Knattspyrnufíkn Þjóðarinnar 5. september 2005 00:01 Knattspyrnufíkn Íslendinga virðist vera óseðjandi. Þegar Ríkissjónvarpið hóf útsendingar frá leikjum í enska boltanum var einn leikur sýndur klukkan 15.00. Bjarni Fel í rokna formi. Stöð 2 keypti svo deildina og hóf útsendingar á sama tíma. Bætti svo um betur þegar Sýn fór að senda út boltann. Á tíma mátti jafnvel sjá tvo leiki á laugardegi í beinni útsendingu. Skjár einn náði svo óvænt að klófesta enska boltann fyrir tveimur árum. Hann hafði í umsjá Stöðvar 2 og Sýnar orðið að einu vinsælasta sjónvarpsefni þjóðarinnar. Margir fögnuðu enda var hann nú ókeypis. Ekki tóku allir undir þau fagnaðaróp vegna þess að þeim fannst boltavitleysan trufla hefðbundna dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar. Það var því strax útlit fyrir að Adam yrði ekki lengi í Paradís, enski boltinn myndi rata inná áskriftarstöð. Það hefur nú og gerst. Enski boltinn er sjónvarpsstöð þar sem hægt er að skipta milli fimm rása og aðdáendur stærstu liðanna eiga að geta séð liðið sitt spila um hverja helgi. Ofan á þetta er Sýn með meistaradeild Evrópu, sterkustu deild heims, þar sem stærstu lið álfunnar etja kappi um einn mikilvægasta titil sem nokkurt félagslið getur unnið. Þar að auki eru beinar útsendingar frá ítalska boltanum og spænska boltanum. Sýn hefur einnig hafið útsendingar frá ensku fyrstu deildinni og þá geta aðdáendur skosku liðanna Glasgow Celtic og Glasgow Rangers alltaf séð viðureignir þeirra liða. Ekki má gleyma Ríkissjónvarpsinu sem hefur verið með beinar útsendingar frá þýska boltanum. Það má heldur ekki gleyma því að knattspyrna er vinsælasta íþrótt í heimi. Knattspyrnusamböndin FIFA og UEFA eru stór fyrirtæki sem skila milljörðum í gróða. Sjónvarpsútsendingar eru seldar fyrir himinháar fjárhæðir og sjónvarpsstöðvar komast í feitt ef þær tryggja sér slíkan rétt. Margir töldu daga Sýnar talda þegar hún missti af enska boltanum, en áskrifendur Sýnar hafa haldið tryggð við sitt félag og bara bætt íþróttastöð Skjás eins við sig. Fíknin er óseðjandi. Þá má heldur ekki gleyma þeim sem standa inni á vellinum. Á áttunda og níunda áratugnum voru knattspyrnumenn yfirleitt mjög asnalegir og enginn vissi neitt um þeirra einkalíf. Á tíunda áratugnum varð hins vegar gjörbylting. Manchester United braust fram á nýjan leik og varð stórfélag. Það hugsaði þó ekki bara um árangur inni á vellinum heldur einnig utan hans. Leikmenn liðsins urðu stórstjörnur og voru markaðssettar sem slíkar. Má þar nefna David Beckham og Ryan Giggs. Í dag eru afleiðingar þessarar markaðsvæðingar þær að leikmenn eru seldir og keyptir fyrir fjárhæðir sem þekktust ekki fyrir tuttugu árum. Þeir eru stórstjörnur sem leikmenn eins og George Best segja engu síðri en poppstjörnur. "Það tók Christiano Ronaldo tíu mínútur að koma inn á af því að hann þurfti að fjarlæga allt glingrið áður," lét Best hafa eftir sér. Sjálfur varð Best fórnarlamb frægðarinnar þegar hann tók Bakkus fram yfir boltann. Sjónvarpsfíklar fá því úr nógu að moða á næstu mánuðum þegar deildirnar fara að rúlla fyrir alvöru. Ofan á þetta bætist svo að þeir sem hafa engan áhuga á knattspyrnu verða sennilega einir á ferli á næsta ári. Útsendingar frá HM 2006 hefjast nefnilega skömmu eftir að öllum deildarkeppnum lýkur/> Freyr Gígja Gunnarsson -freyrgigja@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Freyr Gígja Gunnarsson Innlent Í brennidepli Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Knattspyrnufíkn Íslendinga virðist vera óseðjandi. Þegar Ríkissjónvarpið hóf útsendingar frá leikjum í enska boltanum var einn leikur sýndur klukkan 15.00. Bjarni Fel í rokna formi. Stöð 2 keypti svo deildina og hóf útsendingar á sama tíma. Bætti svo um betur þegar Sýn fór að senda út boltann. Á tíma mátti jafnvel sjá tvo leiki á laugardegi í beinni útsendingu. Skjár einn náði svo óvænt að klófesta enska boltann fyrir tveimur árum. Hann hafði í umsjá Stöðvar 2 og Sýnar orðið að einu vinsælasta sjónvarpsefni þjóðarinnar. Margir fögnuðu enda var hann nú ókeypis. Ekki tóku allir undir þau fagnaðaróp vegna þess að þeim fannst boltavitleysan trufla hefðbundna dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar. Það var því strax útlit fyrir að Adam yrði ekki lengi í Paradís, enski boltinn myndi rata inná áskriftarstöð. Það hefur nú og gerst. Enski boltinn er sjónvarpsstöð þar sem hægt er að skipta milli fimm rása og aðdáendur stærstu liðanna eiga að geta séð liðið sitt spila um hverja helgi. Ofan á þetta er Sýn með meistaradeild Evrópu, sterkustu deild heims, þar sem stærstu lið álfunnar etja kappi um einn mikilvægasta titil sem nokkurt félagslið getur unnið. Þar að auki eru beinar útsendingar frá ítalska boltanum og spænska boltanum. Sýn hefur einnig hafið útsendingar frá ensku fyrstu deildinni og þá geta aðdáendur skosku liðanna Glasgow Celtic og Glasgow Rangers alltaf séð viðureignir þeirra liða. Ekki má gleyma Ríkissjónvarpsinu sem hefur verið með beinar útsendingar frá þýska boltanum. Það má heldur ekki gleyma því að knattspyrna er vinsælasta íþrótt í heimi. Knattspyrnusamböndin FIFA og UEFA eru stór fyrirtæki sem skila milljörðum í gróða. Sjónvarpsútsendingar eru seldar fyrir himinháar fjárhæðir og sjónvarpsstöðvar komast í feitt ef þær tryggja sér slíkan rétt. Margir töldu daga Sýnar talda þegar hún missti af enska boltanum, en áskrifendur Sýnar hafa haldið tryggð við sitt félag og bara bætt íþróttastöð Skjás eins við sig. Fíknin er óseðjandi. Þá má heldur ekki gleyma þeim sem standa inni á vellinum. Á áttunda og níunda áratugnum voru knattspyrnumenn yfirleitt mjög asnalegir og enginn vissi neitt um þeirra einkalíf. Á tíunda áratugnum varð hins vegar gjörbylting. Manchester United braust fram á nýjan leik og varð stórfélag. Það hugsaði þó ekki bara um árangur inni á vellinum heldur einnig utan hans. Leikmenn liðsins urðu stórstjörnur og voru markaðssettar sem slíkar. Má þar nefna David Beckham og Ryan Giggs. Í dag eru afleiðingar þessarar markaðsvæðingar þær að leikmenn eru seldir og keyptir fyrir fjárhæðir sem þekktust ekki fyrir tuttugu árum. Þeir eru stórstjörnur sem leikmenn eins og George Best segja engu síðri en poppstjörnur. "Það tók Christiano Ronaldo tíu mínútur að koma inn á af því að hann þurfti að fjarlæga allt glingrið áður," lét Best hafa eftir sér. Sjálfur varð Best fórnarlamb frægðarinnar þegar hann tók Bakkus fram yfir boltann. Sjónvarpsfíklar fá því úr nógu að moða á næstu mánuðum þegar deildirnar fara að rúlla fyrir alvöru. Ofan á þetta bætist svo að þeir sem hafa engan áhuga á knattspyrnu verða sennilega einir á ferli á næsta ári. Útsendingar frá HM 2006 hefjast nefnilega skömmu eftir að öllum deildarkeppnum lýkur/> Freyr Gígja Gunnarsson -freyrgigja@frettabladid.is
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun