Rúllað yfir Kongó

Íslendingar rúlluðu yfir Kongó 41-15 í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramóti ungmenna (U21) í handknattleik í Ungverjalandi. Í hálfleik var staðan 20-7. Ernir Hrafn Arnarsson var markahæstur og skoraði 8 mörk. Árni Sigtryggsson gerði 7, Ásgeir Örn Hallgrímsson 6 og Andri Stefan og Arnór Atlason 5 hvor.