að skrá eignir sínar á Íslandi, en ekki Guernsey? Svarið er einfalt. Við eigum að lækka tekjuskatt á fyrirtæki niður í það, sem þeir eru í Guernsey, 10%, og tryggja einnig góðan trúnað fjármálafyrirtækja við viðskiptavini sína. Þetta er ekki erfitt, enda höfum við þegar lækkað tekjuskatt á fyrirtæki úr 50% niður í 18% með þeim árangri, að skatttekjur af fyrirtækjum hafa aukist, því að lítil sneið af stórri köku getur verið stærri en stór sneið af lítilli köku. Við þurfum ekki lög, sem auðvelda skattyfirvöldum að afla upplýsinga um eignir Íslendinga erlendis eða sem heimila þeim að skattleggja slíkar eignir hér á landi, heldur lög um ríkan trúnað fjármálafyrirtækja við viðskiptavini sína. Ísland getur orðið alþjóðleg fjármálamiðstöð alveg eins og Guernsey. Skattyfirvöld um allan heim reyna nú eftir megni að koma í veg fyrir alþjóðlega skattasamkeppni. En slík samkeppni er til góðs, eins og Nóbelsverðlaunahafarnir Milton Friedman og James M. Buchanan og um 200 aðrir hagfræðingar bentu á í opnu bréfi til Bandaríkjaforseta vorið 2001. Hún heldur ríkisvaldinu í skefjum, jafnframt því sem frjáls flutningur fjármagns milli landa eykur hagkvæmni, svo að allir græða að lokum. Ef menn fá ekki að flytja fjármagn sitt til útlanda, þá er einnig hætt við því, að þeir flýi með það í neðanjarðarhagkerfið. Tekjuskatturinn hefur gert fleiri menn að ósannindamönnum en hjúskaparbrot. Næstu átján mánuði er rétti tíminn til myndarlegra skattalækkana. Áhrifa þeirra tekur ekki að gæta, fyrr en eftir að núverandi þensluskeiði lýkur, en fjárhagur ríkisins er blómlegur um þessar mundir og skuldir þess óverulegar. Tekjuskattur einstaklinga og fyrirtækja þarf að lækka í 10% og fella niður öll vörugjöld og tolla, svo að innfluttar nauðsynjavörur, þar á meðal matvæli, lækki í verði. Þannig heldur góðærið áfram, en breytist ekki í kreppu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Skoðanir Mest lesið Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Dauðsfall, fályndi og umboðsmaður sjúklinga Einar Magnús Magnússon Skoðun
Morgunblaðið birti á dögunum frétt um, að aðilar skráðir erlendis ættu nú eignir í íslensku atvinnulífi að verðmæti 252 milljarða króna. Aðilar í Belgíu og Lúxemborg ættu hér eignir að verðmæti 90 milljarða, en aðilar í Guernsey 41 milljarð. Flestir þessir aðilar eru íslenskir, en kjósa að skrá félög sín í öðrum löndum. Í viðtali við blaðið talaði Indriði Þorláksson ríkisskattstjóri um skattsvik og kvað nauðsynlegt að setja lög um, að skattleggja mætti menn í öðrum löndum en þeim, sem þeir skrá félög sín í. Morgunblaðið tók undir það í leiðara, að huga þyrfti að slíkum lögum. Skattar ættu að vera lágir, en enginn mætti skjóta sér undan að greiða þá. Sjónarhorn ríkisskattstjóra er skrýtið. Í fyrsta lagi ber að gera skýran greinarmun á skattvikum (e. tax avoidance) og skattsvikum (e. tax evasion). Það er ekkert að því að víkja sér undan skatti, þótt vissulega sé ámælisvert að svíkja undan skatti. Menn sýna eðlilega fyrirhyggju með því að haga starfsemi sinni á þann hátt, að skattar af henni verði sem lægstir. Maður, sem stofnar til dæmis einkahlutafélag um starfsemi sína, svo að hann þurfi ekki greiða tekjuskatt af henni sem einstaklingur, er skynsamur. Í öðru lagi er sú regla hæpin, að skattleggja eigi menn, þar sem þeir búa, en ekki þar sem eignir þeirra verða til. Hugsum okkur mann, sem býr á Spáni, en á frystihús á Íslandi. Auðvitað á hann að greiða opinber gjöld af frystihúsinu á Íslandi, þar sem það er skráð og rekið, en ekki á Spáni. Á sama hátt á fjárfestingarfélag, sem hefur aðsetur á Guernsey, að greiða þangað opinber gjöld. Þar á arðurinn heima. Þar á fjárfestingin sér stað, þótt hún kunni að vera í fyrirtækjum, sem rekin eru í öðrum löndum. Í þriðja lagi spyr ríkisskattstjóri ekki réttu spurningarinnar: Hvað getum við Íslendingar gert til þess, að landar okkar sjái sér hag í að skrá eignir sínar á Íslandi, en ekki Guernsey? Svarið er einfalt. Við eigum að lækka tekjuskatt á fyrirtæki niður í það, sem þeir eru í Guernsey, 10%, og tryggja einnig góðan trúnað fjármálafyrirtækja við viðskiptavini sína. Þetta er ekki erfitt, enda höfum við þegar lækkað tekjuskatt á fyrirtæki úr 50% niður í 18% með þeim árangri, að skatttekjur af fyrirtækjum hafa aukist, því að lítil sneið af stórri köku getur verið stærri en stór sneið af lítilli köku. Við þurfum ekki lög, sem auðvelda skattyfirvöldum að afla upplýsinga um eignir Íslendinga erlendis eða sem heimila þeim að skattleggja slíkar eignir hér á landi, heldur lög um ríkan trúnað fjármálafyrirtækja við viðskiptavini sína. Ísland getur orðið alþjóðleg fjármálamiðstöð alveg eins og Guernsey. Skattyfirvöld um allan heim reyna nú eftir megni að koma í veg fyrir alþjóðlega skattasamkeppni. En slík samkeppni er til góðs, eins og Nóbelsverðlaunahafarnir Milton Friedman og James M. Buchanan og um 200 aðrir hagfræðingar bentu á í opnu bréfi til Bandaríkjaforseta vorið 2001. Hún heldur ríkisvaldinu í skefjum, jafnframt því sem frjáls flutningur fjármagns milli landa eykur hagkvæmni, svo að allir græða að lokum. Ef menn fá ekki að flytja fjármagn sitt til útlanda, þá er einnig hætt við því, að þeir flýi með það í neðanjarðarhagkerfið. Tekjuskatturinn hefur gert fleiri menn að ósannindamönnum en hjúskaparbrot. Næstu átján mánuði er rétti tíminn til myndarlegra skattalækkana. Áhrifa þeirra tekur ekki að gæta, fyrr en eftir að núverandi þensluskeiði lýkur, en fjárhagur ríkisins er blómlegur um þessar mundir og skuldir þess óverulegar. Tekjuskattur einstaklinga og fyrirtækja þarf að lækka í 10% og fella niður öll vörugjöld og tolla, svo að innfluttar nauðsynjavörur, þar á meðal matvæli, lækki í verði. Þannig heldur góðærið áfram, en breytist ekki í kreppu.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun