Erlingur hættur að þjálfa 30. september 2005 00:01 "Ég er ekki að hoppa frá skútunni heldur þvert á móti að berjast enn frekar fyrir merki ÍBV með því að láta til mín taka inni á vellinum í stað þess að standa á hliðarlínunni," sagði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, í samtali við Fréttablaðið en hann hefur ákveðið að hætta sem þjálfari Eyjaliðsins en snúa sér að því að spila með liðinu í staðinn. Aðstoðarmaður hans, Kristinn Guðmundsson, tekur við sem aðalþjálfari en þeir hafa unnið náið saman og því verða engar breytingar á leikskipulagi eða æfingum liðsins. ÍBV missti nánast allt byrjunarlið sitt frá síðustu leiktíð þegar Eyjamenn léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn við Hauka en þurftu að lúta í parket. ÍBV var spáð lélegu gengi í vetur. Eyjamenn töpuðu tveimur fyrstum leikjunum á leiktíðinni afar illa gegn HK og ÍR en sigruðu Víking/Fjölni í síðustu umferð. Eini leikmaðurinn sem eftir er úr byrjunarliði síðasta vetrar, línumaðurinn Svavar Vignisson, hefur hins vegar verið meiddur og ekkert spilað og þar sem Kári Kristjánsson fór í Hauka hefur ÍBV verið í vandræðum með þessa stöðu. Erlingur lék á línunni á sínum tíma með ÍBV og reyndar nokkra leiki á síðustu leiktíð, aðallega í vörninni. Hann ákvað að taka fram skóna og vildi fyrst og fremst einbeita sér að því en láta Kristin sjá um þjálfunina."Við gerum þetta allt markvissara með þessum hætti og allir hafa sitt hlutverk á hreinu. Ég mun aðallega spila í vörninni til að byrja með og fikra mig áfram í sóknarleiknum. Ég lagði þetta fyrst til fyrir mánuði síðan að gera þetta svona þegar ég sá hvert stefndi. En við ákváðum að sjá aðeins til en þar sem Svavar hefur ekkert verið með í fyrstu leikjunum var kýlt á þetta núna," segir Erlingur. ÍBV fékk fjóra nýja útlenda leikmenn fyrir leiktíðina en þeir hafa ekki staðið undir væntingum. Erlingur segir að þeir séu allir að koma til og ekki standi til að segja upp samningum við þá. "Það tekur því ekki að fá nýja útlendinga því þá þyrftum við að byrja allt upp á nýtt auk þess sem þetta kostar sitt. Við erum með algjörlega nýtt lið og reyndar er spurning hvort við getum dregið fleiri gamlar kempur á flot en mig," sagði Erlingur og átti þar m.a. við Björgvin Rúnarsson. Næsti leikur ÍBV er gegn Leikni í bikarnum á morgun. Íslenski handboltinn Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Sjá meira
"Ég er ekki að hoppa frá skútunni heldur þvert á móti að berjast enn frekar fyrir merki ÍBV með því að láta til mín taka inni á vellinum í stað þess að standa á hliðarlínunni," sagði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, í samtali við Fréttablaðið en hann hefur ákveðið að hætta sem þjálfari Eyjaliðsins en snúa sér að því að spila með liðinu í staðinn. Aðstoðarmaður hans, Kristinn Guðmundsson, tekur við sem aðalþjálfari en þeir hafa unnið náið saman og því verða engar breytingar á leikskipulagi eða æfingum liðsins. ÍBV missti nánast allt byrjunarlið sitt frá síðustu leiktíð þegar Eyjamenn léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn við Hauka en þurftu að lúta í parket. ÍBV var spáð lélegu gengi í vetur. Eyjamenn töpuðu tveimur fyrstum leikjunum á leiktíðinni afar illa gegn HK og ÍR en sigruðu Víking/Fjölni í síðustu umferð. Eini leikmaðurinn sem eftir er úr byrjunarliði síðasta vetrar, línumaðurinn Svavar Vignisson, hefur hins vegar verið meiddur og ekkert spilað og þar sem Kári Kristjánsson fór í Hauka hefur ÍBV verið í vandræðum með þessa stöðu. Erlingur lék á línunni á sínum tíma með ÍBV og reyndar nokkra leiki á síðustu leiktíð, aðallega í vörninni. Hann ákvað að taka fram skóna og vildi fyrst og fremst einbeita sér að því en láta Kristin sjá um þjálfunina."Við gerum þetta allt markvissara með þessum hætti og allir hafa sitt hlutverk á hreinu. Ég mun aðallega spila í vörninni til að byrja með og fikra mig áfram í sóknarleiknum. Ég lagði þetta fyrst til fyrir mánuði síðan að gera þetta svona þegar ég sá hvert stefndi. En við ákváðum að sjá aðeins til en þar sem Svavar hefur ekkert verið með í fyrstu leikjunum var kýlt á þetta núna," segir Erlingur. ÍBV fékk fjóra nýja útlenda leikmenn fyrir leiktíðina en þeir hafa ekki staðið undir væntingum. Erlingur segir að þeir séu allir að koma til og ekki standi til að segja upp samningum við þá. "Það tekur því ekki að fá nýja útlendinga því þá þyrftum við að byrja allt upp á nýtt auk þess sem þetta kostar sitt. Við erum með algjörlega nýtt lið og reyndar er spurning hvort við getum dregið fleiri gamlar kempur á flot en mig," sagði Erlingur og átti þar m.a. við Björgvin Rúnarsson. Næsti leikur ÍBV er gegn Leikni í bikarnum á morgun.
Íslenski handboltinn Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Sjá meira