Haukum spáð tvöföldum meisturum 15. september 2005 00:01 Haukum er enn eitt árið spáð mikilli velgengni á Íslandsmótinu í handknattleik en spá forráðamanna félaganna í kvenna- og karlaflokki var birt í gær og eru Haukar í efsta sæti á báðum vígstöðum. Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður íslenska landsliðsins og Hauka, segir spána hafa komið nokkuð á óvart. "Þessi niðurstaða kom mér töluvert á óvart því við höfum misst sterka leikmenn en að vísu fengið góða menn í staðinn. En það er erfitt að fylla í skörð eftir leikmenn sem hafa verið lykilmenn í okkar liði í langan tíma. Við höfum æft vel að undanförnu og ætlum okkur auðvitað að vera í toppbaráttunni." Liði Þórs er spáð í 12. sæti í deildinni en Árni Þór Sigtryggsson, sem verið hefur einn besti leikmaður liðsins undanfarin ár, gekk í raðir Hauka í sumar, en eldri bróðir hans Rúnar Sigtryggsson er kominn aftur á heimaslóðir og vetur leggst vel í hann. "Ég er ánægður með að vera kominn aftur heim í Þór. Það er það sem ég ætlaði mér alltaf að gera. Það er mikill metnaður hjá liðinu og ég er viss um að við getum staðið okkur betur en spáin gefur til kynna, þó hún hafi ekkert komið mér á óvart. En við ætlum okkur auðvitað að reyna að vera í efri hluta deildarinnar." Guðmundur Karlsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, reiknar með jafnri keppni í vetur. "Ég á von á því að keppnin verði hörð í vetur og vonandi tekst okkur að spila af fullum styrk. Við komum ágætlega undirbúin til leiks eftir að hafa keppt Evrópuleiki og æft vel að undanförnu. Það má líka búast við því að umgjörðin í kringum handboltann verði góð og keppnin á örugglega eftir að verða jafnari en margir búast við. Ég hlakka því til vetrarins." Íslenski handboltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Fleiri fréttir Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Sjá meira
Haukum er enn eitt árið spáð mikilli velgengni á Íslandsmótinu í handknattleik en spá forráðamanna félaganna í kvenna- og karlaflokki var birt í gær og eru Haukar í efsta sæti á báðum vígstöðum. Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður íslenska landsliðsins og Hauka, segir spána hafa komið nokkuð á óvart. "Þessi niðurstaða kom mér töluvert á óvart því við höfum misst sterka leikmenn en að vísu fengið góða menn í staðinn. En það er erfitt að fylla í skörð eftir leikmenn sem hafa verið lykilmenn í okkar liði í langan tíma. Við höfum æft vel að undanförnu og ætlum okkur auðvitað að vera í toppbaráttunni." Liði Þórs er spáð í 12. sæti í deildinni en Árni Þór Sigtryggsson, sem verið hefur einn besti leikmaður liðsins undanfarin ár, gekk í raðir Hauka í sumar, en eldri bróðir hans Rúnar Sigtryggsson er kominn aftur á heimaslóðir og vetur leggst vel í hann. "Ég er ánægður með að vera kominn aftur heim í Þór. Það er það sem ég ætlaði mér alltaf að gera. Það er mikill metnaður hjá liðinu og ég er viss um að við getum staðið okkur betur en spáin gefur til kynna, þó hún hafi ekkert komið mér á óvart. En við ætlum okkur auðvitað að reyna að vera í efri hluta deildarinnar." Guðmundur Karlsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, reiknar með jafnri keppni í vetur. "Ég á von á því að keppnin verði hörð í vetur og vonandi tekst okkur að spila af fullum styrk. Við komum ágætlega undirbúin til leiks eftir að hafa keppt Evrópuleiki og æft vel að undanförnu. Það má líka búast við því að umgjörðin í kringum handboltann verði góð og keppnin á örugglega eftir að verða jafnari en margir búast við. Ég hlakka því til vetrarins."
Íslenski handboltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Fleiri fréttir Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Sjá meira