Kjarabót hverra á þingmaðurinn við? Karl Gústaf Ásgrímsson skrifar 17. mars 2006 06:00 Hæstvirtur alþingismaður Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar grein í Morgunblaðið sunnudaginn 5. mars s.l. sem hann nefnir Kærkomin kjarabót fyrir eldri borgara. Þar er hann að tala um niðurfellingu eignarskatts og telur það mikla kjarabót fyrir aldraða og nefnir sem dæmi að á síðasta ári greiddu 15.370 aldraðir eignarskatt, sem fellur niður í ár. Hann getur þess ekki að þessir 15.370 aldraðir eru hinir efnameiri af öldruðum, en hinir sem eru álíka margir og eru eignalitlir eða eignalausir og hafa ekki greitt eignarskatt fá enga lækkun, fá enga kjarabót, þannig að þarna er verið að lækka skatta á þeim efnameiri, en hinir fá ekkert. Þetta er ekki kjarabót fyrir þá sem minnst hafa, þarna er verið að hygla þeim sem meira mega sín. Það kemur ekki fram hjá þingmanninum að á undanförnum árum hefur fasteignamat stórhækkað og eignamenn urðu því fyrir aukinni skattheimtu sem þurfti að lagfæra og því var eignarskatturinn lagður niður. Í Morgunblaðinu þriðjudaginn 7. mars er grein eftir annan hæstvirtan alþingismann Birgir Ármannsson, sem hann nefnir Skattahækkanir eða skattalækkanir og endar hann greinina á að kjósendur hafi fengið í kaupbæti almenna lækkun á tekjuskattshlutfalli, afnám eignarskatts og lækkun á erfðafjárskatti. Það hefur verið margbent á að kjarabót eða tekjuskattslækkun aldraðra sem hafa sína framfærslu að mestu frá Tryggingastofnun er lítil eða nánast engin þar sem tekjurnar eru um og rétt yfir skattleysismörkum. Það var sagt hér að framan að niðurfelling eignarskatts er ekki kjarabót fyrir eignalausa og tekjulága aldraða og ekki er hægt annað en að brosa að rökum þeirra ráðamanna sem telja að lækkun á erfðafjárskatti sé kjarabót fyrir aldraða. Er það kjarabót fyrir okkur að þeir sem eiga að erfa okkur fái skattalækkun? Ekki verður séð að þessar skattalækkanir sem þessir þingmenn tala um komi þeim öldruðum sem lægstar tekjur hafa, mikið til góða eða auki kaupmátt þeirra, en það munar miklu hjá þeim sem miklar tekjur hafa. Það er leikur einn að koma með allskonar dæmi og gefa sér forsendur til að fá hagstæða útkomu. Eða er það skattalækkun að ellilífeyrisþegi, sem fær ellilífeyri, hálfa tekjutryggingu og greiðslu úr lífeyrissjóði greiddi 1. nóvember 1999 rúmlega 18 % í staðgreiðslu af þessum launum eftir að hafa nýtt skattkortið að fullu, en 1. nóvember 2005 greiddi hann rúmlega 21 % í staðgreiðslu. Það sýnir vilja stjórnvalda gagnvart öldruðum að þegar Alþýðusambandið samdi í haust um 26.000 kr. eingreiðslu til sinna félaga og ríkisstjórn lofaði að ellilífeyrisþegar ættu að fá sömu hækkun þá var þessi greiðsla skert eins og tekjutryggingin. Þessi ellilífeyrisþegi, sem ég gat um fékk aðeins 13.000 kr. í eingreiðslu. Þannig var þetta loforð efnt.Höfundur er formaður félags eldri borgara í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Sjá meira
Hæstvirtur alþingismaður Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar grein í Morgunblaðið sunnudaginn 5. mars s.l. sem hann nefnir Kærkomin kjarabót fyrir eldri borgara. Þar er hann að tala um niðurfellingu eignarskatts og telur það mikla kjarabót fyrir aldraða og nefnir sem dæmi að á síðasta ári greiddu 15.370 aldraðir eignarskatt, sem fellur niður í ár. Hann getur þess ekki að þessir 15.370 aldraðir eru hinir efnameiri af öldruðum, en hinir sem eru álíka margir og eru eignalitlir eða eignalausir og hafa ekki greitt eignarskatt fá enga lækkun, fá enga kjarabót, þannig að þarna er verið að lækka skatta á þeim efnameiri, en hinir fá ekkert. Þetta er ekki kjarabót fyrir þá sem minnst hafa, þarna er verið að hygla þeim sem meira mega sín. Það kemur ekki fram hjá þingmanninum að á undanförnum árum hefur fasteignamat stórhækkað og eignamenn urðu því fyrir aukinni skattheimtu sem þurfti að lagfæra og því var eignarskatturinn lagður niður. Í Morgunblaðinu þriðjudaginn 7. mars er grein eftir annan hæstvirtan alþingismann Birgir Ármannsson, sem hann nefnir Skattahækkanir eða skattalækkanir og endar hann greinina á að kjósendur hafi fengið í kaupbæti almenna lækkun á tekjuskattshlutfalli, afnám eignarskatts og lækkun á erfðafjárskatti. Það hefur verið margbent á að kjarabót eða tekjuskattslækkun aldraðra sem hafa sína framfærslu að mestu frá Tryggingastofnun er lítil eða nánast engin þar sem tekjurnar eru um og rétt yfir skattleysismörkum. Það var sagt hér að framan að niðurfelling eignarskatts er ekki kjarabót fyrir eignalausa og tekjulága aldraða og ekki er hægt annað en að brosa að rökum þeirra ráðamanna sem telja að lækkun á erfðafjárskatti sé kjarabót fyrir aldraða. Er það kjarabót fyrir okkur að þeir sem eiga að erfa okkur fái skattalækkun? Ekki verður séð að þessar skattalækkanir sem þessir þingmenn tala um komi þeim öldruðum sem lægstar tekjur hafa, mikið til góða eða auki kaupmátt þeirra, en það munar miklu hjá þeim sem miklar tekjur hafa. Það er leikur einn að koma með allskonar dæmi og gefa sér forsendur til að fá hagstæða útkomu. Eða er það skattalækkun að ellilífeyrisþegi, sem fær ellilífeyri, hálfa tekjutryggingu og greiðslu úr lífeyrissjóði greiddi 1. nóvember 1999 rúmlega 18 % í staðgreiðslu af þessum launum eftir að hafa nýtt skattkortið að fullu, en 1. nóvember 2005 greiddi hann rúmlega 21 % í staðgreiðslu. Það sýnir vilja stjórnvalda gagnvart öldruðum að þegar Alþýðusambandið samdi í haust um 26.000 kr. eingreiðslu til sinna félaga og ríkisstjórn lofaði að ellilífeyrisþegar ættu að fá sömu hækkun þá var þessi greiðsla skert eins og tekjutryggingin. Þessi ellilífeyrisþegi, sem ég gat um fékk aðeins 13.000 kr. í eingreiðslu. Þannig var þetta loforð efnt.Höfundur er formaður félags eldri borgara í Kópavogi.
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar