Aukið valfrelsi, aukin ábyrgð 24. júlí 2006 06:00 Tillögur starfsnámsnefndar um breytta tilhögun framhaldsskólanáms fela í sér að skólarnir fá aukið frelsi til mótunar náms en jafnframt aukna ábyrgð. Samkvæmt tillögum nefndarinnar verður framhaldsskólum gert kleift að bjóða nám sem miðast við þarfir og lokamarkmið nemenda með hliðsjón af kröfum næsta skólastigs og/eða atvinnulífs. Með því að falla frá þeirri aðgreiningu sem nú tíðkast á bóknámi og starfsnámi væri jafnframt stigið mikilvægt skref í þá átt að gera starfsnám að fýsilegri valkosti þegar ákvörðun er tekin um nám í framhaldsskóla. Að sama skapi væri nemendum auðveldað að skipta um námsbraut eftir að nám er hafið þar sem kjarninn væri alls staðar hinn sami og teknar einingar nýttust á nýrri braut. Ég hef lagt áherslu á að það sé inntak náms er mestu máli skiptir en ekki árafjöldi. Að sjálfsögðu er eðlilegt að gera nemendum kleift að ljúka framhaldsskóla á sama aldri og nemendur í þeim ríkjum sem við berum okkur saman við en það er líka jafnsjálfsagt að nemendur og skólar geti valið önnur mörk námstíma. Mikilvægt er að með auknu valfrelsi og sveigjanleika verði komið til móts við þarfir og markmið sem flestra. Samkvæmt tillögum starfsnámsnefndar munu nemendur í framhaldsskólum einfaldlega ljúka námi á þeim tíma sem nauðsynlegur er til að ná settum markmiðum í samræmi við eigin áhuga og kröfur. Þannig mun lengd náms til stúdentsprófs ráðast af framboði náms í hverjum skóla fyrir sig, innra skipulagi skóla og vali viðkomandi nemanda. Líta verður á skólagöngu ungmenna sem eina heild, allt frá því að nám í grunnskóla hefst þar til viðkomandi einstaklingur lýkur námi. Á undanförnum áratug hefur fjöldi nemenda í háskólum landsins tvöfaldast og æ algengara er að námsferli ljúki með háskólaprófi. Þessi framvinda speglar breytingar á þjóðfélaginu og alþjóðlegu umhverfi. Markmið okkar á að vera að íslenskum ungmennum bjóðist fjölbreyttir menntunarmöguleikar sem gera þá að upplýstum og þroskuðum þjóðfélagsþegnum og veita þeim sem flest tækifæri í atvinnulífi framtíðarinnar. Á grundvelli tíu skrefa samkomulagsins milli Kennarasambands Íslands og mín er nú verið að vinna mikið starf sem miðar að því að efla íslenskt skólakerfi. Þar er verið að skoða marga mikilvæga þætti og má nefna sem dæmi eflingu íslenskrar kennaramenntunar. Í vinnu starfsnámsnefndar var leitast eftir því að ná breiðri samstöðu um hvaða leiðir væru skynsamlegar til að efla framhaldsskólann og auka aðsókn að starfsnámi. Í nefndinni áttu sæti fulltrúar helstu hagsmunaaðila, s.s. framhaldsskólanna, Kennarasambandsins, launþega, atvinnulífs og þingmenn úr jafnt stjórn sem stjórnarandstöðu. Þau viðbrögð sem tillögur nefndarinnar hafa fengið vekja vonir um að unnt verði að sætta mismunandi sjónarmið á grundvelli þeirra enda verði rammi nýja framhaldsskólans nægjanlega víður til að ólík viðhorf njóti sín og fjölbreytilegar hugmyndir fái svigrúm til að sanna ágæti sitt. Það er eðlilegt að skiptar skoðanir séu um hvaða leiðir beri að fara við breytingar á menntakerfinu enda miklir hagsmunir í húfi, sem er menntun barnanna okkar. Menntakerfið verður hins vegar að vera í stöðugri þróun og taka mið af breyttum aðstæðum og þörfum í samfélaginu. Með tillögum starfsnámsnefndar og því starfi sem nú á sér stað undir merkjum tíu skrefa samkomulagsins er vonandi að víðtæk samstaða náist um áframhaldandi þróun og eflingu íslenska skólakerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Höfuðborgin sem þjóðgarður: Arfleifð