Fjárfestar á flugi Hafliði Helgason skrifar 17. ágúst 2005 00:01 Íslenskir fjárfestar stefna nú að því að koma sér vel fyrir á markaði lággjaldaflugfélaga í Evrópu. Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson hafa eignast stærsta lággjaldafélagið á Norðurlöndum, Sterling. Þeir bættu svo Mærsk í safnið og hafa með því styrkt stöðu sína á Norðurlandamarkaðnum Ryanair mun keppa við Sterling á Norðurlöndum sem mun auðvitað reyna á færni þeirra Sterlingmanna. Hitt hjálpar að risinn SAS sem er hinn keppinauturinn er ekki vel rekið félag. Svifaseint og hefur átt í erfiðleikum upp á síðkastið. Það hjálpar Sterling að koma sér vel fyrir á markaði á Norðurlöndunum. FL Group undir forystu Hannesar Smárasonar hafa að undanförnu verið að kaupa hlutabréf í easyJet. Þegar hefur orðið verulegur gengishagnaður af þessari fjárfestingu og margt sem bendir til þess að félagið muni halda áfram að kaupa hluti í easyJet. EasyJet er í eigu fjölskyldu Stelios Haji-Ioannou, en hann ríkir yfir miklu viðskiptaveldi sínu og systkina sinna. Samkomulagið milli systkinanna er sagt brothætt og þau ekki samstíga í markmiðum fyrirtækja í eigu fjölskyldunnar. Líklegt er að FL Group líti til þess að systkini Steliosar muni hugsanlega vilja selja sinn hlut í félaginu. Yfirtaka er því eitt af því sem gæti orðið niðurstaðan í hlutafjárkaupum FL Group í easyJet. Það er þó enn langt í land með slík yfirtaka geti orðið að raunveruleika. FL Group gæti einnig innleyst hagnað af fjárfestingunni ef ekki veriður séð að yfirtaka verði möguleg. Baugur hefur aftur eignast hlut í FL Group og þar er að ferðinni eigandi sem kann til verka við yfirtökur félaga og er tilbúinn til að leggja út í ævintýri af þeirri stærðargráðu sem yfirtaka á easyJet er. Ástæðan fyrir þessum áhuga á lággjaldaflugfélögum er sú að mikill vöxtur hefur verið í starfsemi þessara félaga. Nær öll aukning í farþegaflugi hefur verið hjá þessum félögum. Einfaldleiki í rekstri og skilvirk farmiðasala gegnum netið hefur gert félögunum kleift að halda farmiðaverði niðri. Það hefur aftur þýtt að nýr hópur fer að ferðast, auk þess sem þeir sem þegar ferðast fara að ferðast oftar. Hér á landi birtist þetta í því að ekki þykir lengur tiltökumál að skreppa í helgarferð til London eða Kaupmannahafnar. Helgi í London kostar ekki meira en helgi á Akureyri. Flugrekstur er gríðarlega áhættusamur. Umhverfið getur breyst hratt. Éldsneyti hefur hækkað verulega sem hækkar farmiðaverð og hægir á vexti félaganna. Hitt er annað að búist er við að lággjaldaflugfélög haldi áfram að vaxa. Þróunin er í þá átt að þau verði færri og stærri og augljóst að íslensku fjárfestarnir ætla að taka þátt í þeirri þróun. Svo er bara að vona að hlutir gangi þeim í hag. Auk áætlunarflugs hafa svo Íslendingar verið að byggja upp sterk leigu og fraktfélög. Avion Group er orðið stórt félag og stefnir á skráningu á markað. Flugið er því svo sannarlega að verða ein af stærri atvinnugreinum Íslendinga. Þetta er sveiflukennt grein og hentar kannski ágætlega þjóð sem hefur átt allt sitt undir sveiflum og dyntum náttúrunnar frá upphafi byggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskir fjárfestar stefna nú að því að koma sér vel fyrir á markaði lággjaldaflugfélaga í Evrópu. Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson hafa eignast stærsta lággjaldafélagið á Norðurlöndum, Sterling. Þeir bættu svo Mærsk í safnið og hafa með því styrkt stöðu sína á Norðurlandamarkaðnum Ryanair mun keppa við Sterling á Norðurlöndum sem mun auðvitað reyna á færni þeirra Sterlingmanna. Hitt hjálpar að risinn SAS sem er hinn keppinauturinn er ekki vel rekið félag. Svifaseint og hefur átt í erfiðleikum upp á síðkastið. Það hjálpar Sterling að koma sér vel fyrir á markaði á Norðurlöndunum. FL Group undir forystu Hannesar Smárasonar hafa að undanförnu verið að kaupa hlutabréf í easyJet. Þegar hefur orðið verulegur gengishagnaður af þessari fjárfestingu og margt sem bendir til þess að félagið muni halda áfram að kaupa hluti í easyJet. EasyJet er í eigu fjölskyldu Stelios Haji-Ioannou, en hann ríkir yfir miklu viðskiptaveldi sínu og systkina sinna. Samkomulagið milli systkinanna er sagt brothætt og þau ekki samstíga í markmiðum fyrirtækja í eigu fjölskyldunnar. Líklegt er að FL Group líti til þess að systkini Steliosar muni hugsanlega vilja selja sinn hlut í félaginu. Yfirtaka er því eitt af því sem gæti orðið niðurstaðan í hlutafjárkaupum FL Group í easyJet. Það er þó enn langt í land með slík yfirtaka geti orðið að raunveruleika. FL Group gæti einnig innleyst hagnað af fjárfestingunni ef ekki veriður séð að yfirtaka verði möguleg. Baugur hefur aftur eignast hlut í FL Group og þar er að ferðinni eigandi sem kann til verka við yfirtökur félaga og er tilbúinn til að leggja út í ævintýri af þeirri stærðargráðu sem yfirtaka á easyJet er. Ástæðan fyrir þessum áhuga á lággjaldaflugfélögum er sú að mikill vöxtur hefur verið í starfsemi þessara félaga. Nær öll aukning í farþegaflugi hefur verið hjá þessum félögum. Einfaldleiki í rekstri og skilvirk farmiðasala gegnum netið hefur gert félögunum kleift að halda farmiðaverði niðri. Það hefur aftur þýtt að nýr hópur fer að ferðast, auk þess sem þeir sem þegar ferðast fara að ferðast oftar. Hér á landi birtist þetta í því að ekki þykir lengur tiltökumál að skreppa í helgarferð til London eða Kaupmannahafnar. Helgi í London kostar ekki meira en helgi á Akureyri. Flugrekstur er gríðarlega áhættusamur. Umhverfið getur breyst hratt. Éldsneyti hefur hækkað verulega sem hækkar farmiðaverð og hægir á vexti félaganna. Hitt er annað að búist er við að lággjaldaflugfélög haldi áfram að vaxa. Þróunin er í þá átt að þau verði færri og stærri og augljóst að íslensku fjárfestarnir ætla að taka þátt í þeirri þróun. Svo er bara að vona að hlutir gangi þeim í hag. Auk áætlunarflugs hafa svo Íslendingar verið að byggja upp sterk leigu og fraktfélög. Avion Group er orðið stórt félag og stefnir á skráningu á markað. Flugið er því svo sannarlega að verða ein af stærri atvinnugreinum Íslendinga. Þetta er sveiflukennt grein og hentar kannski ágætlega þjóð sem hefur átt allt sitt undir sveiflum og dyntum náttúrunnar frá upphafi byggðar.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar