Fram, Valur og KA með fullt hús 25. september 2005 00:01 Átta leikir fóru fram í DHL-deildum karla og kvenna í gær. Eftir aðra umferð hjá körlunum eru þrjú lið, Valur, KA og Fram, með fullt hús stiga en FH-ingar eru hinsvegar stigalausir á botninum ásamt Víkingi/Fjölni og ÍBV þrátt fyrir að hafa spilað tvo fyrstu leiki sína á heimavelli sínum í Kaplakrika. Framarar byrja aftur á móti vel undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar og hafa unnið bæði Hafnarfjarðarliðinu í fyrstu tveimur umferðunum. Framara unnu FH, 26-21, í Kaplakrikanum í gær.Í Austurbergi tóku ÍR-ingar á móti KA-mönnum en bæði liðin unnu sína leiki í 1. umferðinni auk þess sem ÍR lagði Hauka í leik um meistara meistaranna. Heimamenn byrjuðu mun betur og komust í 4--1 en norðanmönnum tókst fljótlega að jafna og halda jöfnu í hálfleik. Því geta þeir að mestu þakkað markverði sínum, Hreiðari Guðmundssyni sem gekk til liðs við KA frá ÍR í lok síðasta tímabils. Hreiðar átti eftir að reynast sínum gömlu félögum erfiður því hann var klárlega besti maður vallarins og gaf sínum mönnum tækifæri til að síga hægt og rólega fram úr.Það fór reyndar lítið fyrir góðum handbolta í síðari hálfleik þar sem leikmenn og þjálfarar voru sínöldrandi út í dómara leiksins. Þegar Ólafur Sigurjónsson, einn besti maður ÍR, fékk sína þriðju brottvísun á 43. mínútu leiksins var ÍR-ingum engin björg veitt og KA-menn gengu á lagið. Þeir unnu öruggan sigur, 32--25, og eru því enn með fullt hús stiga. "Við, leikmenn og þeir sem sátu bekknum, áttum allir lélegan leik og þess vegna töpuðum við," sagði Júlíus Jónasson, annar þjálfara ÍR eftir leikinn. "Þeir náðu tökum á sínum leik í seinni hálfleik og náðu því að klára þetta. Hreiðar var þeirra besti maður en okkar versti óvinur en svona er nú boltinn bara," sagði Júlíus og brosti út í annað. Íslandsmeistarar Hauka byrja ekki sannfærandi í sínum fyrsta leik gegn Fram og var ekki boðið upp á mikið betri handbolta að Ásvöllum þar sem heimamenn tóku á móti nýliðum Fylkis. Fjögurra marka forysta í hálfleik fór fyrir lítið þegar Haukum tókst ekki að skora á fyrstu 16 mínútum síðari hálfleiksins. Þegar markið loksins kom var það til að jafna metin og eftir það sprungu gestirnir á limminu og eftirmálin voru einföld fyrir Íslandsmeistarana. Ungu stelpurnar í HK byrjuðu vel í sínum fyrsta leik í efstu deild þegar liðið vann 30-26 sigur á Gróttu á heimavelli sínum. Haukar, Valur, Stjarnan og ÍBV unnu öll örugga sigra í fyrstu umferðinni en þeim var fyrir mótið spáð bestu gengi af liðunum. Íslenski handboltinn Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Í beinni: Valur - Porrino | Evróputitill í boði Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn Enski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Í beinni: Valur - Porrino | Evróputitill í boði Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Sjá meira
Átta leikir fóru fram í DHL-deildum karla og kvenna í gær. Eftir aðra umferð hjá körlunum eru þrjú lið, Valur, KA og Fram, með fullt hús stiga en FH-ingar eru hinsvegar stigalausir á botninum ásamt Víkingi/Fjölni og ÍBV þrátt fyrir að hafa spilað tvo fyrstu leiki sína á heimavelli sínum í Kaplakrika. Framarar byrja aftur á móti vel undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar og hafa unnið bæði Hafnarfjarðarliðinu í fyrstu tveimur umferðunum. Framara unnu FH, 26-21, í Kaplakrikanum í gær.Í Austurbergi tóku ÍR-ingar á móti KA-mönnum en bæði liðin unnu sína leiki í 1. umferðinni auk þess sem ÍR lagði Hauka í leik um meistara meistaranna. Heimamenn byrjuðu mun betur og komust í 4--1 en norðanmönnum tókst fljótlega að jafna og halda jöfnu í hálfleik. Því geta þeir að mestu þakkað markverði sínum, Hreiðari Guðmundssyni sem gekk til liðs við KA frá ÍR í lok síðasta tímabils. Hreiðar átti eftir að reynast sínum gömlu félögum erfiður því hann var klárlega besti maður vallarins og gaf sínum mönnum tækifæri til að síga hægt og rólega fram úr.Það fór reyndar lítið fyrir góðum handbolta í síðari hálfleik þar sem leikmenn og þjálfarar voru sínöldrandi út í dómara leiksins. Þegar Ólafur Sigurjónsson, einn besti maður ÍR, fékk sína þriðju brottvísun á 43. mínútu leiksins var ÍR-ingum engin björg veitt og KA-menn gengu á lagið. Þeir unnu öruggan sigur, 32--25, og eru því enn með fullt hús stiga. "Við, leikmenn og þeir sem sátu bekknum, áttum allir lélegan leik og þess vegna töpuðum við," sagði Júlíus Jónasson, annar þjálfara ÍR eftir leikinn. "Þeir náðu tökum á sínum leik í seinni hálfleik og náðu því að klára þetta. Hreiðar var þeirra besti maður en okkar versti óvinur en svona er nú boltinn bara," sagði Júlíus og brosti út í annað. Íslandsmeistarar Hauka byrja ekki sannfærandi í sínum fyrsta leik gegn Fram og var ekki boðið upp á mikið betri handbolta að Ásvöllum þar sem heimamenn tóku á móti nýliðum Fylkis. Fjögurra marka forysta í hálfleik fór fyrir lítið þegar Haukum tókst ekki að skora á fyrstu 16 mínútum síðari hálfleiksins. Þegar markið loksins kom var það til að jafna metin og eftir það sprungu gestirnir á limminu og eftirmálin voru einföld fyrir Íslandsmeistarana. Ungu stelpurnar í HK byrjuðu vel í sínum fyrsta leik í efstu deild þegar liðið vann 30-26 sigur á Gróttu á heimavelli sínum. Haukar, Valur, Stjarnan og ÍBV unnu öll örugga sigra í fyrstu umferðinni en þeim var fyrir mótið spáð bestu gengi af liðunum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Í beinni: Valur - Porrino | Evróputitill í boði Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn Enski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Í beinni: Valur - Porrino | Evróputitill í boði Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Sjá meira