Guðjón með 5 mörk í sigurleik

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm mörk og Róbert Gunnarsson tvö þegar Gummersbach vann Göppingen, 27-26 , í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöldi. Það var rífandi stemmning á heimavelli Göppingen en Jaliesky Garcia tókst ekki að skora í leiknum, enda í strangri gæslu Guðjóns Vals allan leikinn. Gummersbach er með fullt hús stiga í deildinni rétt eins og Lemgo og nýliðar Kronau Östringen.