
Sport
Haukar töpuðu fyrir Gorenje

Haukar töpuðu fyrir slóvenska liðinu Gorenje Valenje 33-28 í Meistaradeild Evrópu á Ásvöllum í dag, eftir að hafa verið undir 20-11 í hálfleik. Árni Þór Sigtryggsson var markahæstur Haukanna með 8 mörk. Þetta var síðasti heimaleikur Hauka í riðlinum, en næsti leikur þeirra er gegn Arhus.