Jafnt hjá Val og Stjörnunni

Valur og Stjarnan gerðu jafntefli 32-32 í Laugardalshöllinni í DHL-deild karla í handbolta í kvöld. Baldvin Þorsteinsson og Mohamadi Loutoufi voru markahæstir í liði Vals með 7 mörk hvor, en Tite Kalandadze skoraði mest fyrir Stjörnuna eða 6 mörk.