Fram með besta þjálfarann 20. september 2005 00:01 "Ég tel að það verði fjögur eða fimm lið í baráttunni um titilinn í vetur; Haukar, KA, Valur, HK og Stjarnan," sagði Ágúst Jóhansson, þjálfari kvennaliðs Vals, aðspurður um hvaða lið muni keppa um Íslandsmeistaratitilinn í vetur. "Leikur Vals og HK verður spennandi. Þetta eru tvö vel mönnuð lið sem spila þó ólíkan bolta. Valsmenn keyra meira á hraðaupphlaup og ég hallast að sigri þeirra."Á morgun er svo bæjarslagur Þórs og KA. Ágúst telur KA-menn munu hafa betur í þeim átökum. "Þetta verður hörkuleikur eins og alltaf en Þórsarar hafa misst mikinn mannskap og því held ég að KA vinni þennan leik." Fylkir mætir Víkingi/Fjölni á morgun. "Fylkir vinnur þennan leik. Ég tel að Fylkismenn geti farið í báðar áttir í vetur, þetta gæti gengið upp en svo gæti þetta klikkað. Þeir verðar sterkir varnarlega í vetur og vinna Víking/Fjölni sem hefur misst gríðarlega mikið og ég ætla að Fylkir vinni nokkuð auðveldan sigur."Ágúst spáir óvæntum tíðindum í Safamýrinni á morgun þegar Fram tekur á móti Haukum. "Ég held að Fram vinni Hauka . Fram er tvímælalaust með besta þjálfara deildarinnar í Guðmundi Guðmundssyni og ég held að hann nái að sjóða saman gott lið þrátt fyrir að hafa misst marga leikmenn fyrir tímabilið. Haukarnir verða í toppbaráttunni sem fyrr. Þeir eru með gott lið, hörku heimavöll og með mikla hefð. Einfaldlega gott félag." "ÍR vinnur ÍBV þótt leikið sé úti í Eyjum. ÍR gæti orðið það lið í vetur sem kemur mest á óvart. Þeir eru með mikið af ungum og efnilegum strákum og einfaldlega með mjög frískt lið. Nú eru strákar komnir með hlutverk í liðinu sem hingað til hafa verið aukaleikarar. ÍBV virðist vera í basli með að ná liðinu almennilega saman. Það hefur ekki gengið vel á undirbúningstímabilinu og ég set spurningarmerki við þessa útlendinga sem Eyjamenn fengu til liðsins. Ég sá þá leika í Reykjavíkurmótinu og þeir voru ekki sannfærandi." FH tekur á móti Aftureldingu í Kaplakrika á morgun og spáir Ágúst Mosfellingum þar sigri. "Afturelding hefur svolítið gleymst í umræðunni fyrir mótið. Það er gott lið, strákar sem eru búnir að vera efnilegir og nú er kominn tími til að menn stígi upp og verði góðir. Þeir fengu Guðmund Hrafnkelsson í markið og Hauk Sigurvinsson á miðjuna og þeir eiga eftir að styrkja liðið helling. Ég hallast að því að FH-ingar gætu lent í vandræðum í vetur. Liðið hefur misst leikmenn sem hafa spilað stórt hlutverk hjá þeim á undanförnum árum."Fréttablaðið fékk Ágúst Jóhannsson, þjálfara kvennaliðs Vals, til að spá fyrir um úrslit í 1. umferð DHL-deildar karla sem hefst í kvöld. Ágúst spáir óvæntum úrslitum í leik Framara og Hauka. Íslenski handboltinn Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Fleiri fréttir Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Sjá meira
"Ég tel að það verði fjögur eða fimm lið í baráttunni um titilinn í vetur; Haukar, KA, Valur, HK og Stjarnan," sagði Ágúst Jóhansson, þjálfari kvennaliðs Vals, aðspurður um hvaða lið muni keppa um Íslandsmeistaratitilinn í vetur. "Leikur Vals og HK verður spennandi. Þetta eru tvö vel mönnuð lið sem spila þó ólíkan bolta. Valsmenn keyra meira á hraðaupphlaup og ég hallast að sigri þeirra."Á morgun er svo bæjarslagur Þórs og KA. Ágúst telur KA-menn munu hafa betur í þeim átökum. "Þetta verður hörkuleikur eins og alltaf en Þórsarar hafa misst mikinn mannskap og því held ég að KA vinni þennan leik." Fylkir mætir Víkingi/Fjölni á morgun. "Fylkir vinnur þennan leik. Ég tel að Fylkismenn geti farið í báðar áttir í vetur, þetta gæti gengið upp en svo gæti þetta klikkað. Þeir verðar sterkir varnarlega í vetur og vinna Víking/Fjölni sem hefur misst gríðarlega mikið og ég ætla að Fylkir vinni nokkuð auðveldan sigur."Ágúst spáir óvæntum tíðindum í Safamýrinni á morgun þegar Fram tekur á móti Haukum. "Ég held að Fram vinni Hauka . Fram er tvímælalaust með besta þjálfara deildarinnar í Guðmundi Guðmundssyni og ég held að hann nái að sjóða saman gott lið þrátt fyrir að hafa misst marga leikmenn fyrir tímabilið. Haukarnir verða í toppbaráttunni sem fyrr. Þeir eru með gott lið, hörku heimavöll og með mikla hefð. Einfaldlega gott félag." "ÍR vinnur ÍBV þótt leikið sé úti í Eyjum. ÍR gæti orðið það lið í vetur sem kemur mest á óvart. Þeir eru með mikið af ungum og efnilegum strákum og einfaldlega með mjög frískt lið. Nú eru strákar komnir með hlutverk í liðinu sem hingað til hafa verið aukaleikarar. ÍBV virðist vera í basli með að ná liðinu almennilega saman. Það hefur ekki gengið vel á undirbúningstímabilinu og ég set spurningarmerki við þessa útlendinga sem Eyjamenn fengu til liðsins. Ég sá þá leika í Reykjavíkurmótinu og þeir voru ekki sannfærandi." FH tekur á móti Aftureldingu í Kaplakrika á morgun og spáir Ágúst Mosfellingum þar sigri. "Afturelding hefur svolítið gleymst í umræðunni fyrir mótið. Það er gott lið, strákar sem eru búnir að vera efnilegir og nú er kominn tími til að menn stígi upp og verði góðir. Þeir fengu Guðmund Hrafnkelsson í markið og Hauk Sigurvinsson á miðjuna og þeir eiga eftir að styrkja liðið helling. Ég hallast að því að FH-ingar gætu lent í vandræðum í vetur. Liðið hefur misst leikmenn sem hafa spilað stórt hlutverk hjá þeim á undanförnum árum."Fréttablaðið fékk Ágúst Jóhannsson, þjálfara kvennaliðs Vals, til að spá fyrir um úrslit í 1. umferð DHL-deildar karla sem hefst í kvöld. Ágúst spáir óvæntum úrslitum í leik Framara og Hauka.
Íslenski handboltinn Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Fleiri fréttir Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Sjá meira