Prófkjör og raunveruleikaþættir 6. nóvember 2005 19:34 Prófkjör eru um margt eins og raunveruleikasjónvarp, eru afþreying en lítið kemur fram. Keppendur opna kosningaskrifstofur og bjóða upp á kaffi og splæsa í auglýsingar. Nokkrir skelltu sér á flettiskilti og voru við hlið annarra í sama bransa, það er Bacherlorsins og Kapteins Ofurbrókar í Ástarfleyinu. Gísli Marteinn er reyndur í raunveruleikasjónvarpi og naut velvildar 101 þotuliðsins og það kepptist við að láta birta myndir af sér með Gísla. En það sem virtist draga hann niður var að þeir sem telja sig vera handhafar allra hlutabréfa Sjálfstæðisflokksins og vinir Davíðs studdu hann. Raunveruleikafarsinn snérist upp í að fólk kepptist við að sýna að Davíð réði ekki lengur. Þetta sá reynsluboltinn Villi og stillti sér upp á mynd í hópi fólks sem enginn þekkti. Það var fyrirtækið "tvö lítil bjé" og lögmaður þess sem sá til þess að við dóum ekki úr leiðindum. Litlu tvö bjéin settu upp ókeypis raunveruleikasjónvarp með hjálp Kristjáns í Kastljósinu. Þar fór fram kennsla í hvernig ætti að koma fram við launamenn sem væru með eitthvað múður, eins og t.d. að fara fram á að fá laun greidd og launaseðla. Kristjáni virtist ekki skipta neinu máli hvernig komið væri fram við launamenn, hann var sammála lögmanninum um að það gengi ekki að opinberir embættismenn og starfsmenn í verkalýðshreyfingunni væru að þvinga fyrirtæki til þess að fara eftir landslögum. Þeim félögum tókst það sem verkalýðshreyfingunni hefur ekki tekist, þrátt fyrir að hún hafi barist um hæl og hnakka í þrjú ár með allan sinn mannskap. Litlu bjéin gengu svo fram af fólki að jafnvel Félagsmálaráðherra sá sína sæng útbreidda og sagði að það væri ekki í lagi að fara svona með fólk. Hann hefur hingað til gefið verkalýðshreyfingunni og launamönnum langt nef. Bacherlorinn og Kapteinn Ofurbrók á Ástarfleyinu fara leiðir sem frambjóðendahersingin fer sem betur ekki. Þeir félagar eiga það sammerkt að fá fólk til þess að niðurlægja sig í hóreríi í beinni útsendingu. "Oh er ekki lundur einhverstaðar hér hjá sem við getum látið okkur hverfa í", muldraði ein upp í eyra Bacherlorsins. Maður beið eftir að hún tæki upp pakka með smokkum og örvunargel. Af hverju mótmæla konur ekki svona opinberri og markvissri niðurlægingu. Það vantaði uppákomur í frambjóðendaraunveruleikinn, svona til mótvægis við uppáferðir í hinum þáttunum. Það mætti setja alla frambjóðendur á Prófkjörsdallinn með Kapteini Ofurbrók og leyfa sjónvarpsáhorfendum að fylgjast með, með því spöruðust miklir peningar. Í beinni útsendingu myndu þeir blómstra mest sem væru með bestu trixin í að niðurlægja hina og sköpuðu mestu taugaveiklunina, vona dáldil JR í Dallas stemming. Mogginn ræddi um að tryggja verði jafnan aðgang fólks í prófkjörum, það er rakin leið að láta Sjónvarp allra landsmanna framleiða frambjóðendaraunveruleikaþætti. Svo væri það val áhorfenda hvort þeir hefðu hug á að kjósa frambjóðendur burt, tvo í hverjum þætti. Svo væri hægt framleiða fleiri þætti til þess að dreifa kostnaði og niðurlægja þar lúserana enn frekar, eins og er gert í Idolinu. Búa til marga þætti þar sem ítrekað væru sýnd mestu mistökin og tárin streyma. Með bestu kveðjum Guðmundur Gunnarsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Skoðanir Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Prófkjör