Sport

Hlutbréf í Newcastle rjúka upp

Hlutabréf í enska úrvalsdeildarliðinu Newcastle hækkuðu um tæp 18% í dag eftir að orðrómur komst á kreik um að tveir fjárfestar hefðu hug á að kaupa 28,5% hlut Sir John Hall, eins aðaleigenda félagsins og fyrrverandi stjórnarformanns. Kaupin myndu hugsanlega fela í sér yfirtöku á félaginu en fjárfestir má eiga allt að 29,9% eignarhlut í félaginu án þess að honum sé skylt að gera öðrum eigendum félagsins yfirtökutilboð. Breskir fjölmiðlar greina frá því að tveir fjárfestar komi til greina, annar breskur og hinn malasískur. Þeir greina einnig frá því að sá breski vilji ráða Kevin Keagan, fyrrum þjálfara liðsins, aftur til Newcastle.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×