Sport

Laudrup skoraði gegn Íslandi U17

Íslenska piltalandsliðið í knattspyrnu, 17 ára og yngri, tapaði í dag fyrir Danmörku, 4-0, á KR-velli í fyrsta leik sínum á Norðurlandamótinu sem hófst í dag. Mads Thunø Laudrup, sonur dönsku goðsagnarinnar Michael Laudrup, skoraði eitt marka danska landsliðsins í dag og kom það úr vítaspyrnu. Mads er fyrirliði Dana á mótinu. Liðin leika í A-riðli þar sem Írar sigruðu Norðmenn, 3-2. Næsti leikur Íslands verður gegn Írum á morgun klukkan 14.30 á Keflavíkurvelli. Í B-riðli gerðu Svíar og Færeyingar jafntefli, 1-1 og Englendingar unnu Finna, 3-2. Á morgun mætast Svíþjóð og Finnland á Ásvellum í Hafnarfirði og Færeyjingar mæta Englendingum í Fagrilundi í Kópavogi. Allir leikirnir hefjast kl. 14.30.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×