eru um margt eins og raunveruleikasjónvarp, eru afþreying en lítið kemur fram. Keppendur opna kosningaskrifstofur og bjóða upp á kaffi og splæsa í auglýsingar. Nokkrir skelltu sér á flettiskilti og voru við hlið annarra í sama bransa, það er Bacherlorsins og Kapteins Ofurbrókar í Ástarfleyinu. Gísli Marteinn er reyndur í raunveruleikasjónvarpi og naut velvildar 101 þotuliðsins og það kepptist við að láta birta myndir af sér með Gísla. En það sem virtist draga hann niður var að þeir sem telja sig vera handhafar allra hlutabréfa Sjálfstæðisflokksins og vinir Davíðs studdu hann. Raunveruleikafarsinn snérist upp í að fólk kepptist við að sýna að Davíð réði ekki lengur. Þetta sá reynsluboltinn Villi og stillti sér upp á mynd í hópi fólks sem enginn þekkti. Það var fyrirtækið "tvö lítil bjé" og lögmaður þess sem sá til þess að við dóum ekki úr leiðindum. Litlu tvö bjéin settu upp ókeypis raunveruleikasjónvarp með hjálp Kristjáns í Kastljósinu. Þar fór fram kennsla í hvernig ætti að koma fram við launamenn sem væru með eitthvað múður, eins og t.d. að fara fram á að fá laun greidd og launaseðla. Kristjáni virtist ekki skipta neinu máli hvernig komið væri fram við launamenn, hann var sammála lögmanninum um að það gengi ekki að opinberir embættismenn og starfsmenn í verkalýðshreyfingunni væru að þvinga fyrirtæki til þess að fara eftir landslögum. Þeim félögum tókst það sem verkalýðshreyfingunni hefur ekki tekist, þrátt fyrir að hún hafi barist um hæl og hnakka í þrjú ár með allan sinn mannskap. Litlu bjéin gengu svo fram af fólki að jafnvel Félagsmálaráðherra sá sína sæng útbreidda og sagði að það væri ekki í lagi að fara svona með fólk. Hann hefur hingað til gefið verkalýðshreyfingunni og launamönnum langt nef. Bacherlorinn og Kapteinn Ofurbrók á Ástarfleyinu fara leiðir sem frambjóðendahersingin fer sem betur ekki. Þeir félagar eiga það sammerkt að fá fólk til þess að niðurlægja sig í hóreríi í beinni útsendingu. "Oh er ekki lundur einhverstaðar hér hjá sem við getum látið okkur hverfa í", muldraði ein upp í eyra Bacherlorsins. Maður beið eftir að hún tæki upp pakka með smokkum og örvunargel. Af hverju mótmæla konur ekki svona opinberri og markvissri niðurlægingu. Það vantaði uppákomur í frambjóðendaraunveruleikinn, svona til mótvægis við uppáferðir í hinum þáttunum. Það mætti setja alla frambjóðendur á Prófkjörsdallinn með Kapteini Ofurbrók og leyfa sjónvarpsáhorfendum að fylgjast með, með því spöruðust miklir peningar. Í beinni útsendingu myndu þeir blómstra mest sem væru með bestu trixin í að niðurlægja hina og sköpuðu mestu taugaveiklunina, vona dáldil JR í Dallas stemming. Mogginn ræddi um að tryggja verði jafnan aðgang fólks í prófkjörum, það er rakin leið að láta Sjónvarp allra landsmanna framleiða frambjóðendaraunveruleikaþætti. Svo væri það val áhorfenda hvort þeir hefðu hug á að kjósa frambjóðendur burt, tvo í hverjum þætti. Svo væri hægt framleiða fleiri þætti til þess að dreifa kostnaði og niðurlægja þar lúserana enn frekar, eins og er gert í Idolinu. Búa til marga þætti þar sem ítrekað væru sýnd mestu mistökin og tárin streyma. Með bestu kveðjum Guðmundur Gunnarsson
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun