Valdið eða fræðin? 12. ágúst 2005 00:01 Einhverjir eftirminnilegustu sjónvarpsþættir sem sýndir hafa verið í íslensku sjónvarpi eru þættirnir "Já ráðherra" og "Já forsætisráðherra" þar sem framagjarni stjórnmálamaðurinn Jim Hacker lét í flestu stjórnast af embættismönnum sínum sem gættu þess að hann gerði ekki annað en það sem hentaði skrifræðiskerfinu, að hann gerði helst ekki neitt. Þessu virðist öfugt farið með Guðna Ágústsson landbúnaðarráðherra sem hefur nú komið í veg fyrir innflutning á argentínsku nautakjöti þrátt fyrir að starfsmenn yfirdýralæknis mæli með innflutningnum þrátt fyrir að taka fram að innflutningur nautakjöts frá Argentínu sé ekki áhættulaus frekar en innflutningur frá öðrum löndum. Gísli Sv. Halldórsson, dýralæknir inn- og útflutningseftirlits búfjárafurða, hefur farið yfir gögn um sjúkdóma í Argentínu síðustu ár og komist að þessari niðurstöðu. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segist ekki geta samþykkt innflutninginn þar sem gin- og klaufaveiki hafi komið upp í Argentínu fyrir tveimur árum. Í gögnum yfirdýralæknis til ráðherra kemur þó fram að gin- og klaufaveiki hafi komið upp í öðrum landshluta Argentínu en stóð til að flytja inn kjöt frá og því sé ekki hægt að taka alla Argentínu sem eitt svæði í þessu samhengi. Að auki kemur fram að landsvæðið þaðan sem fyrirhugaður innflutningur átti að koma er skilgreint sem land án gin- og klaufaveiki án bólusetningar gegn sjúkdómnum. Það er því ljóst að Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra lætur embættismenn ekki stjórna sér heldur tekur sjálfstæðar ákvarðanir. Spurningin er hins vegar hvort þetta sé góð ákvörðun. Af þeim gögnum sem fyrir liggja virðast einu áhrif hennar vera þau að neytendur hafa minna val en ella. Ákvörðun um það byggir ekki á bestu rökum og rannsóknum vísindamanna þótt ekki skuli gert lítið úr þekkingu og reynslu landbúnaðarráðherrans Guðna Ágústssonar. Ákvörðunin ber þess merki að hana tekur stjórnmálamaður sem þekktur er fyrir stuðning sinn við núverandi landbúnaðarkerfi sem byggir á tveimur meginstoðum, annars vegar ríkulegum fjárstuðningi til bænda, hins vegar takmörkunum við innflutningi erlendra búfjárafurða sem hefur í för með sér að verð innlendra búfjárafurða verður hærra en ef þær fengju samkeppni erlendis frá. Niðurstaða kerfisins er því minna val og hærra verð, þótt háa verðið sé að vissu leyti dulbúið með ríkisstyrkjum en þeir eru sóttir í vasa neytenda sem greiða því brúsann. Því er spurning hvort það sé ekki stundum betra að embættismennirnir ráði ferðinni. Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Í brennidepli Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Einhverjir eftirminnilegustu sjónvarpsþættir sem sýndir hafa verið í íslensku sjónvarpi eru þættirnir "Já ráðherra" og "Já forsætisráðherra" þar sem framagjarni stjórnmálamaðurinn Jim Hacker lét í flestu stjórnast af embættismönnum sínum sem gættu þess að hann gerði ekki annað en það sem hentaði skrifræðiskerfinu, að hann gerði helst ekki neitt. Þessu virðist öfugt farið með Guðna Ágústsson landbúnaðarráðherra sem hefur nú komið í veg fyrir innflutning á argentínsku nautakjöti þrátt fyrir að starfsmenn yfirdýralæknis mæli með innflutningnum þrátt fyrir að taka fram að innflutningur nautakjöts frá Argentínu sé ekki áhættulaus frekar en innflutningur frá öðrum löndum. Gísli Sv. Halldórsson, dýralæknir inn- og útflutningseftirlits búfjárafurða, hefur farið yfir gögn um sjúkdóma í Argentínu síðustu ár og komist að þessari niðurstöðu. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segist ekki geta samþykkt innflutninginn þar sem gin- og klaufaveiki hafi komið upp í Argentínu fyrir tveimur árum. Í gögnum yfirdýralæknis til ráðherra kemur þó fram að gin- og klaufaveiki hafi komið upp í öðrum landshluta Argentínu en stóð til að flytja inn kjöt frá og því sé ekki hægt að taka alla Argentínu sem eitt svæði í þessu samhengi. Að auki kemur fram að landsvæðið þaðan sem fyrirhugaður innflutningur átti að koma er skilgreint sem land án gin- og klaufaveiki án bólusetningar gegn sjúkdómnum. Það er því ljóst að Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra lætur embættismenn ekki stjórna sér heldur tekur sjálfstæðar ákvarðanir. Spurningin er hins vegar hvort þetta sé góð ákvörðun. Af þeim gögnum sem fyrir liggja virðast einu áhrif hennar vera þau að neytendur hafa minna val en ella. Ákvörðun um það byggir ekki á bestu rökum og rannsóknum vísindamanna þótt ekki skuli gert lítið úr þekkingu og reynslu landbúnaðarráðherrans Guðna Ágústssonar. Ákvörðunin ber þess merki að hana tekur stjórnmálamaður sem þekktur er fyrir stuðning sinn við núverandi landbúnaðarkerfi sem byggir á tveimur meginstoðum, annars vegar ríkulegum fjárstuðningi til bænda, hins vegar takmörkunum við innflutningi erlendra búfjárafurða sem hefur í för með sér að verð innlendra búfjárafurða verður hærra en ef þær fengju samkeppni erlendis frá. Niðurstaða kerfisins er því minna val og hærra verð, þótt háa verðið sé að vissu leyti dulbúið með ríkisstyrkjum en þeir eru sóttir í vasa neytenda sem greiða því brúsann. Því er spurning hvort það sé ekki stundum betra að embættismennirnir ráði ferðinni. Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar