Smá pæling 31. ágúst 2005 00:01 Nú er Sjálfstæðisflokkurinn kominn með meirihluta í Reykjavík skv. skoðanakönnunum, eitthvað sem engum hefði dottið í hug að myndi gerast fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Þá var persónuleikasamkeppnin í toppnum, einhverskonar "Idol"-ismi yfirgnæfði alla málefnalega umræðu. Í þeirri "Idol"-keppni var Ingibjörg Sólrún borgarstjóri vinsælasti þáttakandinn og Björn Bjarnason var sá sem allir elskuðu að hata. Nú horfa málin aðeins öðruvísi við: þeir sem um þessar mundir sitja á toppnum í persónuleikaslagnum eru afskaplega litlausir persónuleikar. Steinunn Valdís er lítið í sviðsljósinu, og virðist of viðkunnanleg kona til að geta pumpað upp þá móðursýki sem umlukti Ingibjörgu. Og Gísli Marteinn hinn síbrosandi er í útliti eins og "poster child" pabbastrákana í Flokknum. Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti í raun að draga sem mest úr gljáanum í kringum drenginn, kannski gefa honum kaffikrús eins og Tony Blair gengur um með til að draga ímynd sína niður á stall verkamannana sem hans flokkur þykist vinna fyrir. Vandamál allra flokkanna í þessum kosningum er að málefnalega stendur ekkert haldbært eftir sem þeir geta sýnt að hafi bætt líf borgarana. Skipulagsmálin, sem hafa verið stærsta vandamál borgarinnar í áratugi hafa ekkert breyst. Hvorki R-listinn né Sjálfstæðisflokkurinn hafa lagt nokkuð haldbært fram í gengdarlausri úthverfavæðingu Reykjavíkur. Síðustu "trompspil" flokkgæðinganna í skipulagsmálum er spurning um kaffihús í Hljómskálagarðinum eða Miklatúni, eitthvað sem sýnir að skilningur borgarfulltrúa á vandanum hefur ekkert batnað. R-listinn tekur á útbreiðsluvandamálinu með því að byggja eitt hús í miðborginni og segist með því vera að þétta byggð, en um leið eru 20 hús byggð í óbyggðunum á útjaðri borgarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn vill byggja í öðrum úthverfum en þeim sem R-listinn vill byggja í. Þéttleiki borgarinnar hefur fallið jafn hratt undir stjórn R-listans eins og undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Kaffihús hér eða þar breyta þar engu um, en í því efni ætti náttúrulega að setja kaffihús bæði í Hljómskálagarðinum og Miklatúni. Það ætti einnig að byggja Listaháskóla á jaðri Miklatúns til að fá líf í kaffihúsið og á túnið, og í Hljómskálagarðinum ætti að byggja upp hús sem sýndu sögu norrænnar byggingalistar, frá steinöld og uppúr, gestum og gangandi til fróðleiks og yndisauka. Ég hef þann draum að einhver flokkanna í þessu kapphlaupi setji fram, tveimur vikum fyrir kosningar, skipulagshugmynd sem tæki borgina með stormi. Teikningar og myndir af því hvernig þeir sæju Reykjavík í framtíðinni. Í þessu skipulagi væri brú frá Suðurgötu yfir í Álftarnesið, brú sem "hringamyndaði" borgina og einbeitti þar með þróun allra sveitafélagana á þann hring. Reykjavíkurflugvöllur yrði settur út í hraun sunnan við Hafnarfjörð og Vatnsmýrarsvæðið allt væri uppbyggð miðborgarbyggð með aldingörðum og almenningstorgum líkt og Amsterdam, Kaupmannahöfn, Barselóna eða aðrar evrópskar borgir. Flugvöllur á Lönguskerjum væri með aðflug yfir borgina og yrði feikilega dýr framkvæmd. Framtíðarbyggingarland borgarinnar yrði síðan á Álftanesi. Hætt yrði að slá grænu túnin sem liggja alls staðar eins og minnismerki hugmyndalausra skipulagsfræðnga, nema þau séu notuð af almenningi, líkt og Austurvöllurinn. Þau tún sem þá yrðu talin lyti yrðu boðin upp til þróunar fyrir byggð sem blandaði saman landslagi og lifandi byggð. Þetta skipulag sýndi svart á hvítu hvernig tekið yrði á útbreiðslu byggðarinnar af viðkomandi flokki, og hverjar afleiðingarnar yrðu fyrir þéttleika borgarinnar með og án skipulagsins. En eins og með aðra drauma eru litlar líkur á uppfyllingu. Sá sannleikur að enginn stjórnmálaflokkur hefur breytt nokkru í þessum málum vekur upp þá spurningu hvort þeir hafi nokkuð vit né völd til að breyta nokkru, hvort embætti skipulagsstjóra og borgarverkfræðings séu svo valdamikil að enginn geti breytt þeim vinnuaðferðum sem þar hafa verið stunduð síðan 1960? Kv. Guðjón Erlendsson. Arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Nú er Sjálfstæðisflokkurinn kominn með meirihluta í Reykjavík skv. skoðanakönnunum, eitthvað sem engum hefði dottið í hug að myndi gerast fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Þá var persónuleikasamkeppnin í toppnum, einhverskonar "Idol"-ismi yfirgnæfði alla málefnalega umræðu. Í þeirri "Idol"-keppni var Ingibjörg Sólrún borgarstjóri vinsælasti þáttakandinn og Björn Bjarnason var sá sem allir elskuðu að hata. Nú horfa málin aðeins öðruvísi við: þeir sem um þessar mundir sitja á toppnum í persónuleikaslagnum eru afskaplega litlausir persónuleikar. Steinunn Valdís er lítið í sviðsljósinu, og virðist of viðkunnanleg kona til að geta pumpað upp þá móðursýki sem umlukti Ingibjörgu. Og Gísli Marteinn hinn síbrosandi er í útliti eins og "poster child" pabbastrákana í Flokknum. Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti í raun að draga sem mest úr gljáanum í kringum drenginn, kannski gefa honum kaffikrús eins og Tony Blair gengur um með til að draga ímynd sína niður á stall verkamannana sem hans flokkur þykist vinna fyrir. Vandamál allra flokkanna í þessum kosningum er að málefnalega stendur ekkert haldbært eftir sem þeir geta sýnt að hafi bætt líf borgarana. Skipulagsmálin, sem hafa verið stærsta vandamál borgarinnar í áratugi hafa ekkert breyst. Hvorki R-listinn né Sjálfstæðisflokkurinn hafa lagt nokkuð haldbært fram í gengdarlausri úthverfavæðingu Reykjavíkur. Síðustu "trompspil" flokkgæðinganna í skipulagsmálum er spurning um kaffihús í Hljómskálagarðinum eða Miklatúni, eitthvað sem sýnir að skilningur borgarfulltrúa á vandanum hefur ekkert batnað. R-listinn tekur á útbreiðsluvandamálinu með því að byggja eitt hús í miðborginni og segist með því vera að þétta byggð, en um leið eru 20 hús byggð í óbyggðunum á útjaðri borgarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn vill byggja í öðrum úthverfum en þeim sem R-listinn vill byggja í. Þéttleiki borgarinnar hefur fallið jafn hratt undir stjórn R-listans eins og undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Kaffihús hér eða þar breyta þar engu um, en í því efni ætti náttúrulega að setja kaffihús bæði í Hljómskálagarðinum og Miklatúni. Það ætti einnig að byggja Listaháskóla á jaðri Miklatúns til að fá líf í kaffihúsið og á túnið, og í Hljómskálagarðinum ætti að byggja upp hús sem sýndu sögu norrænnar byggingalistar, frá steinöld og uppúr, gestum og gangandi til fróðleiks og yndisauka. Ég hef þann draum að einhver flokkanna í þessu kapphlaupi setji fram, tveimur vikum fyrir kosningar, skipulagshugmynd sem tæki borgina með stormi. Teikningar og myndir af því hvernig þeir sæju Reykjavík í framtíðinni. Í þessu skipulagi væri brú frá Suðurgötu yfir í Álftarnesið, brú sem "hringamyndaði" borgina og einbeitti þar með þróun allra sveitafélagana á þann hring. Reykjavíkurflugvöllur yrði settur út í hraun sunnan við Hafnarfjörð og Vatnsmýrarsvæðið allt væri uppbyggð miðborgarbyggð með aldingörðum og almenningstorgum líkt og Amsterdam, Kaupmannahöfn, Barselóna eða aðrar evrópskar borgir. Flugvöllur á Lönguskerjum væri með aðflug yfir borgina og yrði feikilega dýr framkvæmd. Framtíðarbyggingarland borgarinnar yrði síðan á Álftanesi. Hætt yrði að slá grænu túnin sem liggja alls staðar eins og minnismerki hugmyndalausra skipulagsfræðnga, nema þau séu notuð af almenningi, líkt og Austurvöllurinn. Þau tún sem þá yrðu talin lyti yrðu boðin upp til þróunar fyrir byggð sem blandaði saman landslagi og lifandi byggð. Þetta skipulag sýndi svart á hvítu hvernig tekið yrði á útbreiðslu byggðarinnar af viðkomandi flokki, og hverjar afleiðingarnar yrðu fyrir þéttleika borgarinnar með og án skipulagsins. En eins og með aðra drauma eru litlar líkur á uppfyllingu. Sá sannleikur að enginn stjórnmálaflokkur hefur breytt nokkru í þessum málum vekur upp þá spurningu hvort þeir hafi nokkuð vit né völd til að breyta nokkru, hvort embætti skipulagsstjóra og borgarverkfræðings séu svo valdamikil að enginn geti breytt þeim vinnuaðferðum sem þar hafa verið stunduð síðan 1960? Kv. Guðjón Erlendsson. Arkitekt.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar