Sport

Wenger þreyttur á meiðslum

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, virðist vera búinn að fá sig fullsaddan af tíðum meiðslum leikmanna sinna, ekki síst þegar þeir eru að spila með landsliðum sínum og telur það koma afar illa niður á Arsenal í deildarkeppninni. Meiðsli Alexander Hleb voru dropinn sem fyllti mælinn hjá Wenger. Sérstaklega þótti Wenger vinnubrögð Hvít-Rússa fyrir neðan allar hellur, en þeir létu Alexander Hleb spila landsleik þrátt fyrir að hann þyrfti að fara í uppskurð á hné. "Við getum ekki notað Hleb næstu tvo mánuði vegna þess að þeir píndu hann til að spila leik sem skipti engu máli. Hann hefði átt að fara í uppskurð viku fyrr en raun bar vitni og mér finnast svona vinnubrögð farsakennd. Það er eins og þeim sé alveg sama um leikmenn sína," sagði Wenger.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×