Dagur hugar að heimkomu 6. október 2005 00:01 Dagur Sigurðsson, fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, hefur verið að gera það gott sem spilandi þjálfari austurírska félagsins Bregenz en lið félagsins er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, annað árið í röð. Eftir tíu ár í atvinnumennsku segist Dagur ekki geta neitað því að það sé freistandi að fara að koma heim til Íslands. "Fjölskyldan er mjög ánægð hér í Austurríki en við erum nú samt farin að huga að því koma heim. Við höfum búið lengi erlendis og ætlum okkur að flytja heim á réttum tíma. Tvær dætur mínar eru komnar á skólaaldur og þess vegna meðal annars viljum við fara að flytja heim til Íslands." Dagur verður þó áfram spilandi þjálfari hjá Bregenz út þetta tímabil en hann er með samning við félagið til ársins 2007 en í honum er uppsagnarákvæði sem hugsanlegt er að Dagur nýti sér. Það er ekki ákveðið hvað Dagur fer að gera þegar hann kemur heim. "Ég veit ekki hvað ég fer að gera. Mér finnst nú líklegt að ég haldi áfram í viðskiptunum en ég hef alltaf aðeins komið nálægt þeim. Svo kannski held ég áfram í handboltanum og spila með Val í DHL-deildinni annars veit ég það ekki. Ég er nú bara ekkert búinn að leiða hugann mikið að því hvað ég tek mér fyrir hendur." Bregenz komst í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og er þar í riðli með stórliðunum Magdeburg, franska liðinu Montpellier og Medvedi frá Rússlandi. Dagur gerir sér ekki miklar vonir um að ná í mörg stig gegn þessum liðum en vonast til þess að geta strítt þeim á heimavelli. "Það er nú ekki raunhæft að stefna að því að vinna þessi lið en vonandi tekst okkur að standa í þeim á heimavelli. Við náðum ágætum úrslitum á móti Magdeburg á síðustu leiktíð þannig að við vitum hvað við getum." Íslenski handboltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Sjá meira
Dagur Sigurðsson, fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, hefur verið að gera það gott sem spilandi þjálfari austurírska félagsins Bregenz en lið félagsins er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, annað árið í röð. Eftir tíu ár í atvinnumennsku segist Dagur ekki geta neitað því að það sé freistandi að fara að koma heim til Íslands. "Fjölskyldan er mjög ánægð hér í Austurríki en við erum nú samt farin að huga að því koma heim. Við höfum búið lengi erlendis og ætlum okkur að flytja heim á réttum tíma. Tvær dætur mínar eru komnar á skólaaldur og þess vegna meðal annars viljum við fara að flytja heim til Íslands." Dagur verður þó áfram spilandi þjálfari hjá Bregenz út þetta tímabil en hann er með samning við félagið til ársins 2007 en í honum er uppsagnarákvæði sem hugsanlegt er að Dagur nýti sér. Það er ekki ákveðið hvað Dagur fer að gera þegar hann kemur heim. "Ég veit ekki hvað ég fer að gera. Mér finnst nú líklegt að ég haldi áfram í viðskiptunum en ég hef alltaf aðeins komið nálægt þeim. Svo kannski held ég áfram í handboltanum og spila með Val í DHL-deildinni annars veit ég það ekki. Ég er nú bara ekkert búinn að leiða hugann mikið að því hvað ég tek mér fyrir hendur." Bregenz komst í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og er þar í riðli með stórliðunum Magdeburg, franska liðinu Montpellier og Medvedi frá Rússlandi. Dagur gerir sér ekki miklar vonir um að ná í mörg stig gegn þessum liðum en vonast til þess að geta strítt þeim á heimavelli. "Það er nú ekki raunhæft að stefna að því að vinna þessi lið en vonandi tekst okkur að standa í þeim á heimavelli. Við náðum ágætum úrslitum á móti Magdeburg á síðustu leiktíð þannig að við vitum hvað við getum."
Íslenski handboltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Sjá meira