Ungu stelpurnar standa sig vel 28. september 2005 00:01 Kvennalið HK í handboltanum er að stíga sín fyrstu spor í meistaraflokki en hefur komið flestum á óvart með því að vinna tvo fyrstu leiki sína í DHL-deild kvenna. HK vann Gróttu 30-26 á laugardaginn og fylgdi því síðan eftir með tíu marka sigri á Fram, 30-20, á þriðjudagskvöldið. "Við bjuggum okkur vel undir þessa tvo leiki og lögðum mikla áherslu á þessa tvo heimaleiki. Allar götur síðan ég sá leikjaniðuröðina ætlaði ég að vinna þessu tvo fyrstu leiki. Okkur var spáð neðar en þessi lið en vissum að við gætum betur," sagði Díana Guðjónsdóttir, þjálfari kvennaliðs HK. "Það var tekin ákvörðun síðasta vor um að taka þátt í vetur og við tókum þessa ákvörðun í samráði við stelpurnar. Það hjálpar líka að vera með tvo útlendinga og ég er ótrúlega heppin með þær og þá sérstaklega félagslega. Þær eru duglegar að leiðbeina stelpunum og það skiptir rosalega miklu máli að vera ekki með einhverja útlendinga sem eru erfiðir í umgengni." Hinn 17 ára gamli markvörður liðsins hefur varið frábærlega í fyrstu tveimur leikjunum, samtals 48 skot eða 24 skot að meðaltali. Kolbrún varði 60% skota Framliðsins á þriðjudaginn. "Það voru einhverjir hissa á því að ég ætlaði ekki að kaupa markmann en ég er með tvo mjög góða markmenn," segir Díana aðspurð um Kolbrúnu."Það er annars alltaf einhver stelpa sem kemur fram og klárar fyrir okkur þessa leiki og það er aldrei sami leikmaðurinn. Þær hafa traust okkar á bekknum. Þær vita það að leikurinn gengur út á að það eru gerð mistök og við verðum leyfa þeim að gera mistök og læra af þeim og þroskast sem leikmenn. Þess vegna eru þær líka óhræddar að taka af skarið," segir Díana. HK-liðið teflir fram tveimur útlendingum, Auksé Vysniauskaité og Tatjönu Zukovsku, og bera þær vissulega aðalábyrgðina í leik liðsins en það var skemmtilegt að sjá hvernig ungu stelpurnar leystu það vel þegar Framliðið tók þessar tvær úr umferð. Þar fór fremst örvhenti hornamaðurinn Rut Jónsdóttir sem á enn eftir að fagna 15. afmælisdegi sínum. Rut skoraði 7 mörk úr 8 skotum í seinni hálfleiknum og sýndi að þar er landsliðskona framtíðarinnar á ferðinni. Systir hennar Auður, sem er tveimur árum eldri, sýndi einnig góð tilþrif og þá sérstaklega á lokakafla fyrsta leiksins þar sem hún skoraði flest af sínum sex mörkum í þeim leik. "Við vorum búin að setja okkur ákveðin markmið og við höldum okkur við þau. Nú verður maður bara að vera þolinmóður því nú reynir á okkur í næsta leik sem er gegn Íslandsmeisturum Hauka," sagði Díana að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Dagskráin: Skiptiborðið á föstudegi og formúluhelgi af stað Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Sjá meira
Kvennalið HK í handboltanum er að stíga sín fyrstu spor í meistaraflokki en hefur komið flestum á óvart með því að vinna tvo fyrstu leiki sína í DHL-deild kvenna. HK vann Gróttu 30-26 á laugardaginn og fylgdi því síðan eftir með tíu marka sigri á Fram, 30-20, á þriðjudagskvöldið. "Við bjuggum okkur vel undir þessa tvo leiki og lögðum mikla áherslu á þessa tvo heimaleiki. Allar götur síðan ég sá leikjaniðuröðina ætlaði ég að vinna þessu tvo fyrstu leiki. Okkur var spáð neðar en þessi lið en vissum að við gætum betur," sagði Díana Guðjónsdóttir, þjálfari kvennaliðs HK. "Það var tekin ákvörðun síðasta vor um að taka þátt í vetur og við tókum þessa ákvörðun í samráði við stelpurnar. Það hjálpar líka að vera með tvo útlendinga og ég er ótrúlega heppin með þær og þá sérstaklega félagslega. Þær eru duglegar að leiðbeina stelpunum og það skiptir rosalega miklu máli að vera ekki með einhverja útlendinga sem eru erfiðir í umgengni." Hinn 17 ára gamli markvörður liðsins hefur varið frábærlega í fyrstu tveimur leikjunum, samtals 48 skot eða 24 skot að meðaltali. Kolbrún varði 60% skota Framliðsins á þriðjudaginn. "Það voru einhverjir hissa á því að ég ætlaði ekki að kaupa markmann en ég er með tvo mjög góða markmenn," segir Díana aðspurð um Kolbrúnu."Það er annars alltaf einhver stelpa sem kemur fram og klárar fyrir okkur þessa leiki og það er aldrei sami leikmaðurinn. Þær hafa traust okkar á bekknum. Þær vita það að leikurinn gengur út á að það eru gerð mistök og við verðum leyfa þeim að gera mistök og læra af þeim og þroskast sem leikmenn. Þess vegna eru þær líka óhræddar að taka af skarið," segir Díana. HK-liðið teflir fram tveimur útlendingum, Auksé Vysniauskaité og Tatjönu Zukovsku, og bera þær vissulega aðalábyrgðina í leik liðsins en það var skemmtilegt að sjá hvernig ungu stelpurnar leystu það vel þegar Framliðið tók þessar tvær úr umferð. Þar fór fremst örvhenti hornamaðurinn Rut Jónsdóttir sem á enn eftir að fagna 15. afmælisdegi sínum. Rut skoraði 7 mörk úr 8 skotum í seinni hálfleiknum og sýndi að þar er landsliðskona framtíðarinnar á ferðinni. Systir hennar Auður, sem er tveimur árum eldri, sýndi einnig góð tilþrif og þá sérstaklega á lokakafla fyrsta leiksins þar sem hún skoraði flest af sínum sex mörkum í þeim leik. "Við vorum búin að setja okkur ákveðin markmið og við höldum okkur við þau. Nú verður maður bara að vera þolinmóður því nú reynir á okkur í næsta leik sem er gegn Íslandsmeisturum Hauka," sagði Díana að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Dagskráin: Skiptiborðið á föstudegi og formúluhelgi af stað Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Sjá meira