til komandi kynslóða Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Tillögur starfsnámsnefndar um breytta tilhögun framhaldsskólanáms fela í sér að skólarnir fá aukið frelsi til mótunar náms en jafnframt aukna ábyrgð. Samkvæmt tillögum nefndarinnar verður framhaldsskólum gert kleift að bjóða nám sem miðast við þarfir og lokamarkmið nemenda með hliðsjón af kröfum næsta skólastigs og/eða atvinnulífs. Með því að falla frá þeirri aðgreiningu sem nú tíðkast á bóknámi og starfsnámi væri jafnframt stigið mikilvægt skref í þá átt að gera starfsnám að fýsilegri valkosti þegar ákvörðun er tekin um nám í framhaldsskóla. Að sama skapi væri nemendum auðveldað að skipta um námsbraut eftir að nám er hafið þar sem kjarninn væri alls staðar hinn sami og teknar einingar nýttust á nýrri braut. Ég hef lagt áherslu á að það sé inntak náms er mestu máli skiptir en ekki árafjöldi. Að sjálfsögðu er eðlilegt að gera nemendum kleift að ljúka framhaldsskóla á sama aldri og nemendur í þeim ríkjum sem við berum okkur saman við en það er líka jafnsjálfsagt að nemendur og skólar geti valið önnur mörk námstíma. Mikilvægt er að með auknu valfrelsi og sveigjanleika verði komið til móts við þarfir og markmið sem flestra. Samkvæmt tillögum starfsnámsnefndar munu nemendur í framhaldsskólum einfaldlega ljúka námi á þeim tíma sem nauðsynlegur er til að ná settum markmiðum í samræmi við eigin áhuga og kröfur. Þannig mun lengd náms til stúdentsprófs ráðast af framboði náms í hverjum skóla fyrir sig, innra skipulagi skóla og vali viðkomandi nemanda. Líta verður á skólagöngu ungmenna sem eina heild, allt frá því að nám í grunnskóla hefst þar til viðkomandi einstaklingur lýkur námi. Á undanförnum áratug hefur fjöldi nemenda í háskólum landsins tvöfaldast og æ algengara er að námsferli ljúki með háskólaprófi. Þessi framvinda speglar breytingar á þjóðfélaginu og alþjóðlegu umhverfi. Markmið okkar á að vera að íslenskum ungmennum bjóðist fjölbreyttir menntunarmöguleikar sem gera þá að upplýstum og þroskuðum þjóðfélagsþegnum og veita þeim sem flest tækifæri í atvinnulífi framtíðarinnar. Á grundvelli tíu skrefa samkomulagsins milli Kennarasambands Íslands og mín er nú verið að vinna mikið starf sem miðar að því að efla íslenskt skólakerfi. Þar er verið að skoða marga mikilvæga þætti og má nefna sem dæmi eflingu íslenskrar kennaramenntunar. Í vinnu starfsnámsnefndar var leitast eftir því að ná breiðri samstöðu um hvaða leiðir væru skynsamlegar til að efla framhaldsskólann og auka aðsókn að starfsnámi. Í nefndinni áttu sæti fulltrúar helstu hagsmunaaðila, s.s. framhaldsskólanna, Kennarasambandsins, launþega, atvinnulífs og þingmenn úr jafnt stjórn sem stjórnarandstöðu. Þau viðbrögð sem tillögur nefndarinnar hafa fengið vekja vonir um að unnt verði að sætta mismunandi sjónarmið á grundvelli þeirra enda verði rammi nýja framhaldsskólans nægjanlega víður til að ólík viðhorf njóti sín og fjölbreytilegar hugmyndir fái svigrúm til að sanna ágæti sitt. Það er eðlilegt að skiptar skoðanir séu um hvaða leiðir beri að fara við breytingar á menntakerfinu enda miklir hagsmunir í húfi, sem er menntun barnanna okkar. Menntakerfið verður hins vegar að vera í stöðugri þróun og taka mið af breyttum aðstæðum og þörfum í samfélaginu. Með tillögum starfsnámsnefndar og því starfi sem nú á sér stað undir merkjum tíu skrefa samkomulagsins er vonandi að víðtæk samstaða náist um áframhaldandi þróun og eflingu íslenska skólakerfisins.
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar